Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 93

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 93
fjáraflamaður, en bræður hans fengu mildari dóm. Eiginkona Árna Gíslasonar og móð­ ir Halldóru var Guðrún Sæmunds­ dótt ir, dóttir Sæmundar Eiríkssonar lögréttumanns á Ási í Holtum, Rang­ árvallasýslu, og Guðríðar Vigfúsdótt­ ur frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Guð­ ríður var dóttir Vigfúsar Erlendssonar hirðstjóra og lögmanns á Hlíðarenda. Heimildir frá þessum tíma eru glopp óttar, og er því nokkur óvissa um það sem hér fer á eftir. Hér verður miðað við að Halldóra hafi alist upp hjá foreldrum sínum, en hugsanlegt er að hún hafi um tíma dvalist annars staðar, jafnvel á Hólum, þar sem föð­ urbróðir hennar var ráðsmaður. Hall­ dóra mun hafa fæðst árið 1547, annað hvort á Hóli í Bolungarvík eða í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Hún var því þriggja ára þegar siðaskiptin geng u um garð í Hólabiskupsdæmi, en í Skálholtsbiskupsdæmi varð sú breyting að nafninu til nokkru fyrr, eða um 1541. Ástæðan fyrir því að foreldrar Halldóru tengdust Vatns­ firði, var sú að Guðrún móðir hennar var einbirni og einkaerfingi foreldra sinna. Föðurbróðir Guðrúnar hét Jón Eiríksson og var prestur í Vatnsfirði. Hann var auðugur maður, en átti eng­ in börn. Guðrún átti því framtíðar arfsvon í eigum hans. Á þessum árum voru mikil átök um þessar eignir, og fóru þau Árni og Guðrún vestur til að gæta hagsmuna sinna.1 Halldóra ólst upp þar vestra til 7 ára aldurs. Vorið 1554 afhenti faðir henn­ ar Vatnsfjarðarstað2 og fluttist að Mel­ stað (eða Mel) í Miðfirði. Þar bjuggu þau í þrjú ár, til 1557,3 síðan tvö ár á Stóru­Borg í Víðidal,4 og var Árni þá sýslumaður í Húnavatnssýslu. Árið 1559 varð hann umboðsmaður Þing­ eyraklaustursjarða og fluttist fjöl­ skyld an þá að Þingeyrum.5 Þar bjuggu þau í 10–11 ár, eða til 1569 eða 1570, og var Halldóra þá orðin 23 ára gömul og komin vel á giftingaraldur. Eflaust hefur heimilislífið á Þingeyrum verið fjörugt, því að börnin voru 10 talsins, þrír synir og 7 dætur. Þetta var mann­ vænlegur hópur. Synirnir (Hákon, Gísli og Sæmundur) urðu allir sýslu­ menn, og dæturnar (Guðrún, Hall­ dóra, Ingibjörg, Sigríður, Hólmfríður, Solveig og Anna) giftust síðar meiri háttar mönnum. Þarna var einnig auð­ ur í garði miðað við það sem þá tíðkaðist hér á landi. Þingeyrar voru höfuðból og höfðu lengi verið eitt mesta menntasetur landsins. Klaustrið, sem stofnað var 1133, var þá nýlega aflagt, en ábótinn gamli, Helgi Höskuldsson, hefur líklega enn verið á staðnum og hirt um eigur þess, meðal annars hið forna 93 1 Sjá t.d.: Jón Espólín: Íslands árbækur í söguformi IV, Kmh. 1825, 105. Bogi Benediktsson: Sýslu­ mannaæfir I, Rvík. 1881–84, 514–16 og IV, Rvík 1909–15, 600–1. Árni átti jörðina Hól í Bolungarvík, og er líklegt að fjölskyldan hafi búið þar, a.m.k. að hluta, þegar hún var þar vestra. Sjá Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I, Rvík 2008, 443. 2 DI = Íslenskt fornbréfasafn XII, 676–7. 3 DI XII, 755–6, 776, XIII 29–30, 124, 156–8, 179–80, 182–3, 187–92. Árni var í Kaupmanna­ höfn veturinn 1555–56, og kom þaðan með sýsluvöld í Húnavatnssýslu, sbr. DI XIII, 157–8. 4 DI XIII, 199–200, 292–3, 312–13. Árni keypti Stóru­Borg vorið 1556, en fluttist þangað vorið 1557. 5 Guðrún, hálfsystir Halldóru, giftist á Þingeyrum 24. september 1559. DI XIII, 439–40. HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.