Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 98

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 98
SKAGFIRÐINGABÓK raun ar ekki um neina „velli“ að ræða. Líklega er einmitt það ástæðan til þess að Kålund segir að Möðruvellir séu „utvivlsomt“ sama og Skíðastaðir sem eiga að hafa verið til í dalnum vestan ár, milli Másstaða og Dælis [um tvo km norðan Þverár, innskot greinarhöf­ undar]. Þar er landslag við hæfi en ekkert er þó vafalaust um þett a efni.“ Ef Skíði í Svarfdælu, sem fyrstur byggði Skíðadal, gaf dalnum nafn, eftir hvaða Skíða heitir þá Skíðadalur í Kolbeinsdal? Spurningin er hvort hugs anlegt sé að báðir dalirnir heiti eftir sama manninum. Kannski er vís­ bendingu að finna í Svarfdælu. Vera má að Skíði í Svarfdælu sé skáld sagnapersóna sem höfundurinn hefur skapað út frá örnefninu Skíða­ dalur. En einnig er hugsanlegt að höf­ undurinn hafi stuðst við gamlar munn mælasögur og á því byggist sú tilgáta sem sett er fram í þessari grein. Hún styðst einungis við eitt orð í Svarfdælu, vestur. Karl ómáli, sonur Karls rauða, hefnd i föður síns þegar hann var frum­ vaxta eins og segir í Svarfdæla sögu. Hann reið frá Grund með liði manna að Möðruvöllum. Hann handtók Skíða og þrjá syni hans og leiddi Yngvildi til sætis í túninu. Karl hálshjó síðan þrjá syni þeirra: [Hann] gengr síðan til Yngvildar ok þerrir sverðit eftir miðri skyrtu henn­ ar ok spyrr, hvárt fullt væri skarðit í vör Skíða. Hún segir, at hann þyrfti ekki jafnan at klifa ins sama, – „og hefir þat allvel gróit.“ Hann gekk þá at Skíða ok spurði, hvárt hann vildi þiggja líf at sér. Hann kvaðst þat gjarna vilja þiggj a, – „þó ek þæga at miklu verra manni.“ Karl mælti: „Þá máttu fara, hvert er þú vill, en ek mun taka upp bú þetta, ok mun ek fá þér fararefni, svá þú megir fara, hvert er þú vill, en eigi vil ek, at þú finnir Ljótólf.“ „Hvat leggr þú þá til?“ segir hann [Skíði]. Karl segir: „Þú skalt fara útan á ein­ hverju skipi, en ek mun fá þér fé þat, er mér sýnist.“ Hann fekk honum tvá hesta ok mælti: „Þú skalt fara upp ór [garði] ok svá vestr [leturbreyting greinarhöfundar]. Far sem ek kenni þér, ella mun ek gera til þín ok drepa þik.“ Skíði fór nú sem Karl bauð honum, til þess er hann kom suðr á Eyrar, ok fór þar útan, ok er hann fyrst ór sög­ unni.3 Leið til norðurs frá Möðruvöllum í Skíðadal lá beint til Hofs í Svarfaðar­ dal, en þar bjó Ljótólfur goði, stuðn­ ingsmaður Skíða. Það var því rökrétt að Karl ungi vildi meina Skíða að fara þangað. Skíði fór vestur frá Möðruvöll­ um, þ.e.a.s. um Þverárdal yfir í Skíða­ dal og Kolbeinsdal á leið sinni suður á Eyrar. Á kortinu hér á eftir er þessi leið 98 3 Svarfdæla saga. Íslendingasögur VIII, Rvík 1947, 202. Guðni Jónsson bjó til prentunar. Innan hornklofa er eyðufyll ing úr einu handriti sögunnar: „upp ór [garði]“. Í öðrum handritum stendur: „upp ór [dal, dalnum, Skíðadal]“. Jónas Kristjánsson (útg.): Svarfdæla saga, Rvík 1966, 63, neðanmáls. Í útgáfu Fornritafélagsins eru svolítil frávik í texta og eyðan fyllt með „upp ór [Svarf aðardal]“, sem er tilgáta útgefandans. Íslenzk fornrit IX, 197–198.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.