Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 128
SKAGFIRÐINGABÓK
128
Mér sýnist þó að betur hefði mátt velja
úr kvæðunum fyrir útgáfu, enda eru
þau nokkuð misjöfn að gæðum.
Áhugi Árna á framförum í land
búnaði kemur sérstaklega fram í
kvæð um hans um vélar og tækni. Þar
lofsyngur hann ýmsar tækninýjungar
þess tíma, sem mörgum mönnum
væri víðs fjarri að lofa í dag. Eða hver
mundi núna lofsyngja skurðgröfuna
sem ræsir fram mýrar? Hér eru brot úr
fyrstu ljóðabók hans, Mold.
SKURÐGRÖFUSÖNGUR
Heyrir þú skurðgröfuskröltið
og skellina austur í mýri?
Þar starfar hið unga Ísland. –
Ættarmálmurinn dýri
– landnámsbóndinn, sem býr þar
við bylting og ævintýri,
hann er að helga sér landið
með hendur á sveif og stýri.
Kátt er nú víða í koti,
koti, er varð að garði
háum að húsakosti,
hærri að sæmd og arði.
Blessað skurðgröfuskröltið
skemmtir nú víða um sveitir.
Þetta er lofsöngur lífsins
um landið sem Ísland heitir.
JARÐÝTAN
Dráttarvél á beltum breiðum
búin er til vinnu í dag.
Nú skal stefna að nýjum leiðum,
nú skal kveða snjallan brag:
Stálið bjarta stýfa marga
stóra þúfu, fella garð,
steinum lyfta og leggja karga
lágt að velli um holt og barð.
Stígur drengur röskt á ræsi,
reyndum tökum glæðir vél,
hugar að, hvort haldi og læsi
hemlar og tengsli fljótt og vel.
Fyrir bensínleiðslu lokar,
lætur dísil taka skrið.
Ýtiblaði ofar þokar,
allar spyrnur nema við.
SKERPIPLÓGURINN
Hér er gengið vel að verki,
viðamikla strengi sker
plógurinn jötunstóri, sterki,
stefnan nýja mörkuð er:
Djúpt skal plægja teig til töðu,
tökum stórum rækta völl,
lyfta steinum, stækka hlöðu,
styrkja heimavéin öll.
Blikar stál í breiðum förum,
bjart er yfir huga sveins,
er nú sætir kostakjörum:
klýfur þúfu, er stóð til meins.
Leggur strengi léttum tökum
líkt og moldin sjóði um stafn,
beitir afli og æskurökum,
yrkir í svörðinn trú og nafn.
GNÝBLÁSARINN
Miklu erfiði af er létt,
ennþá hækkar bóndinn sinn rétt
og eykur sinn orkuhróður,
baslinu við að bera upp hey
bægir hann frá sér og segir nei
– blásarinn Gnýr er góður.
Föngum hann þeytir með gusti í gafl,
gríðarlegur er hraði og afl,
þó tóftin sé tólf faðma hlaða.
Gott er að nýta glæsilegt verk,
gaman er hleðst upp í sperrukverk
ilmandi angantaða.