Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 148

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 148
SKAGFIRÐINGABÓK 148 og skepnur hrundu niður í stórum stíl úr hungri og harðræðum og margar byggðir lögðust í eyði. Þar við bættist slæmt stjórnarfar, verslunareinokun og margs kyns áþján. Lífsbaráttan var hörð og miskunnarlaus, oft aðeins spurning um að lifa af. Það var því tal­ in meiri þörf á „að smala kindum“ en liggja yfir bókum. Einar gekk á hólm við tíðarandann, knúinn áfram af brenn andi löngun til fróðleiks og skrifta, og hlaut fyrir það vafalaust ekki lof hjá öllum, eins og fram hefur komið. Hlutskipti hans var að nota stopulan frítíma og sitja uppi um næt ur, meðan aðrir sváfu, við skriftir sínar og fræðagrúsk, en taka svo til við erfiðisvinnu að morgni. Í huga nú­ tímamannsins hljóta slíkar aðstæður að teljast ómanneskjulegar. Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður, tókst honum að skila af sér miklum arfi á fræðasviðinu og forða frá glötun margs konar fróðleik, sem er aðgengilegur enn í dag. Fyrir það stöndum við öll í þakk­ arskuld. Það hefur verið fremur hljótt um minningu Einars Bjarnasonar. Kannsk i galt hann þess að hafa ekkert „nafn“ eða embætti eins og sum fyrri tíðar skáld, vera ekki einu sinni titl aður bóndi, heldur aðeins vinnumaður eða húsmaður og þar af leiðandi mikið upp á aðra kominn með lífsviðurværi. Hann barst ekki mikið á í lífinu. Engu að síður skipar hann sér í flokk hinna bestu alþýðuskálda og fræðimanna okk ar lands. Mér er ljóst, að ritsmíð þessi er eng­ in tæmandi lýsing á ævistarfi Einars Bjarnasonar. Til þess þyrfti meiri rann­ sóknir og heimildavinnu, en hafi mér tekist að varpa örlitlu ljósi á ævi og störf þessa einstaka eljumanns, þá er tilganginum náð. Að lokum vil ég þakka Unnari Ingvarssyni, skjalaverði, fyrir veitta aðstoð og góð ráð. Ég lýk þessu greinarkorni með vísu, er einn kunningi Einars vestur á landi á að hafa ort, er hann frétti lát hans: Kunnur er mér að minni, merkur fræðasterkur, féll Einar í elli í eyðu vora að leiði, maður afar iðinn, áður sögur skráði, skrifara lengi lifir lofið moldum ofar. Heimildaskrá Aðalheimild: Ævisaga Einars Bjarnasonar rituð af honum sjálfum framan við Fræði­ mannatal hans. Auk þess upplýsingar úr prestsþjónustubókum Mælifellsprestakalls og munnlegar heimildir. 1. Sr. Ágúst Sigurðsson: Mælifell, Forn frægðarsetur, Rvík 1976, bls. 224. 2. Saga frá Skagfirðingum, II. bindi, Rvík 1977, bls. 17. 3. Dr. Valtýr Guðmundsson: Guðmundur Einarsson. Eimreiðin XIV, Rvík 1907, bls. 180–183. 4. Gísli Konráðsson: Saga Skagstrendinga og Skagamanna, Rvík 1941, bls. 180. 5. Sýslu­ og sóknalýsingar Hins íslenzka bók­ menntafélags 1839–1873, II bindi, Skaga fjarðarsýsla, Rvík 1954, bls. 79. 6. Sýslu­ og sóknalýsingar II, Rvík 1954, bls. 79. 7. Gísli Konráðsson: Saga Skagstrendinga og Skagamanna, Rvík 1941, bls. 179. 8. Saga frá Skagfirðingum, III. bindi, Rvík 1978, bls. 61.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.