Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 126
SKAGFIRÐINGABÓK
126
Sjálfstæðis- og söguhugsjónina má
einn ig lesa úr kvæðum Árna. Hann
leggur mikla áherslu á uppruna þjóð
arinnar og tengsl hennar við Noreg.
Hann virðist vel lesinn í Íslendinga
sögum og vitnar oft til þeirra í ræðu
og riti. Kemur þetta helst fram í ljóð
um hans, en sum þeirra eru langir
bálk ar um sögulega atburði. Mörg
þessara ljóða virðist hann hafa gefið út
sem sérprent.
Söguljóð:
• Fögur er hlíðin (1950)
• Eldmessan 1783 (1956)
• Á Sognsæ (1957, flutt í Noregi)
• Sættin (1958)
• Landnemar (Gróður, 1958)
• Kveðið á Keldum (1959)
• Ingólfur í Hrífudal (1960, ekki flutt,
bannað)
• Árni Magnússon (Brattahlíð, 1960)
• Guð og GönguHrólfur (Brattahlíð,
1960)
• HöfðaÞórður (Brattahlíð, 1960)
• Kolskeggur (Brattahlíð, 1960)
• Náttfari (Brattahlíð, 1960)
• Útilegumenn (1963)
• Heimkoman (1967)
Föðurlandsást:
• Landið mitt (Mold, 1955)
• 1944 (Mold, 1955)
• Ein strönd, eitt land (Brattahlíð,
1960)
• Landnám (Brattahlíð, 1960)
• Vér áttum feður (Brattahlíð, 1960)
Árni var alveg sérlega glæsilegur mað
ur, hár og grannur, andlitsfríður, vel
hærður og bar sig afar vel. Mér fannst
hann orðinn gamall maður þegar ég
kynntist honum, en sé nú að hann hef
ur verið á svipuðum aldri og ég er
núna, tæplega sjötugur. Hann var afar
þægilegur í öllum samskiptum, en ég
tók eftir því að hann varð oft meyr
þegar hann rifjaði upp fyrri störf sín,
og hafði það á orði að hann hefði
komið allt of litlu í verk um ævina og
margt hefði verið sér mótdrægt.
Jólin 1968 sendi ég honum svofellt
vísukorn með jólakortinu:
Árni G. Eylands á heimili foreldra minna
í Reykjavík árið 1968.