Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 2

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 2
Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310. "Heilsuárið 2016 hefst með heilsublaði 8 janúar. Með blaðinu fylgir sérblað um heilsurækt og næringu sem og veg- legur kafli í aðalblaðinu um ýmis spennandi námskeið sem hefjast í upphafi árs." Heilsan á nýju ári Aukinn lestur Fréttatímans Lestur Fréttatímans jókst milli mánaðanna október og nóvember, samkvæmt nýrri lestrarkönnun Gallup sem birt var fyrr í vikunni. Á höfuðborgarsvæðinu var lestur blaðsins 48,1% í nóvember en hann var 46,5% í október. 41,2% höfuðborgarbúa, 18-49 ára, lesa Fréttatímann núna en 37% lásu í október. Aukningin milli mánaða er 10%. Lestur Morgunblaðsins er 20% hjá þessum hópi en 53,9%hópsins lesa Frétta- blaðið. Í nóvember var lestur Fréttatímans á landinu öllu 37,8%, miðað við 36,4% í október. Aukningin milli mánaða er 4%. Svarthöfði við Stórhöfða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík og Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur festu í gær upp skiltið Svarthöfði á gatnamótum þessar nýju götu við Stórhöfða. Gatan hét áður Bratthöfði en nafninu var breytt að til- lögu Óla Gneista. Læknaskortur á Vestfjörðum Viðvarandi læknaskortur á Vestfjörðum er mikið vandamál, að því er Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, segir í við- tali við vef Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is. Þetta geri það að verkum að erfitt reynist að fá lækna til starfa og þeir haldist stutt í starfi eða vilja ekki setjast að, en einungis fjórir fastráðnir læknar eru við störf við Fjórðungssjúkrahúsið og Heilsugæsluna á Ísafirði nú, en ættu samkvæmt áætlun að vera níu, auk eins sérnámslæknis.  KviKmyndir HeimsKa á Hvíta tjaldið Verðlaunaleikstjóri vill kvikmynda Heimsku Þóra Hilmarsdóttir kvikmyndaleikstjóri hefur tryggt sér réttinn til að gera kvik- mynd eftir nýjustu skáldsögu Eiríks Arn- ar Norðdahl, Heimsku. Þóra las bókina og hreifst svo af henni að hún hafði sam- band við Forlagið með hraði og tryggði sér réttinn, enda lengi dreymt um að gera íslenska vísindaskáldskaparkvikmynd. Nýjasta mynd Þóru, Sub Rosa, hlaut verðlaun sem besta stuttmyndin á kvik- myndahátíðinni San Diego Film Festival í október síðastliðnum, og sérstaka við- urkenningu á RIFF. Á námsárum sínum í Central St. Martins-skóla í London vann hún hjá kvikmyndafyrirtækinu RSA Films í Bretlandi sem rekið er af hinum virta kvikmyndaleikstjóra Ridley Scott og fjölskyldu hans. Þóra vinnur nú ásamt Snjólaugu Lúðvíksdóttur handritshöfundi að nýrri stuttmynd sem kallast Frelsun og verður tekin upp á Íslandi. Þær eru einnig að skrifa handrit að mynd í fullri lengd. Skáldsagan Heimska er framtíðarsaga sem gerist á Ísafirði og hefur rétturinn á útgáfu bókarinnar þegar verið seldur til forlaganna Metailié í Frakklandi og Rá- mus í Svíþjóð, en skáldsaga Eiríks Arnar, Illska, hefur hressilega slegið í gegn í þeim löndum báðum. - fb Þóra Hilmarsdóttir kvikmyndaleikstjóri hefur fest sér kvikmyndaréttinn af Heimsku Eiríks Arnar Norðdahl.  stjórnmál Hugsanlegum forsetaframbjóðendum fjölgar a ðstæður á Íslandi er mjög sérstæðar þegar kemur að forsetakosningum,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmála- fræði, beðinn um að skilgreina hvað frambjóðendur til forsetaembættis þurfi að hafa til að bera til að eiga möguleika á að ná kosningu. „Í flestum öðrum löndum eru forsetar kosnir pólitískri kosningu og standa fyrir einhvern pólitískan málstað, jafnvel þar sem þeir eru valdalausir. Hér hefur það ekki verið þannig, þótt ekki sé að fullu komið í ljós hvaða áhrif forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefur á það. Auðvitað hefur alltaf verið ákveðinn pólitískur blær á forsetanum, sumir hafa þótt meira til vinstri en aðrir, en það hefur aldrei verið þannig að flokks- pólitík hafi bein áhrif í forsetakosningum. Það gildir því, eins og alltaf í persónukjöri af þessu tagi, að það er nauðsynlegt að vera þekkt andlit áður en farið er fram. Það er mjög erfitt fyrir einhvern sem ekki er þekktur að koma sér á framfæri, sama hversu miklum kostum viðkomandi væri búinn.