Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 134

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 134
SKAGFIRÐINGABÓK 134 for eldrar hans voru Jón Bjarnason frá Neðri­Bakka í Miðfirði og Jófríður Hall grímsdóttir, Péturssonar á Aðal­ bóli, Péturssonar á Torfustöðum, bróð ur Hallgríms sálmaskálds. Móðir Einars var Hallfríður Einarsdóttir, Jónssonar bónda á Silfrastöðum í Blönduhlíð. Eignuðust þau hjón sex börn, er upp komust, og var Einar elst ur. Yngri voru m.a. systurnar Ingi­ ríður, Jófríður, Ingibjörg og Guðrún, og eru afkomendur frá þeim komnir. Einar ólst upp hjá foreldrum sínum á Uppsölum, en á þriðja ári varð hann fyrir alvarlegu áfalli, er hundur föður hans beit hann í höfuðið, svo við bana lá. Var hann lengi að ná heilsu og sáust á honum ör alla ævi. Tveimur eða þremur árum síðar beit sami hund ur hann í hægri hönd og sködd­ uðust tveir fingur, næstir þumal fingri. Var illa búið um og urðu fingurnir aldre i að fullu heilir. Ljóst er af þessu, að litlu hefur munað, að áföll þessi, svo ótrúleg sem þau eru, yrðu drengn­ um unga að aldurtila. Engar nánari skýringar gefur Einar á þessum at­ burðum. Á tíunda ári fluttist Einar með foreldr um sínum að Hafgrímsstöðum í Tungu sveit. „Hafði hann lítið yfir­ læt i og var smár vexti, iðinn við störf, þögull oftast, nokkuð stríðinn í orðum og var kallaður mjög óvitur“, segir hann í ævisögunni. (Í ævisögunni talar Einar um sjálfan sig í 3. persónu og mun ég halda þeim hætti). Eftir þriggj a ára veru á Hafgrímsstöðum fóru foreldrar hans búferlum að Brúnastöðum, næsta bæ. Var Einar þá sagður vera tveimur árum yngri en hann var, „því ekkert kunni hann í kristnum fræðum.“ Prest ur á Mælifell i var um þessar mund ir sr. Bjarni Jóns­ son (1733–1809). Honum er svo lýst, að hann væri einarður maður og hrein­ skilinn og mikilmenni í lund og hætt i.1 Einhverju sinni eftir messu brá Bjarni prestur þeim hjónum á ein­ mæli og nefndi við þau með hægð, að sonur þeirra liti ekki rétt vel út, þyrfti að kenna honum eitthvað að lesa og líka klæða hann betur en hingað til hefði verið gjört. Þau tóku þessu fá­ lega og þykktust við, og síst bötnuðu kjör Einars við þetta. Hugði Einar, að Bjarni prestur hefði gjört þetta til að spilla fyrir sér, og var ekki trútt um, að hann bæri kala til prests upp frá því. „Ól líka Eiríkur prestur mjög á þeim grun“, segir Einar í ævisögu sinn i. Eiríkur prestur, sem hér um ræðir, var Bjarnason frá Djúpadal í Blönduhlíð, aðstoðarprestur sr. Bjarna frá 1794 og bjó á Hafgrímsstöðum. Lítil vinátta virðist hafa verið milli þeirra kolleganna, ef marka má fyrr­ nefnda tilvitnun í ævisögunni og aðrar heimildir. Í Sögu frá Skagfirðingum seg­ ir: „Bjarni prestur á Mælifelli tók þá mjög að hrumast og eldast, tók þá að hefjast óþóknan hans við Eirík prest, kapellán sinn, er leiddi til langs ó þokk a síðan.“2 Eiríks prests er ann ars helst að geta vegna viðskipta hans við Jörgen Jörgensen, hæstráðanda til sjós og lands, sumarið 1809, er Jörg ensen og menn hans komu við á Hafgríms­ stöðum á suðurleið frá Eyjafirði. Heimtaði Jörgensen hesta af Eiríki til ferðarinnar, en hótaði að brenna bæinn ella. Sá Eiríkur prestur sér leik á borði, léði honum hesta og gaf honum að auki reiðhest sinn gegn því loforði, að hann fengi Mælifell, sem hann hafði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.