Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 105
105
ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM
nokkuð sérstakt að finna steinakyns og
litla þekk ingu hefur undirritaður til að
leggja mat á þetta steinasafn. En til
dæm is að nefna þegar Árni dró fram
marmarahellu, sams konar og þekja gólf
í húsi Fjölbrauta skól ans, og sýndi við
mælanda nákvæmlega samskonar mar
marastein úr Göngu skarðsárgilinu, fleiri
en einn og fleiri en tvo, eða sýndi lit
mynd úr steina bók af grjót i utan úr
geimnum, hampaði svo steini sem sýnd
ist vera nákvæmlega sömu gerðar, þá
mátti ljóst vera hversu furðulegt steina
safn var hér saman komið. Hluti þess er
nú til sýnis í Minjahúsi Sauðárkróks og
Náttúrustofa Norðurlands vestra mun
taka annað til rannsókn ar, en það er trúa
mín að þetta safn þyki því merkilegra
sem tímar líða, fyrst og fremst vegna
þess að það er nánast allt úr bæjarlandi
Sauðárkróks.
Eftir að móðir Árna dó 1990 bjó hann
einn í húsi sínu á Ægisstíg 6. Með
tíman um gerðist hann nokkuð sér um
ýmsa hætti og skeytti lítt um álit ann
arra. Hann hafði lúmskt gaman af að
vera öðruvísi og ganga fram af náung
anum eins og t.d. með því að prófa að
borða marhnút og harmaði það að hafa
ekki komið því í verk að smakka hrafna
kjöt. Skoðanir hans voru oft markaðar
nokk urri einsýni og fyrtni og kenndi
stundum biturðar út í samtíðina, þótt
hann í engu breytti um gestrisni sína og
greiðvikni og væri að sínu leyti alltaf
mannblendinn.
Eftir að ég settist að á Sauðárkróki ár ið
1976 kom ég oft til Kálfsstaðafólksins.
Það voru jafnan fróðlegar kvöldvökur og
skemmtilegar. Gamla konan, Sigurveig,
var sjóðfróð og væri eftir spurt þuldi hún
margt frá fyrri tíð úr Hjaltadal sem því
miður er flest gleymt. Una og Árni
kunn u líka frá mörgu að segja þó ekki
stæðu þau jafnfætis móður sinni. Á
árun um 1995–2001 hafði ég stundum
með mér lítið segulband í þessar heim
sóknir og skrifaði eftir það ýmislegt
niður frá Árna, sem fyrir mér og öðrum
Hjaltdælingum var alltaf Ninni á
Kálfsstöðum. Verður nú Ninna gefið
orðið.
Hjalti Pálsson.
Kálfsstaðafjölskyldan.
Frá vinstri talið:
Árni Sveinsson,
Friðrik Árnason,
Sigurveig Friðriksdóttir,
Una Árnadóttir,
Árni H. Árnason lengst
til hægri. Með þeim er
Sigurður Gunnar
Hilmarsson sumardrengur
á Kálfsstöðum.
Eigandi myndar: HSk.