Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 6

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 6
Dormaverð aðeins 8.990 kr. Sængurföt frá MistralHome 100% bómullarsatín tveir litir. 300 tc. Jólatilboð 20.900 kr. O&D dúnsæng · 90% dúnn · 10% smáfiður Fullt verð: 25.900 kr. Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Aðeins 19.900 kr. TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi O&D dúnsæng – Stóri björn · 50% dúnn og 50% smáfiður Fullt verð: 19.900 kr. + Dúnkoddi – Stóri björn Fullt verð: 5.900 kr. Fullt verð samtals: 25.800 kr. JÓLA- TILBOÐ verð Frábært og gæði Hafðu það notalegt um jólin! Mikið úrval af vönduðum bómullarsængurfötum frá Nordicform á frábæru Dormaverði. Dormaverð aðeins 11.990 kr. SENDING NÝ turiform Steinunn Jakobsdóttir hjá UNICEF tekur við fyrstu greiðslu frá Sverri Björnssyni af höfundarlaunum KidWits gullkornanna.  KidWits GullKorn barnanna Höfundarlaun gullkorna til UNICEF „Það voru alltaf að detta skemmtileg gull- korn úr stelpunum mínum og einn daginn ákvað ég að byrja að skrifa þau niður,“ segir Sverrir Björnsson, grafískur hönn- uður og upphafsmaður KidWits.net sem afhenti höfundarlaun barna á síðunni til UNICEF á dögunum. „Ég sagði frá þessu hliðarverkefni mínu á vinnustaðnum og þá kom nú í ljós að fullt af fólki átti snið- ugar sögur úr viskubrunni barna sinna og svo fór þetta að hlaða utan á sig þar til ég var komin með heilan helling af gull- kornum frá foreldrum.“ Mörgum árum eftir að Sverri fór fyrst að safna gullkornunum saman byrjaði hann að hugsa um að gefa efnið út. „Mér fannst að þetta skemmtilega efni ætti að líta dagsins ljós og vildi fá efni frá fleira fólki, barnasnilldin er jú allsstaðar. Svo hætti ég sem hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu í fyrra og ákvað að láta þessa gömlu hugmynd verða að veruleika,“ segir Sverrir. „Svo núna er kominn vefur, KidWits.net, þar sem fólk getur sjálft sett inn skemmtilegar sögur eða setningar frá börnum, geymt þau í sínu safni og deilt þeim út á Facebook,“ segir Sverrir en vefurinn er líka á ensku því hugmyndin er að KidWits verði alþjóðlegt verkefni. „Ég ákvað að setja efnið fram í mynda- söguformi og fyrstu gullkornin af Kid- Wits.net eru núna í birtingu á baksíðu Fréttatímans.“ Fyrstu höfundarlaun KidWits gullkorn- anna runnu í liðinni viku til UNICEF því reglan er sú að höfundarlaun barnanna af því efni sem selst, renna beint til UNI- CEF. „Það er eðlilegt því að sjálfsögðu eiga börnin sjálf að njóta góðs af sínum eigin gullkornum,“ segir Sverri og deilir með okkur uppáhaldsgullkorni sem datt upp úr Sunnevu dóttur hans þar sem þau gengu um hrímaðar götur á aðventunni: „Sjáið hvað göturnar eru fínar, einhver hefur sett glimmer á þær.“ -hh V ið fögnum þessari nýju að-gerðaáætlun og komum til með að taka þátt í því að framkvæma stóran hluta af aðgerð- unum,“ segir Salóme Guðmunds- dóttir, en leitað var til sprotasam- félagsins við gerð áætlunarinnar. „Við höfum því fengið að koma með okkar ábendingar í þessa vinnu og átt í afar gott samstarf við Ragn- heiði Elínu.“ Aðgerðirnar miða að því að starfsumhverfi fyrir frum- kvöðla, sprotafyrirtæki og nýsköp- unarstarf á Íslandi standist allan alþjóðlegan samanburð. Með því móti verði Ísland uppspretta öflugra sprota- og nýsköpunarfyrirtækja þar sem hagnýting þekkingar og tækni stuðlar að aukinni verðmæta- sköpun og fjölbreyttum störfum í íslensku atvinnulífi. Aukið frumkvæði íslenskra frumkvöðla Salóme segir að aðgerðirnar séu samantekt á því sem sprotasam- félagið telur að brýnast sé að taka á. „Það er þörf á úrbótum þó svo að við höfum náð góðum árangri. Frum- kvöðlaumhverfið er gjörbreytt frá því sem áður var, við finnum fyrir árangrinum og hjólin eru farin að snúast. Það eru allir samstilltir, hvort sem það eru stjórnvöld, stoð- umhverfið, háskólarnir, einkafyrir- tæki eða fjölmiðlar, það eru allir samstilltir um að bæta þetta um- hverfi. Það eru ekki mörg ár síðan frumkvöðlar voru álitnir sérvitr- ingar en í dag er þetta orðin viður- kennd atvinnugrein.“ Ný og fjölbreyttari fyrirtæki hljóta styrki Í tilkynningu frá atvinnuvegar- áðuneytinu segir að aðgerðirnar sem mælt er fyrir um séu markviss- ar og skýrt afmarkaðar hvað varðar ábyrgð og tíma og er þeim meðal annars ætlað að bæta aðgengi frum- kvöðla og sprotafyrirtækja að fjár- magni. Í því felst meðal annars að framlög til Tækniþróunarsjóðs verði aukin um 975 milljónir króna á næsta ári, en hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Sal- óme fagnar þessari aukningu. „Við erum jafnframt að sjá mörg ný fyrir- tæki sem hljóta styrki og fjölbreytn- in í atvinnulífinu er því að aukast.“ Tenging við alþjóðleg sprota- fyrirtæki Aðgerðirnar eiga jafnframt að ef la alþjóðlegt samstarf á sviði frumkvöðlastarfs og nýsköpunar. Í tillögunum er einnig minnst á að koma á fót árlegum frumkvöðla- og sprotaviðburði iðnaðar- og við- skiptaráðherra og segir Salóme að það gæti verið liður í því að efla al- þjóðlegt samstarf. „Við höfum að- eins verið að stíga inn í það að vera með alþjóðlegar ráðstefnur hérna heima, við héldum til dæmis Slush Play fyrr á árinu, sem er sprota- og fjárfestaráðstefna. Við stefnum á að hóa saman sprotasamfélaginu hér á landi og mér finnst ekki ólíklegt að við munum tengja það við alþjóð- lega sprotasamfélagið, en það á eftir að útfæra það frekar.“ Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is  nýsKöpun iðnaðar- oG ViðsKiptaráðherra Kynnir áætlun Framlög til íslenskra frumkvöðla aukast um 975 milljónir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tilkynnti í gær, fimmtudag, að- gerðaáætlun í þágu frumkvöðla og sprotafyrirtækja undir heitinu Frumkvæði og framfarir. Áætl- unin byggir á 22 aðgerðum sem miða að því að efla starfsumhverfi frumkvöðla, sprotafyrirtækja og nýsköpunar á Íslandi. Hluti af aðgerðunum felast í auknum framlögum Tækniþróunarsjóðs, en framlögin verða aukin um 975 milljónir króna á næsta ári. Áætlunin var unnin í samstarfi við sprotafyrirtæki á Íslandi og segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit, að íslenskir frumkvöðlar hlakki til að láta verkin tala. Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit. Mynd/Haraldur Guðjónsson. 6 fréttir Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.