Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 89
Í SVEIT Á REYNISTAÐ
vögnunum, en tveimur hestum var
beitt fyrir þá, og stóð kúskurinn við
grind fremst á vagninum og hélt þar
um taumana, en sat á heyinu eftir að
vagninn hafði verið hlaðinn. Þrátt
fyrir áhuga Jóns á sögu Skagafjarðar,
þótti mönnum vagnarnir líklega svo
hversdagslegt fyrirbæri, að mér skilst,
að nú sé tæplega unnt að finna neinar
ljósmyndir af þeim í notkun, að
minnsta kosti hef ég verið spurður,
hvort slíkar sögulegar heimildir sé að
finna í mínum fórum, svo er ekki en
ég veit, að hér á Reynistað á Sigurður
að minnsta kosti eina mynd.
Enginn sem kemur að Reynistað
verður ósnortinn af sögunni. Mörg
örnefni minna á hana, ekki síst
klaustr ið. Á 1000 ára afmælisári
kristni á Íslandi beinist athygli eink
um að þessum þætti í sögu okkar.
Orðspor Reynistaðar fer auk þess víða
með frægð þess fólks, sem hér hefur
búið í aldanna rás. Hér var til dæmis
Guðríður Þorbjarnadóttir fyrir um
1000 árum og Snorri sonur hennar,
fyrsti hvíti maðurinn, sem fæddist í
NorðurAmeríku. Sagan segir, að
hann hafi reist móður sinni kirkju í
Glaumbæ, á meðan hún gekk til
Róm ar. Minnir frásögnin um þá
kirkjusmíð á Þjóðhildarkirkjuna í
Brattahlíð á Grænlandi, þar sem
Guðríður var gefin Þorfinni föður
Snorra og frá Brattahlíð héldu þau til
Vínlands, en þar var einmitt um
síðustu helgi efnt til mikillar hátíðar
vegna kristni og landafunda. Hinna
ágætu forfeðra okkar er ekki aðeins
minnst hér á landi um þessar mundir
heldur vekja afrek þeirra aðdáun um
heim allan.
Tilefni þess að við komum hér sam
an í dag er einmitt að heiðra minning u
þess fólks, sem gætti arfleifðar sinnar
og þar með okkar allra af mikilli
kostgæfni. Alþingi hefur nýlega sam
þykkt ályktun um Kristnihátíðarsjóð,
sem miðar meðal annars að því að
rannsaka betur forna staði, sem tengj
ast sögu kristni á Íslandi og þar á
meðal klaustranna. Ef til vill vaknar
áhugi á því að rannsaka þenn an þátt í
sögu Reynistaðar meira en hingað til.
Félli það vel að hinu metn aðarfulla
starfi, sem unnið er hér í Skagafirði í
safnamálum. Er það um margt til
fyrirmyndar á landsvísu og hlýtur að
halda áfram að vaxa og dafn a. Þar
gætir ekki síður forsjálni og áhuga
Jóns á Reynistað en þegar hann tók
ákvörðunina um að varðveit a bæjar
portið á fjórða áratugnum. Minn ist
ég þess, þegar ég fékk að fara með
Jóni í heimsókn í Glaumbæ og hann
brýndi fyrir mér gildi þess að varð
veita torfbæi og gömul verkfæri, en
þetta gerðist á þeim tíma, þegar
menn voru helst með hugann við að
skerpa sem mest skilin milli fortíðar
og samtíðar og gáfu almennt lítið
fyrir varðveislu gamalla húsa. Ég er
þess fullviss, að endurreisn bæjar
dyranna með þessum veglega hætti á
eftir að kalla hingað marga gesti og
skerpa myndina af sögulegu mikil
væg i Reynistaðar í huga landsmanna.
Góðir áheyrendur!
Margar og góðar minningar sækja á
hugann, þegar ég kem hingað aftur
að Reynistað, en ég læt staðar numið
við að rifja þær allar upp. Ég ítreka
þakklæti mitt fyrir að fá tækifæri til
að taka þátt í þessari athöfn, ég þakka
89