Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 24

Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 24
Daniel Wellington WD Mikil jólabörn en vonlausir í eldhúsinu Bræðurnir og söngvararnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir halda fjölskyldutónleika í Austurbæ á sunnudaginn klukkan 16 og eru þeir ætlaðir öllum aldurshópum. Bræðurnir eru einstaklega samrýmdir og eru mikil jólabörn. Þeir segjast ekki vera vel nýttir í eldhúsinu yfir hátíðarnar og hlakka til að eyða áramót- unum með öllum systkinum sínum, í fyrsta sinn í nokkur ár. Jón Ragnar Jónsson Maki: Hafdís Björk Jónsdóttir. Börn: Jón Tryggvi, 2 ára og Mjöll, 1 árs. Aldur: 30 ára. Friðrik Dór Jónsson Maki: Lísa Hafliðadóttir. Börn: Ásthildur, 2 ára. Aldur: 27 ára. Hvar eyðirðu jólunum? Hjá tengdó. Hvað verður í matinn? Kalkúnabringur. Hvað er best við jólin? Samveran. Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? Klárlega þegar ég var 14 ára og við Friðrik fengum trommu- sett frá mömmu og pabba. Besta æskuminningin um jól? Að vakna á undan mömmu og pabba og horfa á jólabarnaefnið. Besta jólamyndin? Home Alone 2. Uppáhaldsjólalag? Have Yourself a Merry Little Christmas með Coldplay í Laugardalshöll 2002. Hvað er ómissandi um jólin? Það kann að hljóma ótrúlega en aspassúpan hennar mömmu er ómiss- andi. Hvað langar þig mest í, í jólagjöf? Ég vona að ég fái bókina Áfram Ísland eftir Björn Braga Arnarsson og Hilmar Gunnarsson. Hvað á að gera um áramótin? Það verður svaka teiti heima hjá mömmu og pabba enda systur okkar Friðriks loksins báðar á landinu um áramót ásamt fjölskyldum sínum. Hvað er fram undan á nýju ári? Nýtt upphaf. Hvar eyðirðu jólunum? Ég verð hjá tengdafjöl- skyldunni þetta árið Hvað verður í matinn? Ég er 97% viss um að það verði kalkúnn. 3% líkur að ég sé að rugla kalkún saman við talkúm. Hvað er best við jólin? Aspassúpan hennar mömmu Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin? Trommu- settið sem við bræðurnir fengum var mjög eftir- minnilegt. Einnig minnist ég alltaf sterkt kassettu- tækis með míkrófóni sem gerði manni kleift að syngja inn á kassettur. Það fékk ég frá ömmu Mjöll. Besta æskuminningin um jól? Leikritin sem voru sett upp í jólaboðum á annan í jólum hjá ömmu Hönnu. Besta jólamyndin? Die Hard II Uppáhalds jólalag? Ég hlakka svo til, eða Fairytale of New York. Hvað er ómissandi um jólin? Ananasfrómas. Mér finnst hann reyndar ekkert spes á bragðið en mandlan er falin í honum svo hann má ekki vanta! Hvað langar þig mest í, í jólagjöf? Ég væri mjög til í nýtt sjónvarp. Hvað á að gera um áramótin? Hittast öll fjöl- skyldan í fyrsta skipti í u.þ.b. ár. Systur okkar og fjölskyldur þeirra mæta heim rétt í tæka tíð fyrir gamlársdag. Það verða ánægjulegir endurfundir. Hvað er fram undan á nýju ári? Alls konar gaman, ný tónlist, nýtt heimili þegar ég flyt heim í Hafnarfjörð og vonandi háskólagráða ef ég er rosa duglegur. Jón um Friðrik Uppáhaldsmatur Friðriks? Al- mennt er það lasagna. Uppáhaldið hans um jól er aspassúpan hennar mömmu. Besta gjöf sem Friðrik fékk í æsku? Trommusettið sem við fengum saman. Hvor er meira jólabarn? Friðrik. Hvor eldar meira um jól? Held það sé bara staðfest, hvorugur okkar. Við myndum bara skemma jólaupplifun fólksins í kringum okkur ef við værum mikið að stúss- ast í eldhúsinu. Fékk Friðrik einhverja jólagjöf sem þig langaði í, einhvern- tímann? Já. Hann fékk hund og kött. Nei, nei. Ég laug. Þetta er skemmtileg spurning sem býður upp á skemmtilegt svar. En sannleikurinn er sá að ég man ekki eftir slíkri gjöf. Gefið þið hvor öðrum jólagjöf? Tímamótajól þetta árið því í fyrsta sinn gefum við systkinin ekki hvert öðru gjafir heldur bara börnum hvers annars. Besta gjöf sem Friðrik hefur gefið þér? Hlátur og hlýja. Djók. Það er sviðsgítarstillir sem ég fékk frá honum árið 2007 og nota enn. Friðrik um Jón Uppáhaldsmatur Jóns? Grjóna- grautur. Besta gjöf sem Jón fékk í æsku? Líklega trommusettið frá mömmu og pabba. Hvor er meira jólabarn? Jossi jólastrákur. Hvor eldar meira um jól? Okkar eldunarkunnátta nýtist lítið um jól enda báðir undir sterkum karabískum áhrifum í eldhúsinu. Fékk Jón einhverja jólagjöf sem þig langaði í, einhverntímann? NBA tölvuspilið frá afa leit vel út. Gefið þið hvor öðrum jólagjöf? Við tókum ákvörðun systkinin nú í ár um að hætta að gefa hvort öðru. Ég kem auðvitað verst út úr því verandi yngstur en hef ákveðið að láta óbilgirni systkina minna ekki draga úr mér jólaandann. Besta gjöf sem Jón hefur gefið þér? Innblásturinn sem hann veitir mér á degi hverjum með dugnaði sínum og elju. Ég er í raun í kjör- þyngd en bara mjög þaninn eftir allan innblásturinn frá Jóni. Ljósmynd/Hari Jón hefur leikið í kringum 80 leiki með FH og skorað 1 mark. Friðrik rekur veitingastaðinn Reykja- vík Chips ásamt félögum sínum. Jón hefur gefið út plöturnar Wait For Fate árið 2011 og Heim árið 2014. Plötur Friðriks eru Allt sem þú átt frá 2010 og Vélrænn frá 2012 Jón er hagfræðingur frá University of Boston. Friðrik er að læra viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Jón á tvíburasystur. Þeir halda báðir með Liverpool. Þeir gengu báðir í Verslunarskólann. Hvorugur þeirra býr í Hafnarfirði, ennþá. Lag Friðriks, Skál fyrir þér, er vin- sælasta lagið á Íslandi þessa vikuna. Lag Jóns, Ljúft að vera til, var vin- sælasta lag síðasta árs. Friðrik er vallarþulur á Kaplakrika- velli á sumrin af mikilli ástríðu. Jón lék um tíma sem lánsmaður í Þrótti Reykjavík. 24 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.