Skagfirðingabók - 01.01.2012, Side 143
„SKRIFARA LENGI LIFIR LOFIÐ MOLDUM OFAR“
143
Ekki bar hann þó bein Einars „burt frá
Mælifelli“, heldur út að Mælifelli, þar
sem hann var jarðsettur sunnan undir
kirkjugarðsvegg gömlu torfkirkjunn
ar á Mælifelli, er þar stóð skammt
aust ar en núverandi kirkjuhús, um
lukt hringlaga torfgarði. Varðveist
hef ur mynd af kirkju þessari máluð af
hinum franska Auguste Mayer sumar
ið 1836, er hér var í fylgd með Paul
Gaimard í Íslandsleiðangri hans, sem
hafði viðdvöl á Mælifelli. Aðeins hálfu
ári síðar, eða í marsmánuði 1857, var
dóttirin Guðbjörg jarðsett við hlið
föður síns og settur einn legsteinn á
leiði beggja. Er legsteinninn talinn
vera úthöggvinn af þeim kunna stein
smið, MylnuKobba, og meðal elstu
verka hans.
Skáld og fræðimaður
Mun ég nú þessu næst víkja nokkr um
orðum að þeim þætti í ævistarfi Einars
Bjarnasonar, sem lengst mun halda
nafni hans á lofti, sem er skáld skapur
og fræðastörf. Eins og fram hef ur
komið, varð Einar ekki að fullu læs og
skrifandi fyrr en um tvítugs aldur, en
hafði þá þegar, eða fyrir ferm ingu, ort
þrjá rímnaflokka, sem sýnir, svo ekki
verður um villst, að hann var strax í
bernsku búinn að ná góðum tökum á
skáldamálinu, svo ótrúlegt sem það
kann að virðast. Mest ar að umfangi
munu vera rímurn ar af Randveri fagra
og Ermingerði, sem eru sjö talsins og
varðveittar í handriti í Landsbókasafn i.
Raunar eru Randversrímurnar, eins og
fram hefur kom ið í ævisögunni, hið
eina sem hann fékk til baka, er „þetta
blaðarusl hans“ var frá honum tekið,
eins og hann kemst að orði. Í rímum
þessum virðist hann sækja sér yrkis
efni til Ítalíu, líklega í fornar róm
versk ar riddara sagnir, sem ég hef ekki
haft tök á að kanna, en líklega hefur
hann skrifað þær upp eftir einhverju
handriti. Vil ég nú bregða hér upp
nokkrum erind um úr upphafskafla
rímnanna til að sýna, hversu örugg
tök hinn ungi dreng ur hefur haft á
viðfangsefni sínu. Þar byrjar hann
eiginlega á að kynna sjálfan sig til sög
unnar, áður en hann fer að yrkja um
hin suðrænu ævintýr. Þar segir hann:
Mér hefur enginn maður kennt
mærðar vefinn laga,
af því hlýt ég engva mennt
alla lífs um daga.
Ýmsum veitir út um heim
auðnan margföld gæði,
en ég á hvorki auð né seim
utan lasin klæði.
Hugást rúinn heims um gólf
hölda og sviptur lofi,
ég er búinn árin tólf
á aldar flækjast hrofi.
Má svo greina máls af Hrólf
meiðum Kraka sáða,
ég hvort lifi önnur tólf
einn má Drottinn ráða.
Mun ég reynast mennta fár
frá meiðum Grana klyfa,
Þó ég lifi í ótal ár,
aldrei læri að skrifa.
Samt skal út á Sónarhaf
setja Hleiðólfs knörinn,
þó hann komist aldrei af
og engin fáist vörin.
Vart er annað hægt en að finna dapur
leikann í þessum skáldskap og kenna