Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 167
HROSSIN Í HÓLABYRÐUNNI
167
aðstæðum var ákveðið að halda sig við
fyrstu hugmyndina, þ.e. moka slóð í
krákustígum upp brattann og fara
með hestinn upp eftir henni. En sá
möguleiki var reifaður að hestarnir
styggðust þegar þeir sæju tilstandið
og gætu skapað hættu fyrir björgunar
mennina. Því voru tveir menn sendir
upp með heypoka í þeirri von að heyið
og návist mannanna héldi þeim róleg
um.
Björgunarmenn vopnuðust hjálm
um, mannbroddum og skóflum og
hóf ust ótrauðir handa að höggva slóð í
frerann. Töluverður kuldabelgingur
var og rak á með hviðum, en að mestu
úrkomulaust. Þrátt fyrir að hestarnir
væru fremur rólegir máttu þeir ekkert
hreyfa sig án þess að undan þeim yltu
steinar og klakahröngl sem hentist
niður og skapaði mikla hættu fyrir
mennina sem gættu þess að vera á
varðbergi. Verkið sóttist vel og var
aðeins eftir stutt ófarið þegar skyndi
lega varð mikill órói í folunum og þeir
fóru að ryðjast um, sem endaði með
því að þeim tókst með einhverjum
hætti að færa sig það mikið til á
brúninni að ekki var möguleiki að ná
til þeirra af slóðinni sem þegar hafði
verið lögð. Þegar kyrrðist var því
breytt um stefnu í efsta hlutanum og
tókst án frekari truflunar að moka slóð
að hópnum.
Neðan við brattann biðu þeir til
búnir hesturinn Elvar og Jóel Svan
bergsson nemandi á Hólum, alvanur
björgunarsveitarmaður frá Akureyri,
sem bauðst til að teyma hestinn upp
slóðina. Ljóst var að þetta var mjög
hættulegt, einkum ef hestarnir hröp
uðu niður og tækju Jóel með sér.
Hann var því festur við línu og menn
sendir upp í fjallið utan við hættu
svæðið til að tryggja festu þar svo Jóel
hefði möguleika á að sleppa taumnum
og hlaupa út á svellið ef til kæmi.
Jóel lagði nú af stað og fylgdi Elvar
honum ótrauður. Þeim sóttist ferðin
vel, þurftu þó stundum að víkja sér
undan hruni, en engu skaðlegu. Þegar
upp kom höfðu björgunarmenn þar
einnig lagt við Blíðar, eina folann sem
var taumvanur og í eðli sínu rólegur.
Þeir félagar blésu mæðinni stutta
stund og hestarnir fengu að heilsast.
Þegar þarna var komið voru taugar
manna þandar því nú reið á að allt
gengi upp og engin hræðsla kæmi í
hópinn þegar niðurferðin hæfist.
Hægt og varlega fetuðu mennirnir
með taumhestana sig af stað niður
slóðina og þá byrjuðu ósköpin!
Folarnir, sem voru orðnir kaldir og
stirðir, ruddust af stað þegar undan
komuleiðin opnaðist og í einni svip
hendingu misstu þrír fótanna og
hröp uðu niður hlíðina. Þessi augna
blik líða þeim seint úr minni er til
sáu. Vesalings skepnurnar tókust á
loft og endasentust algerlega bjargar
lausar allt þar til brattinn minnkaði
og stöðvuðust loksins ekki fjarri skóg
rækt argirðingunni. Þetta var óhugn
an legt að horfa á, en því miður það
sem við höfðum búist við að gæti gerst
eftir að hafa séð hestinn hrapa kvöldið
áður. Meðal annars þess vegna tók ég
ekki þátt í björgunaraðgerðunum
sjálf um, en beið fyrir neðan og hraðaði
mér nú á staðinn þar sem tveir hest
anna voru enn með lífsmarki og aug
ljóslega ekkert hægt að gera annað en
aflífa þá strax. Hópurinn var kominn
af stað og um stund leit út fyrir að þeir
ætluðu að lesta sig í rólegheitum, en