Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 147

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 147
„SKRIFARA LENGI LIFIR LOFIÐ MOLDUM OFAR“ 147 Espó líns, sem fékk Skaga fjarðarsýslu árið 1802. Fram hefur kom ið, að Einar afritaði margt eftir Espólín og sýndi honum fyrstum manna drög sín að Fræðimannatalinu, sem hann vildi ei, að Einar „forka staði“. Saman unnu þeir að hinu mikla verki Sögu frá Skag­ firðingum, heim ildarriti í árbókarformi 1685–1847, sem gefið hefur verið út í fjórum bind um (1976–1979). Er tal­ ið, að Espólín sé höfundur verksins frá upphafi til dauðadags 1836, en Einar þá tekið við og lokið verkinu. Einar mun raunar hafa skrifað alla Skag­ firðingasöguna upp og aukið nokkru við hana. Telja fróðir menn sig geta greint höfundareinkenni Einars á hans hluta verksins. Svo segir Einar í Skag­ firðingasögunni, er hann fjallar um skyndilegt fráfall Espólíns sumarið 1836: „Nú skal í fám orðum greina fráfall þess manns, er einna mestur hef ur fræðimaður á Íslandi verið bæði að fornu og nýju, þar með trúmaður mikill og flestum mönn um frómlynd­ ari og um hvar vetn a vel farinn, en það var sýslumaður Espólín.“ Getur Einar þess síðan, að Espólín hafi þá um sumarið í júlí mánuði lokið við að snúa á íslensku útleggingu sinni á Opin­ berunarbók Jó hannesar guðspjalla­ manns, sem hann hafði áður ritað á dönsku, en færði nú yfir á norrænu „að tilmælum Einars, er fyrrum var að Starra stöðum [leturbr. höfundar] og fékk honum bók þá, er þeir fundust síðsta sinni. Þó hélt Einar ei bók þeirr i, er sýslumaður féll frá.“8 Síðan segir Einar frá andláti sýslumanns við Réttarholt og grein ir frá útför hans frá Flugu mýrarkirkju. Tilvitnun þessi seg ir meira en mörg orð um samstarf og vináttu þessara tveggja fræðijöfra, en auðheyrt er, að Einari fellur miður að geta ekki haldið Opinberunar­ bókinni. En um það hefur hann vænt­ anlega ekki haft mikið að segja. Óhætt mun að segja, að samvinna þeirra fræðimannanna þriggja hér í Skagafirði, Espólíns, Einars og Gísla hafi borið ríkulegan ávöxt á akri fræð­ anna, og munu slíks ekki mörg dæmi á þeirri tíð. Fjórði maðurinn er svo sr. Jón Konráðsson, frændi Gísla Kon­ ráðssonar. Segja má e.t.v. að þessir menn hafi myndað eins konar fræða­ skóla og skipt með sér að ein hverju leyti verkum undir forystu Espó líns. Gísli ritaði t.d. svokallaða Húnvetninga­ sögu, mikið verk í annálsformi (útgefin 1998) að áeggjan Espólíns, sem raunar skrifaði frumdrög hennar, sem Gísli síðan endurbætti og lauk við. Sama munstur virðist eiga við um Sögu frá Skagfirðingum, sem Espólín byrjaði, en Einar Bjarnason lauk við. Bæði ritin eru hvað byggingu snertir mótuð eftir Árbókum Espólíns, sem hann lauk við um 1830. Erfitt mun að fullyrða, hver sé nákvæmlega hlutur hvers og eins í söguritum þessum, en víst er, að þar er hlutur Einars Bjarnasonar stór og e.t.v. meiri en margan grunar. Niðurlag Einar Bjarnason sætti þeim örlögum að vera uppi á þeirri öld, þegar talið var að bókvitið yrði ekki í askana látið. Síðari hluti 18. aldar og fyrri hluti hinnar 19. voru engir sældartímar í lífi þjóðar. Einar fæddist rétt í þann mund, er móðuharðindin gengu í garð, einhver mesti hörmungartími, sem yfir Ísland hefur gengið, þegar rignd i eldi og brennisteini og menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.