Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 128

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 128
SKAGFIRÐINGABÓK 128 Mér sýnist þó að betur hefði mátt velja úr kvæðunum fyrir útgáfu, enda eru þau nokkuð misjöfn að gæðum. Áhugi Árna á framförum í land­ búnaði kemur sérstaklega fram í kvæð um hans um vélar og tækni. Þar lofsyngur hann ýmsar tækninýjungar þess tíma, sem mörgum mönnum væri víðs fjarri að lofa í dag. Eða hver mundi núna lofsyngja skurðgröfuna sem ræsir fram mýrar? Hér eru brot úr fyrstu ljóðabók hans, Mold. SKURÐGRÖFUSÖNGUR Heyrir þú skurðgröfuskröltið og skellina austur í mýri? Þar starfar hið unga Ísland. – Ættarmálmurinn dýri – landnámsbóndinn, sem býr þar við bylting og ævintýri, hann er að helga sér landið með hendur á sveif og stýri. Kátt er nú víða í koti, koti, er varð að garði háum að húsakosti, hærri að sæmd og arði. Blessað skurðgröfuskröltið skemmtir nú víða um sveitir. Þetta er lofsöngur lífsins um landið sem Ísland heitir. JARÐÝTAN Dráttarvél á beltum breiðum búin er til vinnu í dag. Nú skal stefna að nýjum leiðum, nú skal kveða snjallan brag: Stálið bjarta stýfa marga stóra þúfu, fella garð, steinum lyfta og leggja karga lágt að velli um holt og barð. Stígur drengur röskt á ræsi, reyndum tökum glæðir vél, hugar að, hvort haldi og læsi hemlar og tengsli fljótt og vel. Fyrir bensínleiðslu lokar, lætur dísil taka skrið. Ýtiblaði ofar þokar, allar spyrnur nema við. SKERPIPLÓGURINN Hér er gengið vel að verki, viðamikla strengi sker plógurinn jötunstóri, sterki, stefnan nýja mörkuð er: Djúpt skal plægja teig til töðu, tökum stórum rækta völl, lyfta steinum, stækka hlöðu, styrkja heimavéin öll. Blikar stál í breiðum förum, bjart er yfir huga sveins, er nú sætir kostakjörum: klýfur þúfu, er stóð til meins. Leggur strengi léttum tökum líkt og moldin sjóði um stafn, beitir afli og æskurökum, yrkir í svörðinn trú og nafn. GNÝBLÁSARINN Miklu erfiði af er létt, ennþá hækkar bóndinn sinn rétt og eykur sinn orkuhróður, baslinu við að bera upp hey bægir hann frá sér og segir nei – blásarinn Gnýr er góður. Föngum hann þeytir með gusti í gafl, gríðarlegur er hraði og afl, þó tóftin sé tólf faðma hlaða. Gott er að nýta glæsilegt verk, gaman er hleðst upp í sperrukverk ilmandi angantaða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.