Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 18

Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 18
S Snörp viðbrögð urðu í kjölfar jafnréttis- þings í haust þar sem birt var niðurstaða viðmælendagreiningar velferðarráðu- neytisins og fjölmiðlavaktarinnar þar sem gerð var grein fyrir kyni viðmælenda í völdum fréttaþáttum í útvarpi og sjónvarpi á tímabilinu frá september 2014 til septem- ber 2015. Í sjónvarpsfréttatímum RÚV voru konur viðmælendur á bilinu 31,4 til 32,6% viðmælenda og svipað var uppi á teningnum hjá viðmælendum í sjónvarps- fréttum 365 þar sem konur voru 30,7% viðmælenda. Í útvarpsfréttatímum var hlut- fall kvenna sem viðmælenda á bilinu 25,6% til 29,8 og enn var staðan svipuð hjá 365 þar sem konur voru 22,9% viðmælenda í morgunfréttum og 26,8% í hádegisfréttum. Að- eins ein kona komst á lista yfir 10 vinsælustu viðmælendur útvarpsþátta. Hlutfall frétta þar sem fjallað er um kon- ur eða við þær talað er enn lægra sé litið til reglulegrar rannsóknar sem gerð er á fimm ára fresti af Global Media Monitoring Project þar sem vaktaðir eru á sama degi fréttamiðlar í 114 löndum. Hérlendis voru greindar fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Frétta- blaðinu, dv.is, Eyjunni, Pressunni, Kjarn- anum, mbl.is og ruv.is. Rannsóknin nú, árið 2015, sýndi að hlutfall frétta þar sem fjallað er um konur eða við þær talað, miðað við fyrrgreinda miðla, er 20% hér á landi. Það er lægra en var í sambærilegri könnun hér- lendis árið 2010. Á fyrrgreindu jafnréttisþingi kom fram að hlutur kvenna sem viðmælendur fjöl- miðla hefur lítið breyst frá því að málið var skoðað fyrir fimmtán árum. Á þessu er ein markverð undantekning, Fréttatíminn. Frá öndverðu hefur rík áhersla verið lögð á kon- ur sem viðmælendur í blaðinu. Fréttatíminn er mun útbreiddari og meira lesinn en fyrr- greindir fjölmiðlar, að Fréttablaðinu einu undanskildu, en Fréttatíminn er vissulega helgarblað en ekki dagblað. Tryggð kvenna í lesendahópi Fréttatímans hefur haldist frá upphafi, fyrir rúmum fimm árum, en 62% kvenna á höfuðborgarsvæðinu, 25 ára og eldri, lásu Fréttatímann í síðustu lestrar- mælingu Gallup. Sé litið til landsins alls lásu 47% kvenna á þessum aldri blaðið. Það er sami lestur og var við upphaf mælinga Gallup. Tölurnar eru sláandi þegar litið er á mæl- ingu forsíðuviðtala Fréttatímans. Þar er kynjahlutfall allt annað en fyrrgreindra fjöl- miðla á íslenskum markaði. Sé litið til þess árs sem nú er að líða, sem er svipað hlut- fallslega og önnur ár sem á undan fóru hvað kynjahlutfall forsíðuviðmælenda varðar, er hlutfall kvenna sem helstu viðmælenda blaðsins 71,4%. Hlutfall karla á forsíðu blaðs- ins er 18,4%. Hlutfall karla og kvenna saman sem forsíðuviðmælenda Fréttatímans á þessu ári er 10,2%. Sé litið til mikillar útbreiðslu og lesturs Fréttatímans, miðað við aðra fjölmiðla lands- ins, hefðu aðstandendur og frummælendur á nýliðnu jafnréttisþingi, þar sem fjallað var um birtingarmyndir kynjanna í fjölmiðum, að skaðlausu getað bent á þennan gríðarlega mun, þar sem Fréttatíminn er sannarlega eins og vin í eyðimörkinni sé litið til hlutfalls kvenna sem helstu viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Í skýrslu velferðarráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2013-2015 var fjallað um birtingarmynd kynjanna í fjöl- miðlum og bent á mikilvægi þess að fjölmiðl- arnir skoðuðu sjálfir hvaða myndir þeir draga upp af konum og að þeir auki fjölbreytni til að endurspegla á réttari máta samfélagið og heilbrigðar fyrirmyndir fyrir bæði ungar kon- ur og karla. Þar sagði meðal annars að miðað við mynd af konum í fjölmiðlum í dag væru miklar líkur á, vegna sterkra langtímaáhrifa fjölmiðla, að staðalímyndir af kynjunum hafi verið festar í sessi í fjölmiðlum. Eygló Harð- ardóttir bætti því við á jafnréttisþinginu að fjölmiðlar væru hvorki að endurspegla fjöl- breytileikann í samfélaginu, stjórnmálum, atvinnulífinu, né hátt menntunarstig kvenna. Fyrrgreindar tölur sýna að slíkt á ekki við um Fréttatímann. Yfir 70 prósent forsíðuviðmælenda Fréttatímans eru konur Vin í eyðimörkinni Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýSdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. 18 viðhorf Helgin 18.-20. desember 2015 Jólatilboðsverð kr. 159.615,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,- Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Galdurinn við ferskt hráefni Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310. "Heilsuárið 2016 hefst með heilsublaði 8 janúar. Með blaðinu fylgir sérblað um heilsurækt og næringu sem og veg- legur kafli í aðalblaðinu um ýmis spennandi námskeið sem hefjast í upphafi árs." Heilsan á nýju ári Fallegar erlendar bækur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.