Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 86
SKAGFIRÐINGABÓK
Sögualdarbærinn er hlaðinn úr torfi
og streng, sem skorinn var í nágrenni
hans og þurrkaður. Gunnar Tómas
son, garðyrkjumaður í Laufási, gerði
grjóthleðslu en tveir Skagfirð ingar,
Stefán Friðriksson í Glæsibæ og Stefán
Stefánsson í Brennigerði hlóðu vegg
ina. Steyptir veggir voru settir inn í
hleðslurnar til að tryggja ending u
bæjar ins.
Þegar ég las fréttir um Sögualdar
bæinn og lýsingu á hinu góða hand
bragði við torfhleðsluna fylltist ég
nokkru stolti því að ég mundi eftir
þeim nöfnum frá því að ég dvaldist á
Reynistað. Stefán frá Glæsibæ kom
þangað stundum og veitti aðstoð við
viðhald á hlöðnum útihúsum sem
stóðu norðan í Bjarnhettinum og uppi
á honum vestan við hæsta hólinn. Þá
sá ég hvernig skorinn var strengur og
hnausar og aðstoðaði Stefán með því
að rétta það sem til þurfti við við
gerðirnar og raða hnausum. Torfið var
rist í mýrlendi með sérstöku verkfæri,
torfljá, og síðan var strengnum rúllað
upp til að hann þornaði. Við sóttum
hann loks á vögnum.
Þegar ég fékk Jón heitinn Ólafsson
frá Kirkjulæk, nágranna minn í Fljóts
hlíðinni, til að gera við gamlar bæjar
dyr við hliðina á húsi mínu á Kvoslæk,
áttaði ég mig á þeim mun sem er á
torfbæjum á Suðurlandi og í Skaga
firði. Í Fljótshlíðinni nota menn mikl u
meira grjót við hleðslu en gert var
fyrir norðan, enda rignir meira fyrir
sunnan en norðan. Nú er unnt að læra
þessi gömlu handbrögð við húsagerð í
skólum, bæði í Skagafirði og í Flóa.
Við Össur gerðum okkur meðal ann
ars ferð í AusturMeðalholt í Flóa til
hjónanna Kristínar Magnúsdóttur og
Hannesar Lárussonar, en þar er einn
fárra torfbæja á landinu. Veruleg upp
bygging hefur farið fram við gaml a
bæinn í AusturMeðalholtum síðan
1986. Munu átta hús mynda sam
stæða heild á bæjarhólnum, þegar
hjónin hafa lokið framkvæmdum sín
um. Hannes fræddi okkur um gildi
torfbæjarins og nauðsyn þess að hann
hlyti viðurkenningu sem einstakt
mannvirki í byggingarsögu heimsins.
Enn eina gerð torfbæjar sá ég síð
sumars 2009 þegar Margrét Hall
grímsdóttir þjóðminjavörður bauð
mér með sér að hitta Filippus Hann
es son (1909–2010) á Núpsstað.
Skömm u síðar brá hann aldurhniginn
búi, en hann hefði ég aldrei hitt og átt
með ógleymanlega stund í fögru
sumar veðri, nema vegna áhuga míns á
torfbæjum. Sýndist mér enn meira
grjót í veggjum á Núpsstað en hjá mér
í Fljótshlíðinni.
Allt hefur þetta sannfært mig um
nauðsyn þess að íslenski torfbærinn
eigi að hljóta réttmætan sess á heims
minjaskrá UNESCO við hlið Þing
vall a og Surtseyjar, ekki einn bær
held ur safn bæjanna sem nú er í vörslu
Þjóðminjasafnsins. Ég er sannfærður
um að hefði ekki notið við áhuga og
dugnaðar manna á borð við Jón á
Reynistað, hefði hættan á því að
þráðurinn slitnaði við þennan mikil
væga þátt í menningu okkar orðið enn
meiri en varð um tíma. Nú má hins
vegar ganga að því vísu að staðinn
verði vörður um þessa húsagerðarlist
og menn átti sig á því að ástæða sé til
að hafa hana í heiðri, þótt þeir sem
bjuggu í húsunum hafi helst kosið að
jafna þau sem fyrst við jörðu eftir að
þeir fluttu úr þeim.
86