Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 93
fjáraflamaður, en bræður hans fengu
mildari dóm.
Eiginkona Árna Gíslasonar og móð
ir Halldóru var Guðrún Sæmunds
dótt ir, dóttir Sæmundar Eiríkssonar
lögréttumanns á Ási í Holtum, Rang
árvallasýslu, og Guðríðar Vigfúsdótt
ur frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Guð
ríður var dóttir Vigfúsar Erlendssonar
hirðstjóra og lögmanns á Hlíðarenda.
Heimildir frá þessum tíma eru
glopp óttar, og er því nokkur óvissa
um það sem hér fer á eftir. Hér verður
miðað við að Halldóra hafi alist upp
hjá foreldrum sínum, en hugsanlegt er
að hún hafi um tíma dvalist annars
staðar, jafnvel á Hólum, þar sem föð
urbróðir hennar var ráðsmaður. Hall
dóra mun hafa fæðst árið 1547, annað
hvort á Hóli í Bolungarvík eða í
Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp. Hún var
því þriggja ára þegar siðaskiptin
geng u um garð í Hólabiskupsdæmi,
en í Skálholtsbiskupsdæmi varð sú
breyting að nafninu til nokkru fyrr,
eða um 1541. Ástæðan fyrir því að
foreldrar Halldóru tengdust Vatns
firði, var sú að Guðrún móðir hennar
var einbirni og einkaerfingi foreldra
sinna. Föðurbróðir Guðrúnar hét Jón
Eiríksson og var prestur í Vatnsfirði.
Hann var auðugur maður, en átti eng
in börn. Guðrún átti því framtíðar
arfsvon í eigum hans. Á þessum árum
voru mikil átök um þessar eignir, og
fóru þau Árni og Guðrún vestur til að
gæta hagsmuna sinna.1
Halldóra ólst upp þar vestra til 7 ára
aldurs. Vorið 1554 afhenti faðir henn
ar Vatnsfjarðarstað2 og fluttist að Mel
stað (eða Mel) í Miðfirði. Þar bjuggu
þau í þrjú ár, til 1557,3 síðan tvö ár á
StóruBorg í Víðidal,4 og var Árni þá
sýslumaður í Húnavatnssýslu. Árið
1559 varð hann umboðsmaður Þing
eyraklaustursjarða og fluttist fjöl
skyld an þá að Þingeyrum.5 Þar bjuggu
þau í 10–11 ár, eða til 1569 eða 1570,
og var Halldóra þá orðin 23 ára gömul
og komin vel á giftingaraldur. Eflaust
hefur heimilislífið á Þingeyrum verið
fjörugt, því að börnin voru 10 talsins,
þrír synir og 7 dætur. Þetta var mann
vænlegur hópur. Synirnir (Hákon,
Gísli og Sæmundur) urðu allir sýslu
menn, og dæturnar (Guðrún, Hall
dóra, Ingibjörg, Sigríður, Hólmfríður,
Solveig og Anna) giftust síðar meiri
háttar mönnum. Þarna var einnig auð
ur í garði miðað við það sem þá
tíðkaðist hér á landi.
Þingeyrar voru höfuðból og höfðu
lengi verið eitt mesta menntasetur
landsins. Klaustrið, sem stofnað var
1133, var þá nýlega aflagt, en ábótinn
gamli, Helgi Höskuldsson, hefur
líklega enn verið á staðnum og hirt
um eigur þess, meðal annars hið forna
93
1 Sjá t.d.: Jón Espólín: Íslands árbækur í söguformi IV, Kmh. 1825, 105. Bogi Benediktsson: Sýslu
mannaæfir I, Rvík. 1881–84, 514–16 og IV, Rvík 1909–15, 600–1. Árni átti jörðina Hól í
Bolungarvík, og er líklegt að fjölskyldan hafi búið þar, a.m.k. að hluta, þegar hún var þar vestra.
Sjá Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I, Rvík 2008, 443.
2 DI = Íslenskt fornbréfasafn XII, 676–7.
3 DI XII, 755–6, 776, XIII 29–30, 124, 156–8, 179–80, 182–3, 187–92. Árni var í Kaupmanna
höfn veturinn 1555–56, og kom þaðan með sýsluvöld í Húnavatnssýslu, sbr. DI XIII, 157–8.
4 DI XIII, 199–200, 292–3, 312–13. Árni keypti StóruBorg vorið 1556, en fluttist þangað
vorið 1557.
5 Guðrún, hálfsystir Halldóru, giftist á Þingeyrum 24. september 1559. DI XIII, 439–40.
HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR