Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 102
SKAGFIRÐINGABÓK
í 23. kapítula, er enn um að ræða ein
bera skáldsögu, sem styðst í mesta lagi
við örlítinn sannan kjarna um ein
hverjar mannhefndir eftir Karl hinn
rauða.“7 – Sé það raunin, vaknar sú
spurning, hvort brottrekstur Skíða úr
Skíðadal hafi orðið með öðrum hætti
en lýst er í sögunni og að hann hafi
fyrst flust búferlum í annað byggð
arlag, jafnvel þótt tiltölulega skammt
væri á milli, aðeins einn fjallvegur.
Hafi Skíði ekki búið við dalinn er
einnig hugsanlegt að örnefnið Skíða
dalur tengist með einhverjum hætti
minnisstæðum atburðum, t.d. eins og
þeim sem lýst er í Svarfdælu, blóð
hefnd Karls unga á Möðruvöllum og
flótta Skíða þaðan. Á ferð sinni yfir
skarðið og niður Skíðadal og Kolbeins
dal, hefur Skíði kannski hitt menn á
förnum vegi eða komið við á bæ og
flutt hin voveiflegu tíðindi af afdrif
um sona sinna. Það, eða eitthvað ann
að frásagnarvert sem kom fyrir hann á
leiðinni, hefur e.t.v. gefið Kolbeins
dælingum eða Hjaltdælingum tilefni
til að gefa dalnum nafn Skíða. Ágæt
dæmi um örnefni, sem eru tengd at
burðum, eru í Landnámu, Dúfu
nefsskeið á Kili og Arnarfell hið mikla.
Á Dúfunefsskeiði háðu Þórir dúfunef og
Örn kappreið og lagði hvor þeirra við
hundrað silfurs. Þórir sigraði með
miklum mun. Í Arnarfelli týndi Örn
sér, því hann undi svo illa við félát
sitt.8 Bæði örnefnin eru til komin
vegn a þessara atburða. Báðir nafngjaf
arnir komu við á staðnum, sem ber
nafn þeirra, og eitthvað markvert
gerðist þar.
Niðurstaða af þessum vangaveltum
er að hvort tveggja kemur til greina,
að Skíðadalsörnefnið í Kolbeinsdal
tengist búsetu Skíða við dalinn, eða þá
flótta Skíða um dalinn eftir vígin á
Möðruvöllum. Hvernig sem atvik
hafa verið bendir margt til þess að
Skíðadalur í Kolbeinsdal heiti, eins og
samnefndur dalur í Svarfaðardal, eftir
Skíða, garpi úr Svarfdælu.
Skíði var mikill garpur þótt kall
aður sé þræll í Svarfdælu. „Skíði bar
þræls nafn“, segir í sögunni, en líklega
hefur hann verið skógarmaður Þor
gríms gráa á Óslandi sem hann flúði
frá til Ljótólfs á Hofi.9 Í Landnámu er
ekki getið um Skíða, nema þar sem
seg ir frá systur hans: Þormóður
[ramm i] „var son Haralds víkings, en
hann átti Arngerði, systur Skíða ór
Skíðadal.“10
7 Íslenzk fornrit IX, lxxxii–lxxxiii.
8 Íslendingabók. Landnámabók. Íslenzk fornrit I, Rvík 1968, 235. Jakob Benediktsson gaf út.
9 Íslenzk fornrit IX, 163.
10 Landnámabók, Íslenzk fornrit I, 246–247. Texti úr Sturlubók. Í Hauksbók stend ur:
„dótt ur Skíða“. Útgefandinn, Jakob Benediktsson, telur að þessi Skíði geti „ekki verið
sami maður sem kemur við Svarfdælu“, sbr. einnig Íslenzk fornrit IX, 162. Ég tel þó að
þegar talað er um „Skíða úr Skíðadal“, án frekari skýringa, hljóti að vera átt við Skíða í
Svarfdælu.
102