Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 10
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
Akureyri • Sími 461 1099
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
72
59
3
Kanarí
Tenerife
Frá kr.
74.900
Kanarí &
Tenerife
Los Tilos
Frá kr. 74.900
Netverð á mann frá
kr. 74.900 m.v. 3 fullorðna
í íbúð.
Netverð á mann frá
kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna
í íbúð.
4. janúar í 9 nætur.
Tamaimo Tropical
m/allt innifalið!
Frá kr. 113.900
Netverð á mann frá
kr. 118.900 m.v.
3 fullorðna í íbúð.
Netverð á mann frá
kr. 113.900 m.v.
2 fullorðna í stúdíó.
5. janúar í 8 nætur.
La Siesta
m/hálft fæði innifalið!
Frá kr. 108.900
Netverð á mann frá
kr. 108.900 m.v.
2 fullorðna og 2 börn í
herbergi.
Netverð á mann frá
kr. 140.900 m.v. 2
fullorðna í herbergi.
5. janúar í 8 nætur.
Parquesol
Frá kr. 80.900
Netverð á mann frá
kr. 80.900 m.v. 4 fullorðna
í smáhýsi.
Netverð á mann frá
kr. 104.900 m.v.
2 fullorðna í smáhýsi.
4. janúar í 9 nætur.
Roque Nublo
Frá kr. 76.900
Netverð á mann frá
kr. 76.900 m.v. 3 fullorðna
í íbúð.
Netverð á mann frá
kr. 79.900 m.v. 2 fullorðna
í íbúð.
4. janúar í 9 nætur.
SÉRTILBOÐ
SÉRTILBOÐ
SÉRTILBOÐ
SÉRTILBOÐ
SÉRTILBOÐ
Útboð á seinni verkhluta ljós-
leiðarahringtengingar á Vest-
fjörðum hefur verið auglýst á vef
Ríkiskaupa. Tilboð verða opnuð
28. janúar næstkomandi. Stefnt
er að verklokum á komandi ári.
Þá verða Vestfirðir hringtengdir
með ljósleiðara sem gerir nú-
verandi afkastaminni og óá-
reiðanlegri varasambönd óþörf.
Þannig eykst til muna áreiðan-
leiki fjarskipta á öllu landsvæð-
inu, að því er fram kemur á vef
innanríkisráðuneytisins.
Verkhlutinn snýst um að
leggja ljósleiðarastreng milli
fjarskiptahúss við Nauteyri og
Reykjaness í Ísafjarðardjúpi
sem innifelur þverun Ísafjarðar
með sæstreng. Jafnframt verður
lagður ljósleiðarastrengur milli
Látra og símstöðar á Súðavík
sem innifelur þverun Skötu-
fjarðar, Hestfjarðar og Álfta-
fjarðar.
Fyrri verkhlutinn, sem er
langt kominn, er lagning ljós-
leiðarastrengs milli Staðar í
Hrútafirði og Hólmavíkur. Fyrir
er ljósleiðarastrengur milli Búð-
ardals og Súðavíkur um sunnan-
og vestanverða Vestfirði.
H ugmyndin kemur upphaflega frá Save the Children, systursamtökun-um okkar í Bretlandi og við héldum
fyrstu áheitasöfnunina fyrir tveimur árum,“
segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla. Samkvæmt venju ríkir mikil
jólastemning á skrifstofu Barnaheilla og er
jólapeysan staðalbúnaður í desember. „Það
er mjög fyndið að það kippir sér enginn
upp við það lengur hérna á skrifstofunni
hjá okkur ef einhver er í jólapeysu, sama
hversu skrautleg hún er, en mér finnst allar
jólapeysur fallegar,“ segir Erna.
