Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 14

Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 14
Hann var mikill mömmustrákur og raunar svo háður móður sinni að það var ekki við það komandi að hann fengist til að yfirgefa hana til að byrja í skóla. Það mál leystist ekki fyrr en móðir hans, Björk Finnbogadóttir sem er hjúkrunarfræðingur, tók það til bragðs að ráða sig sem skólahjúkrunarfræðing í Öldu- selsskóla. Mömmustrákur með hjarta úr gulli Ólafur Darri Ólafsson leikur eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttaseríunni Ófærð sem RÚV frumsýnir um jólin. Hann ætti að vera óþarfi að kynna, en Fréttatímanum lék samt forvitni á að vita hvernig hann væri utan sviðsljóssins og safnaði því upplýsingum hjá ættingjum og vinum. Útkoman var samhljóða: Yndislegur drengur. Ó lafur Darri fæddist 3. mars 1973 í Connecticut í Bandaríkj-unum og bjó þar í fjögur ár en fluttist síðan með foreldrum sínum til Íslands. Hann ólst upp í Seljahverfinu í Reykjavík, gekk í Ölduselsskóla en fór svo í fyllingu tímans í Menntaskólann í Reykjavík og að lokum í Leiklistar- skóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1998. Hann var ekkert yfir sig hrifinn af því að vera á Íslandi fyrst eftir heim- komuna og í fyrsta sinn sem hann var sendur út að leika í rigningunni á Ís- landi stóð hann bara kyrr, dúðaður í regngalla, hágrét og neitaði að hreyfa sig. Hann var mikill mömmustrákur og raunar svo háður móður sinni að það var ekki við það komandi að hann fengist til að yfirgefa hana til að byrja í skóla. Það mál leystist ekki fyrr en móðir hans, Björk Finnbogadóttir sem er hjúkrunarfræðingur, tók það til bragðs að ráða sig sem skólahjúkr- unarfræðing í Ölduselsskóla svo hægt væri að tæla drenginn til skólagöngu með því loforði að mamma væri þar alltaf líka. Ólafur Darri er enn mjög náinn móður sinni og föður, Ólafi Steingrímssyni, og hittir þau oft í viku þegar hann er á landinu. Leiklistaráhugi Ólafs Darra byrjaði ekki fyrr en í MR þar sem hann lék í sýningu Herranætur 1993 á Drekanum eftir Jewgeny Schwartzí. Í sýningu Herranætur árið 1994 lék Ólafur Darri svo sjálfan Sweeney Todd undir leik- stjórn Óskars Jónassonar og áhorfend- ur og gagnrýnendur voru á einu máli um að stjarna væri fædd. Hann hafði þó alls ekki hugsað sér að leggja leik- listina fyrir sig og það var eingöngu fyrir þrábeiðni vina hans sem hann fór í inntökupróf í Leiklistarskólanum. Hann hefur þó látið hafa það eftir sér að hann geti ekki séð sig fyrir sér í nokkru öðru starfi og sé því vinum sín- um eilíflega þakklátur fyrir kúgunina. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann svo á meðan hann var enn í Leik- listarskólanum. Það var í Perlum og svínum sem Óskar leikstýrði þar sem Ólafur Darri sló gjörsamlega í gegn og hefur æ síðan verið einn allra dáðasti og vinsælasti leikari þjóðarinnar. Eins og alþjóð veit er Ólafur Darri á fljúgandi siglingu inn í heim Holly- wood, en þrátt fyrir að leika reglulega í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum með stórstjörnum eins og Vin Diesel, Liam Neeson, Ben Stiller, Woody Harrelson og Matthew McConaughey er Ólafur Darri ekki mikið gefinn fyrir sviðsljós- ið, er frekar félagsfælinn og á oft erfitt með stór boð og veislur. Hann unir sér best heima með „fóllkið sitt“ hjá sér og veit fátt skemmtilegra en að elda góðan mat fyrir gestina, enda er hann sagður afburða kokkur. Önnur uppáhaldsiðja hans er að horfa á kvikmyndir, alls Ólafur Darri Ólafsson Fæddur í Connecticut 3. mars 1973 Foreldrar: Björk Finnbogadóttir og Ólafur Stein- grímsson Maki: Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, dansari Börn: Hekla Lind 5 ára og Embla Emilía 1 árs Námsferill: Ölduselsskóli, Menntaskólinn í Reykjavík, Leiklistarskóli Íslands. Íslenskur leiklistarferill: Meðal verkefna Ólafs Darra í Þjóðleikhús- inu eru Gerpla, Íslandsklukkan, Frida... viva la vida, Ívanov, Pétur Gautur og Rambó 7. Í Borgarleikhúsinu hefur hann meðal annars leikið í Fjandmanni fólksins, Sumargestum, Kristnihaldi undir jökli, Hamlet og Músum og mönnum. Með Vesturporti hefur Ólafur Darri meðal annars leikið í Rómeó og Júlíu, Woyzeck, Kommúnunni, Kringlunni rústað, Títusi og Glæp gegn diskóinu. Ólafur Darri hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og má þar nefna Perlur og svín, Blóðbönd, Bjólfskviðu, Börn, Reykjavik Rotterdam, Brúðgumann, Sveitabrúðkaup, Kóngaveg, Brim, Rokland, Djúpið og XL að ógleymdri glæstri frammistöðu hans í Fangavaktinni. Helstu erlendu kvikmyndir og sjón- varpsþættir: The Last Witch Hunter, How and Why, We Hate Paul Revere, A Walk Among the Tombstones, Banshee, True Detective og The Secret Life of Walter Mitty. konar kvikmyndir, og hlusta á tónlist sem hann hefur mikla ástríðu fyrir og er „risastór partur“ af honum eins og náinn aðstandandi orðar það. Hann er líka mikill lestrarhestur, getur eiginlega ekki hugsað sér dag þar sem hann les ekki einhvers konar bókmenntir. Þegar spurt er um galla Ólafs Darra vefst viðmælendum tunga um tönn, þeir humma og jæja og vilja helst beina talinu að einhverju öðru helst þó kostum hans. Öllum ber þeim saman um að hann hafi hjarta úr gulli, sé frábær faðir og almennt yndisleg mannvera sem ekki megi neitt aumt sjá eins og vinátta hans og ræktarsemi við Sunnu Val- dísi, sem glímir við AHC-sjúk- dóminn, sé gleggsta dæmið um. Fólki ber þó einnig saman um að ekki sé alltaf auðvelt að vera nálægt honum því hann geti illa leynt því hvernig honum líður. „Darri er mjög lélegur að fela hvernig honum líður og með mjög sterka áru þannig að þegar honum líður vel og er í góðu skapi getur hann lýst upp her- bergið og fengið alla með sér en á hinn bóginn ef eitthvað amar að fer það ekki fram hjá neinum heldur,“ segir einn viðmæland- inn. „Það er þó alls ekki galli og hann er frábær félagi og dásam- legur pabbi, enda með risastórt hjarta.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is 14 nærmynd Helgin 18.-20. desember 2015 Í S L E N S K H Ö N N U N O G S M Í Ð I LAUGAVEGI 61 KRINGLUNNI SMÁRALIND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.