Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 20

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 20
20 kvikmyndir Helgin 18.-20. desember 2015 Logi geimgengill Sveitadrengurinn sem bjargaði heiminum er náttúrulega klassík í ævintýraheiminum. Loga okkar tekst þó ekki að krækja í prinsessuna að lokum því hún er auðvitað systir hans. En honum tekst næstum því að verða töffari eftir því sem hann kemst lengra í jedi lærdómnum. Alltaf eimir þó af nöldrandi unglingnum sem bjó í kjallaranum hjá Owen frænda og Beru frænku. Það er þó ekkert sem geislasverðsbardagi eða tveir í nýju myndunum bjarga ekki. Lea prinsessa Grjótharður uppreisnarmaður sem lét Svarthöfða ekki hræða sig og svo gott sem eina kven- hlutverkið í fyrstu þremur myndunum. Vonandi fær hún geislasverð í nýju myndunum. Kyrkti svo náttúrulega Jabba íklædd gullbikiníinu sem fékk margan bólugrafinn 80’s ung- linginn til að hugsa meira um sitt eigið geislasverð. Han Solo Það má deila um það hvort Han Solo sé góður kall enda smygl- ari og morðóður skítalabbi í upphafi. Han Solo skaut fyrst og allt það. Hann var þó hald og traust uppreisnarmanna í öllum aðal bardögunum. Bjargaði sveitalubbanum oftar en einu sinni en vandamál þess sem horfir á gömlu myndirnar, sérstaklega þrjú, er að Harrison Ford var engan veginn að nenna þessu og það má sjá hann hálf engjast þegar hann fer með nokkrar af verri línum myndarinnar og þær eru þarna nokkrar. Yoda Litli græni vinur okkar var nálægt því að verða Jar Jar óþolandi en fór hringinn og er eiginlega sá eini úr gömlu myndunum sem kom nokkuð vel frá forleiknum. Enda skartaði hann þessum líka hörku seventís börtum og náði í geislasverðið sitt með mættinum þegar tími var kominn til að slást. Það er þó gamli góði prúðuyódann sem við öll elskum og dáum. Talandi afturábak með dólg, deilandi úr viskubrunni þess sem er á barmi 900 ára afmælisins. Svarthöfði Svarthöfði sjálfur er í grunninn ekki bara flottastur í Star Wars heiminum heldur eitt svalasta illmenni kvikmyndasögunnar. Ef ekki það svalasta. Þótt stofnandinn sjálfur, George Lucas, hafi reynt nokkurn veginn hvað hann gat til þess að lækka í honum rostann. Fyrst með því að velja tvo aula til að túlka hinn unga Anakin og já, það er í lagi að kalla barn aula ef það er auli og svo er hann þarna eilífðarunglingurinn og grenjuskjóðan, Hayden „kúkalabbi“ Christiansen gjörsamlega óþolandi í alla staði. Bæta svo gráu ofan á svart með því að láta svo hans fyrsta verk í búningnum flotta vera að væla. Loka svo sögu þessa ægilega illmennis með því að láta hann líka væla í loka- senunni sem höfðinn svarti. Hræðilega illa gert allt saman. En Gogga tókst þó ekki að draga okkar mann alveg niður í svaðið og því stendur Vader uppi sem svalasta illmennið í Star Wars – og bara sá svalasti í bálknum öllum. Grand Moff Tarkin Grjótharður yfirmaður herafla keisarans og var svo gott sem með Svarthöfða í bandi í fyrstu myndinni. En dramb er falli næst og hann, eins og svo margir aðrir, sprakk í loft upp með fyrsta Helstirninu. Darth Maul Það flottasta við forleikinn var Darth Maul. Hvað var verið að spá þegar hann var látinn drepast er svo spurning fyrir aldirnar. Myrkur í gegn og lekur af honum Sith sjarmurinn í gegnum tvöfalda geislasverðið. Enda hafa verið gerðar margar sögur um Maul og hann var meira að segja lífgaður við í teiknimynda- bálkinum Clone Wars. Þar fannst hann helmingi styttri en upphaf- lega en