Jólapeysuæðið byrjaði hjá
Barnaheillum
Fjölmörg fyrirtæki hafa nýtt átakið til að
skapa stemningu og leggja góðu málefni
lið. „Við bendum fólki á að muna eftir okkur
þegar jólapeysupartíin eru haldin, en við átt-
um eflaust stóran þátt í að koma jólapeysu-
menningunni af stað hér á landi, sem okkur
finnst afar skemmtilegt,“ segir Erna. Á
hverju ári verður nýtt málefni fyrir valinu og
í ár verður safnað fyrir sýrlenskum flótta-
börnum og fjölskyldum þeirra í dvalar- og
móttökulöndum við Sýrland. „Það er mikil
þörf á söfnun eins og þessari og hefur verið
í gegnum árin. Þetta er ekki nýtt ástand en
við sjáum að það er Íslendingum mjög hug-
leikið um þessar mundir,“ segir Erna.
Seðlabankastjóri og uppistandari í
dómnefnd
Skráning fer fram á www.jolapeysan.
is þar sem hægt er að setja inn myndir
og fylgjast með keppendum. Á morgun,
laugardag, fer fram verðlaunaafhending í
Gamla Bíói þar sem valdir verða sigurveg-
arar í fimm flokkum. „Flokkarnir eru fal-
legasta, ljótasta og frumlegasta jólapeysan,
auk bestu endurvinnslupeysunnar. Einnig
hlýtur vinsælasta peysan sérstök verðlaun,
en það er sá hópur, eða einstaklingur, sem
safnar mestu,“ segir Erna. Í fyrra var það
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sem
safnaði mestu og situr hann í dómnefnd í ár
ásamt Sögu Garðarsdóttir og Hrafni Jökul-
ssyni, en hann hlaut viðurkenningu Barna-
heilla í ár. Fulltrúi frá Barnaheillum, ásamt
Ernu, er Herdís Ágústa Linnnet, formaður
ungmennaráðs Barnaheilla. Athöfnin
hefst klukkan 14 og hægt verður að skoða
sigurpeysurnar í allri sinni dýrð. Þó svo
að verðlaunin verði veitt á morgun heldur
áheitasöfnunin áfram út allan desember.
„Við hvetjum fólk til að taka þátt, annað
hvort með því að skrá sig sjálft eða fara inn
á jolapeysan.is og heita á einstaklinga eða
hópa.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Byggðamál ÚtBoð á lagningu ljósleiðara
Ljúka á hringtengingu ljósleiðara vestra
Það kippir
sér enginn
upp við
það leng-
ur hérna
á skrif-
stofunni
hjá okkur
ef einhver
er í jóla-
peysu.
góðgerðamál BarnaHeill styrkja sýrlensk flóttaBörn
Jólapeysan hefðbundinn
klæðnaður allan desember
Jólapeysan er árlegt fjáröflunarverkefni Barnaheilla sem snýst um að gleðjast saman klædd
jólapeysum og styrkja gott málefni um leið. Í ár er safnað fyrir sýrlensk flóttabörn og fjöl-
skyldur þeirra í dvalar- og móttökulöndum við Sýrland. Áheitasöfnunin fer fram á jolapeysan.
is og stendur allan desember. Verðlaun verða hins vegar veitt í fimm skemmtilegum flokkum á
morgun, laugardag, og meðal þeirra sem sjá um að velja ljótustu og fallegustu peysuna eru Már
Guðmundsson seðlabankastjóri og Saga Garðarsdóttir uppistandari.
Barnaheill hvetja fólk til að klæðast jólapeysum á aðventunni og styrkja gott málefni í leiðinni. Áheitasöfnun stendur yfir allan
desember á jolapeysan.is. Verðlaun verða veitt í ýmsum flokkum og í dómnefnd sitja Már Guðmundsson, sem safnaði flestum
áheitum í fyrra, Herdís Ágústa Linnnet, formaður ungmennaráðs Barnaheilla, Saga Garðarsdóttir uppistandari, Hrafn Jökulsson
sem hlaut viðurkenningu Barnaheilla í ár og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla.
10 fréttir Helgin 18.-20. desember 2015