Skagfirðingabók - 01.01.2012, Síða 181
181
Móðir mín, Indíana Sveinsdóttir, var
ein af fimmt án börnum Margrétar
Þór unnar Árnadóttur og Sveins Gunn
arssonar á Mæli fellsá. Á því fjölmenna
heimili var mörg skjátan skorin við
trog og af helmingi fleiri kindarvölum
var kropp að. Móðir mín var sú eina
þar, sem safnaði völunum í gamalt
koffort. Þjóðtrúin sagði henni að sá er
ætti margar sauðarvölur mundi verða
sauðmargur í sínum búskap. Þegar
hún fór í vist til Akureyrar 19 ára göm
ul tóku systkini hennar að sér bú
stofninn sem týndi allverulega töl unni
við það, svo að jafna mátti við hor felli
harðindaár anna. Þegar mamm a kom
heim hófst smalamennska mikil, en
heimtur urðu slæmar svo að hún tók
til við söfnun að nýju og hóf sjálf bú
skap að Mæli fellsá með Hallgrími föð
ur mínum. Þá eignuðust þau lítinn og
fallegan strák sem allir þráðu að yrði
stórbóndi, svo að mamma gaf mér all
ar völurnar í tannfé. Þá voru þær 300
talsins.
Ég gætti þeirra vel og jók við stofn
inn þó að hægt gengi, lagði mig þó
eftir því eins og hægt var. Stundum
ANDRÉS H. VALBERG
SAGA VALNASTAKKSINS
____________
Í minjasafni Andrésar H. Valberg, sem varðveitt er í Minjahúsinu á Sauðárkróki, er vesti mik ið,
eins konar brynja gerð úr sauðarvölum. Andrés var fæddur 15. október 1919 en lést 1. nóvem
ber 2002, 83 ára að aldri. Grein þessa ritaði hann sem uppkast er hann lá á hjartadeild Land
spítalans í desember 1990. Ritstjórn Skagfirðingabókar hefur á nokkrum stöðum lagfært
orðalag, fellt út lítilsháttar og endurraðað málsgreinum til betra samhengis. Hér rekur Andrés
tilurð valnastakksins sem hann gerði að fyrirmynd úr Hellismannasögu, þar sem segir frá
kapp anum Valnastakki.
Samkvæmt íslenskri þjóðtrú mátti nota sauðarvöluna til spásagna. Var þá farið með völu
þuluna og jafnframt viðhafður gjörningur. Þulan er til í einhverjum afbrigðum en algengasta
útgáfan er svona: Segðu mér nú spákona mín sem ég spyr þig að. Ég skal með gullinu gleðja þig og
silfr inu seðja þig, ef þú segir mér satt, en í eldinum brenna þig og keytunni kæfa þig ef þú segir mér ósatt.
Gjörningurinn var þessi: Taka skal völuna í lófann og fara með þuluna á meðan henni er snúið
rangsælis yfir höfðinu. Því næst er spurningin lögð fram. Þá láta sumir völuna á ennið eða koll
inn og halla sér síðan fram svo hún detti, aðrir opna bara lófann. Svarið blas ir við eftir því
hvernig hún lendir og hvort lendingarflöturinn er sléttur eða ekki. Snúi kryppan upp segir
hún já. Snúi hún niður segir hún nei. Lendi hún á annarri hliðinni segist hún ekkert vita, en
snúi annar endinn upp (sem er mjög sjaldgæft) segir hún viðkomandi að honum (henni) komi
svarið ekki við. H.P.