lifandi þó. Hékk á hatrinu einu saman og eftir að honum var tjaslað saman fór hann um drepandi allt og alla. Ætlaði að meira að segja að steypa Darth Sidius af stóli en tókst það ætlunarverk þó vitaskuld ekki. Já, en ég er hann pabbi þinn S tar Wars heimurinn er í grunninn svo gott sem fullkom-inn ævintýraheimur. Góðir og vondir skiptast í augljósar fylkingar, þar sem baráttan er alltaf á brattann fyrir þá góðu – og það er meira að segja prinsessa. Þetta tókst hinum unga George Lucas að skapa með því að búa til – og við skulum vera alveg hreinskilin hér, miðað við nútíma bíó, miðlungs b- mynd. Hæga og á köflum rosalega hallærislega og leiðinlega mynd. En hún var svo sem frumsýnd fyrir tæpum fjörutíu árum þannig að það fyrirgefst svo sem. En tæknibrellurn- ar, bardagar í geimnum og geislasverðin innsigluðu stjörnu- stríðin í hugum þeirra sem sáu og eins og trúboðar í Afríku sannfæra þeir næstu kynslóðir. Ef við reynum svo að gleyma flestu sem kom fram í forleiknum og horfa meira á skáld- og teiknimyndasögurnar er ástæðulaust að ætlast til neins annars en að framtíðin sem, nota bene, er í höndum á manni sem tókst að gera skemmtilegar Star Trek myndir sem er af- rek útaf fyrir sig, sé björt eins og sólríkur dagur á Tatooine. Rifjum aðeins upp gömlu hetjurnar áður en við hleypum þeim nýju inn í líf okkar. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is Keisarinn Smeðjulegi þingmaðurinn frá Naboo, Sheev Palpatine, sem var auðvitað hinn illi Darth Sideus sem tók sér svo keisaratign. Vondur í gegn fullnema í Sithfræðun- um og einkar ljótur eftir að Mace Windu endurkastaði puttaeldingunum til heima- húsanna í lok forleiksins. Qui Gon-Jinn Það kom tvennt gott úr forleikjunum, Darth Maul og Liam Neeson. Annað þar var frekar mikið drasl. Ef svo einhver annar en Lucas hefði leikstýrt myndinni væri hlutverk Qui Gon-Jinn sjálfsagt enn eftirminnilegra. Lando Calrissian Eini svarti maðurinn í geimnum í mjög langan tíma. Billy D. túlkaði þennan spilaóða tækifærissinna ljómandi vel og hann átti auðvitað Fálkann, hraðskreiðasta skipið í sólkerfinu áður en Han og Loðinn hirtu það. Jar Jar Binks Það elskar enginn Jar Jar, svo mikið er víst. samsæriskenningamenn hafa þó undan- farið fært ágætis rök fyrir því að téður Jar Jar hafi átt að verða aðal vondi kallinn í öllum Stjörnustríðsheiminum. Chewbacca Þú annað hvort elskar hann eða hatar. Labbandi teppið sem vælir næstum því stöðugt en það sem allir bíða eftir er að hann drattist til að rífa handlegg af ein- hverjum óheppnum náunga. Boba Fett Þrátt fyrir fáar línur hefur Fettarinn alla tíð átt trygga aðdáendur. Aum urðu þó enda- lokin þegar blindur Solo sendi hann óvart beint ofan í maga Sarlacsins, Þar sem hann liggur væntanlega enn — hálfmeltur. Kylo Ren Nóg að horfa á stikluna til að vita að Kylo er harður og þess verður að komast í þessa upptalningu. Nóg að sjá krossgeislasverðið sem aftur segir okkur að Kylo er ekki hræddur við að missa þumal. Bib Fortuna Smeðjulegi þjónn Jabba the Hutt, þessi með skeifugörnina utan um hálsinn, á sérstakan stað í hjörtum margra Stjörnu- stríðsaðdáenda. Ein minnsta en jafn framt eftirminnanlegasta persóna myndanna. Jabba The Hutt Risastór slímugur glæpasnigill sem skemmtir sér yfir mannfórnum og fá- klæddum konum. Hengir svo þá sem skulda peninga upp á vegg og sýnir að ekki allar geimverur líta út eins og Homo sapiens
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.