Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 106
106
SKAGFIRÐINGABÓK
Pabbi og mamma
Faðir minn, Árni Sveinsson, ólst upp á
Reykjum í Tungusveit hjá Árna
Eiríkssyni föðurbróður sínum og
Stein unni jónsdóttir konu hans. Kom
hann þangað barn að aldri árið 1898
og var heimilisfastur á Reykjum til
1907, að fósturfaðir hans brá búi og
fluttist til Akureyrar. Þetta var ferm
ingar vorið hans og réðst hann þá
vinnu maður til séra Zophoníasar Hall
dórssonar í Viðvík. Árni fóstri hans
fylgdi honum út á Sauðárkrók. Þar
fékk pabbi far með báti frá Bakka
aust ur yfir fjörðinn og gekk þaðan í
vistina upp í Viðvík. Fékk hann þá að
heyra að þar mundi hann verða meðan
hann gæti tuggið smjörið. Byggði sú
spá óefað á þeirri staðreynd, að vinnu
fólk var óvenjustöðugt í vist á því
heim ili. Ekki gekk þetta þó eftir því
að Árni var aðeins árið í Viðvík þar eð
prestur andaðist veturinn eftir, 3.
janúar 1908. Um vorið leystist heimil
ið upp og búið fór á uppboð. Til er
kaup reikningur pabba frá þessu ári og
kemur þar fram að hann skyldi fá 50
krónur í árskaup og átti hann það að
mestu óeytt um vorið. Umsjónar
maður dánarbúsins og aðrir gengu þá
fram í að lokka drenginn til að kaupa
eitt og annað úr dánarbúinu, svo sem
hattinn prófastsins, kápu, stígvél, sem
allt var vel við vöxt, silfurbúna svipu,
gemling og fleira. Lauk svo viðskipta
reikningi Árna að daginn eftir upp
boðið hélt hann brott frá Viðvík með
88 aura í vasanum fram að Reykjum í
Tungusveit til nýrra húsbænda, þar
sem hann var 1908–1910. Á Skinþúfu
(Vallanesi) var hann vinnumaður far
dagaárið 1910–1911. Eftir það fór
hann í Hólaskóla, var eitthvað í Hofs
ósi við verslunarstörf hjá Erlendi
Pálssyni, en þeir voru góðir vinir hann
og Vilhelm Erlendsson. Svo fór hann
vinnumaður að Reykjum í Hjaltadal
1918. Þar líkaði honum vel og þar
kynntist hann mömmu.
Pabba sárnaði það alltaf meðan hann
lifði, að hann fékk ekki að læra að spil a
á orgel hjá Árna á Reykjum. Hann
keypti gamla kirkjuorgelið sem fyrst
Reykir í Tungu-
sveit um 1945.
Í baksýn er
Mælifellshnjúkur.
Ljósm.: Páll jónsson.