Skagfirðingabók - 01.01.2012, Page 189
189
Baldvin Jónsson og fjölskylda
Þá nefni ég Baldvin, son Jóns frá
Hamri og Tryggvinu. Hann átti
heim a á efri hæðinni í Höepfner ásamt
unnustu sinni, Nönnu Soffíu Páls
dóttur, og syni þeirra kornungum sem
heitir Karl. Þegar Baldvin eitt sinn
var að henda akkerinu aftur af báti sín
um í höfninni á Króknum flæktist
hann í keðjunni og fór niður með akk
erinu og drukknaði. Þessi atburður
átti sér stað sumarið 1942. Nanna bjó
síðan ein með barnið þarna á loftinu
um nokkurn tíma en fluttist síðan
suður með sjó í Hafnirnar og átti þar
heima um margra ára skeið, er nú bú
sett í Reykjavík.
Sveinbjörn Jóhannesson og fjölskylda
Þá bjuggu í húsinu um eins eða
tveggj a ára skeið Sveinbjörn Jóhann
esson verkamaður og kona hans Ólína
Sigfúsdóttir. Einnig var þar heimilis
föst dóttir þeirra Emilía og sonur
henn ar Hörður Hafsteinsson, sem fædd
ur er 1943. Um þetta fólk hef ég lítið
að segja. Emilía mun hafa flutt stuttu
seinna til Akureyrar, stofnaði þar
heimil i og gifti sig. Ég man að Jó
hannes Geir listmálari teiknaði mjög
skemmti lega mynd af Sveinbirni.
Ágúst Sigtryggsson og fjölskylda
Um tíma áttu heima í Höpfner Ágúst
Sigtryggsson, fæddur 1901, og Sum
arrós Guðmundsdóttir, fædd 1903.
Hún var dóttir Guðmundar og Stef
aníu í Salnum. Ágúst var ættaður frá
Seyðisfirði. Þau Ágúst og Sumarrós
kynntust í Reykjavík og byrjuðu bú
skap þar, en flytjast síðar á Krókinn,
trúlega 1935, og Ágúst fer að róa með
bræðrum Sumarrósar, þeim Helga og
Sigga í Salnum. Einnig var hann á
þessum tíma talsvert á togurum sem
kyntir voru með kolum, og var hann
jafnan kyndari um borð. Sumarrós
vann utan heimilis ef vinnu var að fá.
Fór hún í síld á sumrin þegar landað
var á Króknum, en það var stopult.
Einnig vann hún í sláturhúsinu á
haustin. Fjölskyldan flytur svo til
Reykjavíkur 1939 eða 1940. Fóru þau
með Súðinni suður. Ágúst sigldi öll
stríðsárin á línuveiðaranum Jökli frá
Hafnarfirði, en útgerðin keypti fisk af
fiskiskipum hér við land og seldi síðan
í Fleetwood á Englandi. Árið 1945
varð Ágúst fyrir því slysi að lenda í
ketilsprengingu um borð í skipi og lét
hann þar lífið. Þau hjón eignuðust
fjögur börn.
Sveinbjörn Jóhannesson.
Teikning: Jóhannes Geir.
Eigandi: Birna Guðjónsdóttir.
NOKKRIR GÓÐIR GRANNAR Í HÖEPFNERSHÚSI