Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 137
„SKRIFARA LENGI LIFIR LOFIÐ MOLDUM OFAR“
137
ásamt nokkrum rímum af Tryggva
Karls syni. Nágranni Einars, Tómas
bóndi Jónsson í Þorsteinsstaðakoti,
skrifaði rímurnar upp fyrir hann. „Var
svo þetta blaðarusl frá honum [þ.e.
Ein ari] tekið og fékk hann það aldrei
aftur nema Randversrímurnar, þó er
nokk uð úr þeim týnt“, segir hann.
Um Randversrímurnar mun fjallað
síð ar í þessari grein.
Svo virðist sem Eiríkur prestur hafi
snemma gert sér ljóst, hvað í unga
piltinum bjó. Bauðst hann til að kenn a
Einari undir skóla og útvega honum
skólavist að því búnu og án nokkurs
endurgjalds, en faðir hans aftók það
með öllu „og kvað honum nær að
smal a fyrir sig kindum sínum.“ Úr
skólanámi varð því ekkert. „Dó hann
þá litlu síðar,“ segir Einar um föður
sinn. Annað hefur hann ekki að segja
um föðurmissinn. Samkvæmt kirkju
bók dó Bjarni 29. mars 1800, sextug
ur að aldri. Eiríki presti fórst vel við
ekkjun a og börn hennar og studdi að
því, að þau gátu verið áfram á
Brúnastöðum, en slepptu að hans ráði
parti þeim af jörðinni, sem Bjarni
prestur átti yfir að ráða, en Mælifells
kirkja átti helming í Brúnastöðum.
Byggði sr. Bjarni þann hluta öðru
fólk i. Gefur Einar í skyn, að tvíbýlis
fólkið hafi átt í nokkr um illdeilum,
„en aldrei tók sonur ekkjunnar [letur
breyting höfundar] neinn hlut í
orðasemi þeirri er fram fór“, segir
hann, en studdi af megni móður sína.
Hvergi minnist Einar á systur sínar,
en trúlega hafa öll börnin fylgt
móðurinni. Segir þó, að móðirin, þótt
fátæk væri „og hafði ómaga nokkr a
fram að færa, var vel kunnandi til
hand a og þáði aldrei neitt af sveit.“
Bjó móðir Einars á Brúnastöðum, þar
til hún lést vorið 1807 (kirkjubækur
segja 6. maí 1808), var Einar þá 25 ára
að aldri. Þá lá leiðin til vandalausra,
svo sem venja var undir slíkum
kringum stæðum.
Fullorðinsár og störf
Eftir lát móður fór Einar að Starra
stöðum til Ásmundar Þorleifssonar
bónda þar og var með honum fjögur
ár. Ásmundur átti dóttur, Jórunni að
nafni, og álitu sumir, að Einar ætti
vingott við hana, „þó var það ekki
langgætt“, segir hann sjálfur og ekki
laust við að kímni gæti í orðunum.
Þaðan lá leiðin að Goðdölum til Jóns
prests Jónssonar, biskups Teitssonar,
og hjá honum var Einar í vinnu
mennsku í átta ár. „Jón prestur var
ágætis maður fyrir flestra hluta sakir“,
segir Einar. Frá Goðdölum fór Einar
aftur að Starrastöðum og nú til Sigur
laugar Árnadóttur, sem þar bjó, ekkju
Bjarna prests á Mælifelli, en Sigurlaug
var ættuð frá Nautabúi þar í sveit,
þriðja kona sr. Bjarna. Er líklegt, að
Einar hafi verið eins konar ráðsmaður
hjá henni um sjö ára skeið, „samdi
þeim um flest, hún var vel að mörgu.“
Á Starrastaða árunum eignaðist Einar
soninn Guðmund með Bergljótu
Jónsdóttur á Hömrum, dóttur Jóns
Tómassonar bónda þar, sem var afa
bróðir dr. Gríms Thomsens. Ekki varð
meira úr sambandi þeirra, en Bergljót
giftist síðar Einari Stefánssyni frá Sól
heimum í Blönduhlíð.
Guðmundur Einarsson var fæddur á
Starrastöðum 27. desember. 1823, en
lítið er vitað um æskuár hans, nema
faðir hans segist hafa alið hann upp og