Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 86

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 86
SKAGFIRÐINGABÓK Sögualdarbærinn er hlaðinn úr torfi og streng, sem skorinn var í nágrenni hans og þurrkaður. Gunnar Tómas­ son, garðyrkjumaður í Laufási, gerði grjóthleðslu en tveir Skagfirð ingar, Stefán Friðriksson í Glæsibæ og Stefán Stefánsson í Brennigerði hlóðu vegg­ ina. Steyptir veggir voru settir inn í hleðslurnar til að tryggja ending u bæjar ins. Þegar ég las fréttir um Sögualdar­ bæinn og lýsingu á hinu góða hand­ bragði við torfhleðsluna fylltist ég nokkru stolti því að ég mundi eftir þeim nöfnum frá því að ég dvaldist á Reynistað. Stefán frá Glæsibæ kom þangað stundum og veitti aðstoð við viðhald á hlöðnum útihúsum sem stóðu norðan í Bjarnhettinum og uppi á honum vestan við hæsta hólinn. Þá sá ég hvernig skorinn var strengur og hnausar og aðstoðaði Stefán með því að rétta það sem til þurfti við við­ gerðirnar og raða hnausum. Torfið var rist í mýrlendi með sérstöku verkfæri, torfljá, og síðan var strengnum rúllað upp til að hann þornaði. Við sóttum hann loks á vögnum. Þegar ég fékk Jón heitinn Ólafsson frá Kirkjulæk, nágranna minn í Fljóts­ hlíðinni, til að gera við gamlar bæjar­ dyr við hliðina á húsi mínu á Kvoslæk, áttaði ég mig á þeim mun sem er á torfbæjum á Suðurlandi og í Skaga­ firði. Í Fljótshlíðinni nota menn mikl u meira grjót við hleðslu en gert var fyrir norðan, enda rignir meira fyrir sunnan en norðan. Nú er unnt að læra þessi gömlu handbrögð við húsagerð í skólum, bæði í Skagafirði og í Flóa. Við Össur gerðum okkur meðal ann­ ars ferð í Austur­Meðalholt í Flóa til hjónanna Kristínar Magnúsdóttur og Hannesar Lárussonar, en þar er einn fárra torfbæja á landinu. Veruleg upp­ bygging hefur farið fram við gaml a bæinn í Austur­Meðalholtum síðan 1986. Munu átta hús mynda sam­ stæða heild á bæjarhólnum, þegar hjónin hafa lokið framkvæmdum sín­ um. Hannes fræddi okkur um gildi torfbæjarins og nauðsyn þess að hann hlyti viðurkenningu sem einstakt mannvirki í byggingarsögu heimsins. Enn eina gerð torfbæjar sá ég síð­ sumars 2009 þegar Margrét Hall­ grímsdóttir þjóðminjavörður bauð mér með sér að hitta Filippus Hann­ es son (1909–2010) á Núpsstað. Skömm u síðar brá hann aldurhniginn búi, en hann hefði ég aldrei hitt og átt með ógleymanlega stund í fögru sumar veðri, nema vegna áhuga míns á torfbæjum. Sýndist mér enn meira grjót í veggjum á Núpsstað en hjá mér í Fljótshlíðinni. Allt hefur þetta sannfært mig um nauðsyn þess að íslenski torfbærinn eigi að hljóta réttmætan sess á heims­ minjaskrá UNESCO við hlið Þing­ vall a og Surtseyjar, ekki einn bær held ur safn bæjanna sem nú er í vörslu Þjóðminjasafnsins. Ég er sannfærður um að hefði ekki notið við áhuga og dugnaðar manna á borð við Jón á Reynistað, hefði hættan á því að þráðurinn slitnaði við þennan mikil­ væga þátt í menningu okkar orðið enn meiri en varð um tíma. Nú má hins vegar ganga að því vísu að staðinn verði vörður um þessa húsagerðarlist og menn átti sig á því að ástæða sé til að hafa hana í heiðri, þótt þeir sem bjuggu í húsunum hafi helst kosið að jafna þau sem fyrst við jörðu eftir að þeir fluttu úr þeim. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.