“ Spurður hvort hann sjái það fyrir sér að ein- hver gæti sigrað Ólaf Ragnar, fari hann fram, segir Gunnar Helgi að það hljóti að ráðast af því hversu sterkur frambjóðandi það væri. „Hann fékk um helming atkvæða síðast og það þýðir náttúrulega að það er töluvert útbreidd andstaða við hann. Aðstæður núna eru honum töluvert andstæðar að því leyti að hann er í hugum fólks tengdur við nú- verandi ríkisstjórn sem er ekki vinsæl. Síðast þá spilaði hann dálítið inn á andstöðu við óvinsæla ríkisstjórn og græddi á því. Leikurinn sem hann er að leika núna, og þá geri ég því skóna að hann hafi hug á að fara fram, er kannski frekar sá að fæla fólk frá framboði með því að gefa það til kynna að hann verði í baráttunni. Það langar varla mjög marga að fara í þann slag því hann er erfið glíma fyrir alla. Ég myndi hins vegar ekki ganga það langt að segja að það gæti enginn sigrað hann. Það þyrfti bara að finna einhvern sem væri nægilega sterkur og tilbúinn til að fara í slaginn.“ Af þeim sem staðfest hafa að velta framboði fyrir sér er bara ein kona, myndi það skipta máli ef hæf kona fyndist í framboð? „Það gæti alveg gert það, já. Ef það yrðu bara tveir frambjóðendur þá held ég að það skipti mjög miklu máli til hvaða hópa við- komandi höfðar og hvernig hann eða hún sker þá inn í hugsanlegan stuðningsmannagrundvöll Ólafs Ragnars. Ef það eru fleiri er þetta flóknara og þá gæti frambjóðandi hugsanlega unnið kosninguna með þrjátíu og eitthvað prósent atkvæða eins og Vigdís gerði á sínum tíma. Þá gæti kyn, til dæmis algjörlega verið úrslitaatriði.“ Er það þá jákvætt fyrir Ólaf Ragnar að sem flestir verði í framboði? „Ég myndi halda það, já. Sérstak- lega ef það kæmi enginn verulega sterkur fram- bjóðandi fram. Kosningafyrirkomulagið er svo ófullkomið að í prinsippinu gæti frambjóðandi orðið forseti með tíu prósent atkvæða á bak við sig, jafnvel bara fimm, það er algjörlega óásættanlegt.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is „Ef þetta er tilfellið og ríkið á að borga mismuninn hefði verið nær að gefa þeim nýja lóð og láta garðinn standa og breyta í opið svæði eða byggja kringum hann. Annars byggði langafi minn þennan garð með vinnufélögum sínum, kostaði líklega ekki 500 millj- ónir þá,“ segir Andri Snær Magnason rithöfundur um fréttir þess efnis að áætlaður kostnaður við að færa nýja og gamla hafnargarðinn við Austur- bakka í Reykjavík nemi um 500 milljónum króna. Hitamælirinn 500 milljónir í að færa hafnargarðinn? Gott fyrir Ólaf Ragnar að sem flestir bjóði sig fram Þeim sem staðfesta að þeir íhugi forsetaframboð á næsta ári fjölgar dag frá degi, nú síðast steig Hrannar Pétursson fram og lýsti yfir að hann íhugaði framboð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir fyrirkomulag forsetakosninga á Íslandi frábrugðið því sem gerist í öðrum löndum og því sé nauðsynlegt að frambjóðendur séu þekkt andlit til að eiga möguleika á að ná kosningu. Framboð Ólafs Ragnars hefur ekki áhrif „Mér hefur lengi verið umhugað um hlutverk forsetans og hvernig hann á að sinna sínum skyldum,“ segir Hrannar Pétursson sem í gær staðfesti að hann væri alvar- lega að velta framboði til forseta fyrir sér. „Það hafa margir spurt mig á undanförnum vikum hvort ég ætli ekki bjóða mig fram og þegar nafnið er sett í samhengi við þörfina á betri samskiptum, aukinni virðingu fyrir ólíkum skoðunum og meiri sanngirni í umræðunni þá finnst mér rétt að staldra við og hugsa þetta í fullri alvöru.“ Spurður hvort það muni hafa áhrif á hugsanlegt framboð hvort Ólafur Ragnar fari fram eða ekki neitar Hrannar því. „Ég held að hver sá sem hefur skoðanir á þessu embætti og kann að hafa áhuga á því að leggja sitt af mörk- um til að bæta samfélagið þurfi að fara fram, eða fara ekki fram, á sínum eigin forsendum en ekki láta ákvarðanir annarra stýra því. Ég hugsa þetta út frá minni sýn og mínum aðstæðum, engu öðru.“ Hrannar er Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur og uppalinn á Húsavík og á þar sinn frændgarð, finnst Þingeyingum kannski kom- inn tími til að þeir fái forseta úr sín- um röðum? „Ef ég þekki þá rétt þá finnst þeim það löngu tímabært,“ segir Hrannar og glottir. „En það mun ekki hafa úrslitaáhrif á mína ákvörðun hver sem hún verður.“ Stefán Jón Hafstein. Halla Tómasdóttir. Bergþór Pálsson. Hrannar Pétursson. Þorgrímur Þráinsson. 2 fréttir Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.