Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 105

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 105
105 ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM nokkuð sérstakt að finna steinakyns og litla þekk ingu hefur undirritaður til að leggja mat á þetta steinasafn. En til dæm is að nefna þegar Árni dró fram marmarahellu, sams konar og þekja gólf í húsi Fjölbrauta skól ans, og sýndi við­ mælanda nákvæmlega samskonar mar­ marastein úr Göngu skarðsárgilinu, fleiri en einn og fleiri en tvo, eða sýndi lit­ mynd úr steina bók af grjót i utan úr geimnum, hampaði svo steini sem sýnd­ ist vera nákvæmlega sömu gerðar, þá mátti ljóst vera hversu furðulegt steina­ safn var hér saman komið. Hluti þess er nú til sýnis í Minjahúsi Sauðárkróks og Náttúrustofa Norðurlands vestra mun taka annað til rannsókn ar, en það er trúa mín að þetta safn þyki því merkilegra sem tímar líða, fyrst og fremst vegna þess að það er nánast allt úr bæjarlandi Sauðárkróks. Eftir að móðir Árna dó 1990 bjó hann einn í húsi sínu á Ægisstíg 6. Með tíman um gerðist hann nokkuð sér um ýmsa hætti og skeytti lítt um álit ann­ arra. Hann hafði lúmskt gaman af að vera öðruvísi og ganga fram af náung­ anum eins og t.d. með því að prófa að borða marhnút og harmaði það að hafa ekki komið því í verk að smakka hrafna­ kjöt. Skoðanir hans voru oft markaðar nokk urri einsýni og fyrtni og kenndi stundum biturðar út í samtíðina, þótt hann í engu breytti um gestrisni sína og greiðvikni og væri að sínu leyti alltaf mannblendinn. Eftir að ég settist að á Sauðárkróki ár ið 1976 kom ég oft til Kálfsstaðafólksins. Það voru jafnan fróðlegar kvöldvökur og skemmtilegar. Gamla konan, Sigurveig, var sjóðfróð og væri eftir spurt þuldi hún margt frá fyrri tíð úr Hjaltadal sem því miður er flest gleymt. Una og Árni kunn u líka frá mörgu að segja þó ekki stæðu þau jafnfætis móður sinni. Á árun um 1995–2001 hafði ég stundum með mér lítið segulband í þessar heim­ sóknir og skrifaði eftir það ýmislegt niður frá Árna, sem fyrir mér og öðrum Hjaltdælingum var alltaf Ninni á Kálfsstöðum. Verður nú Ninna gefið orðið. Hjalti Pálsson. Kálfsstaðafjölskyldan. Frá vinstri talið: Árni Sveinsson, Friðrik Árnason, Sigurveig Friðriksdóttir, Una Árnadóttir, Árni H. Árnason lengst til hægri. Með þeim er Sigurður Gunnar Hilmarsson sumardrengur á Kálfsstöðum. Eigandi myndar: HSk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.