Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 8

Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 8
NÝ LÍNA AF DÚNPARKA REYKJAVÍK AUSTURSTRÆT 5 / ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • WWW.ICEWEAR.IS HILMAR | DÚNPARKI Kr. 47.500 ICEWEAR GJAFABRÉF Frábær jólagjöf sem fellur aldrei úr gildi! Félags- og hús- næðismálaráð- herra hefur gert samkomulag við Rannsóknar- setur í fötlunar- fræðum um að setrið annist útgáfu og dreif- ingu á kynn- ingarefni um ofbeldi gegn fötluðum konum og hvert fatlaðar konur geti sótt stuðning hafi þær sætt ofbeldi. Í samkomulaginu felst að Rannsóknarsetur í fötl- unarfræðum annast prentun bæklinga og skýrslna sem gerð voru í tengslum við rann- sóknarverkefnið: Ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi þeirra að stuðnings- úrræðum, að því er ráðuneytið greinir frá. Skýrslunum verð- ur dreift til opinberra stofn- anna sem koma að þjónustu við fatlað fólk og bæklingar sendir víðsvegar um landið, til félagsþjónustu sveitar- félaga, heilsugæslustöðva, lögreglustöðva, íþróttafélaga og víðar þar sem fatlað fólk sækir þjónustu eða tekur þátt í félagsstarfi. Jafnframt verða hönnuð tvö veggspjöld sem annars vegar eru ætluð til vekja almenning til vitundar um ofbeldi gegn fötluðum konum og hins vegar með upplýsingum um eðli of- beldis gegn fötluðum konum og hvert konur geta leitað eftir stuðningi.  Stjórnmál ráðherra Semur við rannSóknarSetur Fræðsla um ofbeldi gegn fötluðum konum Eygló Harðar- dóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra. Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að 55% þjóðarinnar vilja aðskilnað ríkis og kirkju þegar skoðaðir eru þeir sem taka beina afstöðu, þ.e. þeir sem segjast hlynntir eða andvígir aðskilnaði. Þegar þeir eru teknir með í reikninginn sem segj- ast hvorki hlynntir né andvígir aðskilnaði er hlut- fall þeirra sem eru hlynntir aðskilnaði hins vegar rúmlega 71%. Stuðningur við aðskilnað er mestur hjá stuðningsmönnum Pírata en minnstur hjá stuðnings- mönnum stjórnarflokkanna. 48% taka ekki afstöðu til starfa biskups Rúmlega 37% þeirra sem taka afstöðu bera mikið traust til þjóðkirkjunnar, ríflega 31% ber lítið traust til þjóðkirkjunnar og svipað hlutfall hvorki mikið né lít- ið. Konur bera meira traust til þjóðkirkjunnar en karl- ar, fólk ber almennt meira traust til þjóðkirkjunnar eftir því sem það er eldra og íbúar landsbyggðar- innar bera almennt meira traust til þjóðkirkjunnar en höfuðborgarbúar. Þeir sem kysu Framsóknarflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag bera meira traust til þjóð- kirkjunnar en þeir sem kysu aðra flokka og þar á eftir koma þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem styðja ríkis- stjórnina bera að sama skapi meira traust til kirkjunnar en þeir sem styðja ekki stjórnina. Ríflega 37% þeirra sem taka afstöðu segjast ánægð með störf Agnesar M. Sig- urðardóttur biskups en rúm- lega 48% segjast hvorki ánægð né óánægð með störf hennar. Þjóðin þarf að ákveða sig „Ég talaði fyrir því að við tækjum þessa umræðu í Stjórnlagaráði því það hefur ekki farið fram nein upplýst og málefnaleg umræða um þessi mál,“ segir séra Arnfríður Guðmundsdóttir, doktor í guðfræði og deildarforseti við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, aðspurð um niðurstöðu þjóðarpúls- ins. „Þá er ég ekki að tala um skotagrafaumræðu heldur alvöru umræðu um það hvað það merki að hafa þjóðkirkju og hvaða tengsl þjóðin vilji sjá milli ríkis og kirkju. Það eru svo margar spurningar sem við verðum að taka afstöðu til eins og til dæmis hvað það þýðir að hafa fullan aðskilnað. Auðvitað þarf þjóðin að ákveða þetta en hún er að segja ansi mikið með því að þiggja þjónustu kirkjunnar, sem hún er að gera.“ „Í þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá í október árið 2012 var tekin af- staða til tillögu Stjórn- lagaráðs um að nefna þjóðkirkjuna ekki í nýrri stjórnarskrá og þá var vilji þeirra sem tóku afstöðu um að hafa þjóðkirkjuna inni afgerandi. Og þá var niðurstaða margra skoð- anakannana búin að vera í þessa átt líka, þ.e að stór hluti þjóðarinn- ar vildi aðskilnað ríkis og kirkju. Svo ég er ekki viss um það hvað þessar niðurstöður segja okkur um vilja þjóðarinnar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Þjóðkirkjan 55% vilja aðSkilnað rÍkiS og kirkju „Auðvitað þarf þjóðin að ákveða þetta en hún er að segja ansi mikið með því að þiggja þjón- ustu kirkjunnar, sem hún er að gera.“ Vill upplýsta umræðu um samband ríkis og kirkju Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að 55% þjóðarinnar eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Einnig kemur þar fram að 37% þjóðarinnar bera traust til þjóðkirkjunnar. Séra Arnfríður Guð- mundsdóttir, doktor í guðfræði og deildarforseti við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að þjóðin taki afstöðu en fyrst þurfi alvöru umræðu um samband ríkis og kirkju. Séra Arnfríður Guð- mundsdóttir, doktor í guðfræði og deildar- forseti við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, kallar eftir upplýstri og mál- efnalegri umræðu um samband ríkis og kirkju. Aðskilnaður ríkis og kirkju 30% AlfArið Hlynnt 12% MjöG Hlynnt 21% Hvorki né 9% frEkAr AndvÍG 4% MjöG AndvÍG 10% AlfArið AndvÍG 14% frEkAr Hlynnt 8 fréttir Helgin 18.-20. desember 2015 HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.