Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 184
SKAGFIRÐINGABÓK
184
Barnaskóla Sauðárkróks fékk ég svo
nefndan trillubor og þá gekk betur.
Svo liðu árin og þegar ég var 17 ára
fékk ég skipavinnu með því skilyrði
að vera í lestinni og stúa síldartunn um
á móti heljarmenninu Lárusi Runólfs
syni. Það var ójafn leikur því það verk
hafði ég aldrei séð áður. Þá kallaði
Lárus til mín: „Þú átt að stúa þeim
hálft í hálft, annars hrynur stæðan.“
Þegar ég hafði náð réttri aðferð var
eins og hvíslað að mér: „Hálft í hálft,
þræða saman völurnar, framendi,
aftur endi, alltaf til skiptis“, þá væri
gátan ráðin.
Enn liðu nokkur ár í þrotlausu erfiði
og þrældómi sem endaði með því að
ég fluttist til Reykjavíkur og tók
völurna r með mér. Þá fékk ég raf
magnsborvél og boraði allar völurnar á
skömm um tíma og þræddi þær saman
með þrísnúnum trolltvinna sem var
hampsnæri. Þegar ég var hálfnaður var
snærið nuddað í sundur svo ég skar
allt úr aftur og keypti mér plastvarinn
rafmagnsvír og það gekk mjög vel. Ég
fór í stakknum á mannfagnað til að
skemmta. Eftir þá ferð hafði tognað
svo á vírnum að ég varð að klippa hann
úr og hugsa allt upp á nýtt. Þá fann ég
silfurbenslavír sem var harður og
óþjáll. Þá rann stakkurinn saman og
hefur dugað á kall í 40 ár þótt ég hafi
marga hildi háð í honum, bæði við
yrkingar og kveðskap á skemmtunum
víða um land.
Á skemmtistöðum hef ég oft gengið
um sali, lofað fólki að þreifa á stakkn
um og skoða hann. Hafa margir hrifist
af hugmyndinni, sérstaklega útlend
ingar, og margar hafa myndirnar verið
teknar. Einn veturinn var ég í Naust
Kálfarádalur á seinni búskaparárum Hallgríms Valberg 1935–1942. Til hægri eru sam-
stæðu fjárhús sem Hallgrímur byggði á árunum 1925 og 1927, en sumarið 1923 hafði
hann endurbyggt bæinn. Ljósm.: Jón N. Jónasson.