Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 84

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 84
SKAGFIRÐINGABÓK Reykjavík, vinur Fortescues, um að hann fengi að stunda laxveiðar í Sæ­ mundará (Staðará) í Skagafirði. Síðar sagði Fortescue frá því að Pálmi hefði varað sig við því að ekki væri mikið um lax í ánni og hefði það reynst rétt, en hann hefði hins vegar notið dvalar­ innar á Reynistað þar sem hann var á hverju sumri í meira en áratug.10 Fort­ escue var mikill sómamaður og aufúsu gestur á hverj um bæ í Sæ­ mundarhlíð. Þá laxa sem hann veiddi gaf hann húsfreyjum til soðningar. Jafnan var Fortescue uppá búinn að hætti enskra hefðarmanna í lystitúr. Fortescue er öllum minnisstæður sem honum kynntust. Hann kom við sögu hernáms Breta á Íslandi eins og Þór Whitehead lýsir í bók sinn i Stríð fyrir ströndum, og átti sinn þátt í því að sætt a íslensk stjórnvöld við hernáms­ stjórnina auk þess sem hann skipu­ lagði net njósnara í samvinnu við Jó­ nas Jónsson frá Hriflu, sem virkjaði umboðsmenn Tímans um land allt. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um þess a sögu þegar ég sótti hesta fyrir Fortescue á árum mínum á Reynistað eða sniglaðist eitthvað í kringum hann og sá hvernig enskir hefðarmenn bjuggu sig til veiða og útivistar. Hann hafði starfað fyrir bresk stjórnvöld, kennt við Eton menntaskólann, en frá 1945 helgaði hann sig garð­ og blóma­ rækt í Suður­Devon og var talinn eiga einn fegursta blómagarð í Englandi. Breyttu Fort escue­ hjónin garði sínum í sjálfs eignarstofnun til að hann yrði rækt aður eftir þeirra dag. Gekk það eftir og enn þann dag í dag er unnt að heimsækja Garden House og sjá Fort­ escue­garðinn. Eftir dvöl sína á Reynistað sumarið 1963 kom Fortescue í heimsókn til foreldra minna á heimili okkar í Reykja vík og snæddi hádegisverð með okkur. Þá var rætt um að ég færi til Englands og dveldist hjá honum og konu hans Katherine og lærði ensku, en fað ir minn skrifaði eftir heimsókn hans í Reykjavíkurbréf Morgunblaðs ins: Öll lönd hafa tekið miklum breyting­ um á síðustu 1–2 mannsöldrum. Í hin um gamalbyggðu, þéttbýlli lönd­ um verða menn þó trauðla breyting­ anna eins varir og á Íslandi. Enginn vafi er á, að land okkar hefur að því er til mannvirkja tekur, gjörbreytzt að ásýnd á síðustu 30–40 árum, svo ekki sé talað um hálfa öld eða lengur. Hér í Reykjavík dvaldi nú í vikunni á heimleið norðan úr Skagafirði Eng­ lendingur, Fortescue, fyrrverandi kennari við Eton­skóla, sem fyrst kom til landsins 1912 eða fyrir 51 ári. Þá kom hann til Akureyrar og gekk þaðan til Seyðisfjarðar. Árið eftir fór hann ríðandi frá Akureyri til Reykja­ víkur. Síðan hefur hann iðulega komið til landsins og því fylgst betur með þróun þess en flestir aðrir. Þessi aldni heiðursmaður sagði Íslendinga að sínu viti hafa við tvenn alvarleg vandamál að etja: Of snögga auðlegð og of skjótan flutning úr sveitum til bæja.11 Ellefu árum eftir að þessi orð um Fort­ escue birtust í Morgunblaðinu mátti lesa við hann langt viðtal eftir Hans 84 10 Lionel S. Fortescue: Netaför á laxi í Norðurlandsám á Íslandi, Morgunblaðið, 26. október 1966. 11 Morgunblaðið, Reykjavíkurbréf, 8. september 1963.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.