Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 116
116
SKAGFIRÐINGABÓK
Sigur mon, vakað yfir því um nóttina
að strengja böndin sem voru bundin í
hnýflana því að öldurnar lyftu bátun
um alltaf hærra og hærra. Ég komst
ekki niðureftir fyrr en dögum síðar
þegar allt var orðið að hjarni.
Þessi bátur var ekki mikið notaður.
Sigurmon sagði eitt sinn við mig: „Ég
skil ekkert í því að þú kemur aldrei
nema þegar best er sjóveður.“ Hann
gáði ekki að því, að ég sá brim við
Drangeyna löngu á undan honum, og
ég tók mark af því. Það voru ýmsir
sveitungar sem fengu að róa með mér.
Þessa trillu átti ég síðan er ég fluttist á
Krókinn, allt til ársins 1976, þegar ég
seldi Ingólfi Agnarssyni hana aftur. Þá
var ég búinn að gera hana upp. jónas
Björnsson frá Keflavík saumaði hana
upp og skipti um bönd í henni. Þetta
var góður bátur. Einu sinni fór ég í
svartfugl í þessu indælisveðri og er
kom inn austur fyrir Nestá þegar
skyndi lega bálhvessti svo að sjórinn
rauk, hann fór ekki í öldur, heldur
bara rauk. Ég dólaði heim með aðra
höndina á stýrinu en hina á pump
unn i.
Síðar smíðaði ég mér lítið bátshorn
úr krossviði. Fyrstu þrjú sumurin var
ég með hann á árum. Síðar fékk ég
mér utanborðsmótor. Ég fór stundum
á færaskak á honum. Einu sinni fór ég
þrjá morgna í röð klukkan þrjú á nótt
unni og rótfiskaði. Og fyrir þessa þrjá
róðra fékk ég eins mikið og ég hefði
unnið allt sumarfríið mitt í Loð skinni.
Við keyptum húsið á Ægisstíg 6
vorið 1963, hálfu öðru ári áður en við
hættum að búa. Það var tiltölulega
gott verð á húsinu, 250 þúsund. Ég
fór og borgaði það út daginn sem
Skaga fjarðarskjálftinn reið yfir. Við
vorum nýkomir heim. Pabbi var las
inn og hafði ekki farið í fjósið svo að
við þurftum að klára það fyrst. Fórum
svo inn og háttuðum og vorum ný
komnir upp í rúm er þetta helvíti reið
yfir. Ég vissi að húsið á Króknum var
hlaðið úr steinum og datt ekki annað í
hug en það væri orðið grjóthrúga, fór
á Krókinn með fyrstu ferð, en það var
ekki nokkur hlutur að því. Eina húsið
sem skemmdist í bænum var sjúkra
húsið sem byggt var á klöpp.
Þegar ég fluttist til Sauðárkróks fór
Árni var starfs-
maður í Sútunar-
verksmiðjunni
Loðskinni á árunum
1973–1990.
Hér er hann við
vinnu sína að tína
úr gærustaflanum.
Eigandi myndar:
Karl Bjarnason.