Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 156

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 156
SKAGFIRÐINGABÓK 156 ég úteftir að morgni og heim að kvöld i. Ekki voru margir í bekk í þessum skólum. Á einum þessara bæja vorum við aðeins tveir nemendur, ég og dreng urinn, uppeldissonur hjónanna. Á gamals aldri heyrði ég föður minn segja að leiðinlegast hefði sér þótt að kenna kristinfræði. Drengnum, sem ég gat um, þótti víst einnig leiðin­ legast að læra þau fræði. Á fullnað­ arprófi var hann spurður úr hverju Eva hefði verið sköpuð. „Hún var sköpuð úr hafri“, svaraði drengurinn. Ekki vildi prófdómarinn fallast á þetta og nefndi rif. „Nú, mig minnti endilega að hún væri sköpuð úr hafri, helvítis kellingin“, svaraði drengurinn. Mikið var faðir minn búinn að hlæja að þessu síðar, og sagði: „Ég held það sé sama hver helvítis vitleysan er.“ Eitt sinn sat þessi skólabróðir minn, ásamt mér, úti í fjósi. Við vorum að læra kverið. Ekki sátum við á sama stað, svo að við trufluðum ekki hvort annað. Allt í einu heyri ég bölv og ragn og hávaða. Ég fer þá að athuga hvað sé um að vera og sé þá að dreng­ urinn lætur höggin dynja á einni kúnn i. Hann hafði vikið sér eitthvað frá og lagt kverið á slá milli bása og kýrin hafði etið part úr kverinu. Hún var að taka út refsingu sína. Nú datt mér í hug, og drengnum sennilega líka, að hann mundi sleppa við að læra þennan kafla sem kýrin át. En faðir minn skrifaði hann upp og saumaði inn í kverið. Nokkru síðar heyrði ég að fóstra drengsins var að ávíta hann fyrir lélega frammistöðu við að læra kverið. „Mér er ómögulegt að lesa þett a sem skrifað er“, svaraði dreng­ urinn. „Það hefur nú ekki hingað til þótt erfitt að lesa skriftina hans Bryn­ jólfs“, svaraði fóstra hans. Nú kemur eyða í minningarnar þar til 11. júlí 1918. Ég stóð í fjósinu á Gilsbakka. Aldís móðursystir er að plokka Drangeyjarfugl og ég er að þvælast í kringum hana. Hún biður mig að fara inn og vita hvernig mömm u líði. Ég geri það og sé að mamma er óvenjulega rauð í andliti. Hún er að færa ókunnugri konu kaffi inn í baðstofu. Ég fer út í fjós og segi Aldísi fréttirnar. Nú líður einhver stund og aftur send ir hún mig inn í sömu erinda­ gjörðum. Þá er mamma háttuð ofan í rúm og farin að hljóða. Mér líst nú ekki á blikuna og hugsa. Hún lifir þetta ekki af. Þetta segi ég Aldísi og ég undrast að hún tekur þessu eins og sjálfsögðum hlut. Nú sendir hún mig inn í þriðja sinn og þá er mamma hætt að hljóða og pabbi krýpur á gólfinu framan við rúm hennar. En í næsta rúmi liggur lítil mannvera, helblá, og mér er sagt að þetta sé systir mín. Ekki var ég neitt upp með mér við þá frétt. Ljósmóðirin sagði að naflastreng­ urinn hefði verið vafinn um hálsinn og þess vegna væri hún svona blá. Seinna frétti ég að mamma hefði farið út og reynt að hlaupa svo að ljósmóðirin þyrfti ekki að bíða eins lengi. Það er við hæfi að ljúka hér þessari samantekt með vísu eftir Guðborgu, þá er þarna leit dagsins ljós. Hjartað kætir, hressist önd, hugarangur víkur, þegar mamma mjúkri hönd mína vanga strýkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.