Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 28

Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 28
Bankastræti 4 I sími: 551 2770 www.aurum.is Full búð af nýjum og spennandi vörum. HEILL HEIMUR AF HÖNNUNARVÖRUM K vikmyndagerðarkonan Ágústa Fanney Snorra-dóttir frumsýndi á dögunum sína fyrstu kvikmynd, Human Timebombs. Myndin er heimildamynd sem fjallar um baráttu hinnar níu ára gömlu Sunnu Valdísar Sigurðar- dóttur og fjölskyldu hennar við AHC-taugasjúkdóminn en Sunna er eini Íslendingurinn sem hefur greinst með AHC. Myndin er tekin upp í fjórum löndum á tveimur árum og í henni koma fram, auk fjölskyldu Sunnu, allir helstu sér- fræðingar á sviði sjúkdómsins. Það er faðir Sunnu, Sigurður Hólmar Jóhannesson, sem framleiðir myndina. Þessi kvikmynd mun bjarga mannslífum Ágústa Fanney Snorradóttir hefur verið með kvikmyndabakteríu frá því að hún fór sextán ára til Hollywood að vinna í Warner Brothers Studios. Hún frumsýndi á dögunum sína fyrstu kvikmynd, Human Timebombs, en myndin er heimildamynd sem fjallar um baráttu hinnar níu ára gömlu Sunnu Valdísar Sigurðardóttur og fjöl- skyldu hennar við AHC-taugasjúkdóminn. Ágústa hefur unnið að gerð myndarinnar frá því að hún útskrifaðist úr kvikmyndaskóla í Los Angeles fyrir tveimur árum og segist vera í hálfgerðu spennufalli nú þegar myndin hefur loks litið dagsins ljós. Hún er sannfærð um að Human Timebombs muni bjarga mannslífum. ég svo kom heim til Íslands aftur fór ég svo á fjölmiðla-tæknibraut í Borgarholtsskóla þar sem ég lærði allt sem viðkemur grunnvinnslu á kvikmyndum.“ Bjó í „Desperate Housewifes“ hverfi „Þegar ég svo kláraði Borgarholts- skóla árið 2011 flutti ég beinustu leið út aftur. Ég hafði alltaf ætlað mér að fara í flottasta og dýrasta skólann, CalArts, en eftir mikla rannsóknarvinnu ákvað ég að fara frekar í annan ódýrari og ekki jafn þekktan skóla, COC, og ég held að það sé ein besta ákvörðun sem ég hef tekið, því þarna fékk ég svo víð- tæka reynslu á mörgum sviðum,“ segir Ágústa sem lærði kvik- myndagerð á tveimur árum og svo sjónvarpsframleiðslu á einu ári. „Námið saman var sett upp sem fjögurra ára nám en ég tók það á þremur árum og þetta var einn besti tími lífs míns. Við Sara Rut, kærastan mín, sem er margmiðl- unarhönnuður og fór í sama skóla, fluttum í hverfið sem ég hafði búið í þegar ég var að vinna í Warner Brothers Studios. Ég hafði heillast svo svakalega af þessu hverfi sem heitir Stevenson Ranch í Santa Clarita. Það er ekki í þeirri LA sem túristarnir þekkja, þetta er meira svona eins og Desperate Housewi- fes hverfið. Engin læti né spenna í loftinu, það eru allir rosalega vina- legir, allir úti að labba með hund- inn sinn og öll húsin ótrúlega hrein og falleg. Og það besta við þetta fallega hverfi er að það tekur hálf- tíma að fara niður á strönd, hálf- tíma til Hollywood og rúmlega tvo tíma til Big Bear, sem er eitt flott- asta skíðasvæðið í Kaliforníu, sem við Sara nýttum okkur óspart.“ Vann Women Filmmakers verðlaun Það var svo meðfram náminu í LA sem Ágústa byrjaði að vinna fræðslumyndbönd fyrir AHC-sam- Fór sextán ára til Hollywood Ágústa hefur unnið sleitulaust að þessu verkefni frá því hún út- skrifaðist úr kvikmyndaskóla í Los Angeles árið 2013 og sér um flest allt sem viðkemur gerð myndarinnar. Aðspurð um ástæðu þess að hún hafi í upphafi farið út í kvikmyndagerð segist Ágústa hafa verið með mikla leikhúsbakteríu sem barn sem hafi svo færst yfir í kvikmyndagerð. „Ég var með víd- eó-kameru dellu frá því ég var tólf ára og var alltaf að stelast í vél eldri bróður míns og stöðugt að taka upp allt sem vakti áhuga minn. Ég á til dæmis alveg fullt af upp- tökum af fótboltamótum frá því að ég æfði fótbolta. Svo þegar ég var sextán ára fluttist ég til vinafólks fjölskyldunnar í Arizona til að prófa amerískan High School og spila fót- bolta. Í gegnum fjölskylduna sem ég bjó hjá kynntist ég svo manni sem var að vinna í Hollywood við framleiðslu og hann bauð mér að koma og vinna fyrir sig í Warner Brothers Studio.“ Gaman að vera á bak við tjöldin Ágústa var ekki lengi að stökkva á tilboð um að vinna í draumaverk- smiðju kvikmyndaiðnaðarins og flaug til LA þar sem hún vann í stúdíóinu frá morgni til kvölds í þrjár vikur. „Vinnan snerist um að undirbúa blaðamannakynningar og viðtöl fyrir þættina sem voru í framleiðslu hverju sinni en á þess- um tíma sem ég var þarna var til dæmis verið að framleiða The O.C og Nip Tuck þættina, auk fjölda annarra þátta. Þetta var ótrúlegur tími og þarna kynntist ég brans- anum fyrir alvöru, sá allt sem var í gangi á bak við tjöldin; alla tækni- vinnu og stílistana, sminkurnar auk þess að fylgjast með leikstjór- um, leikurum og öllu þeirra aðstoð- arfólki að störfum. Ég kolféll fyrir þessu, kannski sérstaklega því þetta var svo lifandi og skemmti- legur vinnustaður. Hvort sem það var að taka viðtöl við leikara, taka upp, sjá um ljós eða leikstjórn, mér fannst allt áhugavert. Eftir að Ágústa Fanney snorradóttir Hvaðan: Frá Reykjavík en ólst að mestum hluta upp á Akureyri Aldur og búskapar- hættir: 28 ára og á von á sínu fyrsta barni með kærustunni, Söru Rut Menntun: Fjölmiðla- tæknibraut Borgarholts- skóla, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðsla í COC, LA Besta kvikmyndin: American Beauty Uppáhalds sjónvarps- serían: Breaking Bad og That 70´s show Leyndur hæfileiki: Er ósigrandi í Matador Ágústa Fanney frumsýndi í desember kvikmyndina Human Timebombs og fékk að vita það fyrir skömmu að myndin vann verðleikaverðlaun í flokknum Women Filmmakers hjá Accolade Global Film Awards. 28 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.