Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 29

Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 29
tökin. „Þau vantaði manneskju í verkið og eftir að hafa hitt þau í sumarfríi á Íslandi gekk ég út með flakkara fullan af efni til að vinna úr, auk allskonar greina um sjúk- dóminn. Útkoman var 2 mínútna myndband sem Ólafur Darri las inn á fyrir okkur. Myndbandið fór inn á youtube og áður en við vissum af voru farnir að streyma tölvupóstar til Sigga, pabba hennar Sunnu, því það var áður svo lítið um upplýsingar fyrir fólk sem greinist. Myndbandið gerði líka það að verkum að foreldrar út í heimi, sem sáu myndbandið, báru það undir lækna og fengu í kjölfarið fyrsta sinn rétta greiningu fyrir börnin sín og það hafði ótrúleg áhrif á okkur. Við fundum þarna svo sterkt hvað myndefni og netið eru máttugir miðlar,“ segir Ágústa en í framhaldinu ákváðu þau Sigurður að ganga skrefi lengra og gera kvikmyndina sem leit dagsins ljós nú fyrir skömmu. Fyrir ekki svo löngu tilkynnti Accolade Global Film Awards að myndin hefði unnið verðleikaverðlaun í flokkn- um Women Filmmakers sem eru að sjálfsögðu frábærar fréttir fyrir Ágústu sem kvikmyndagerðar- konu en ekki síst fyrir málstaðinn. Sex börn með AHC dóu á meðan myndin var gerð „Við erum mjög ánægð því allt svona hjálpar til við dreifinguna og alla umfjöllun um myndina á netinu. Það skiptir auðvitað miklu máli að hún komist sem víðast því eins og kemur fram í myndinni þá eru þessi börn eins og tifandi tímasprengjur. Bara á meðan við vorum að gera myndina dóu sex börn í raun að ástæðulausu því það er búið að finna orsök sjúkdómsins og staðfesta að hægt sé hjálpa börn- unum. Það eina sem stoppar það er fjármagn og þess vegna gerðum við þessa mynd, til að ná til fólks og vekja athygli á þessu,“ segir Ágústa en myndin hefur nú þegar verið sýnd hér á landi en verður sýnd á RÚV eftir áramót. Stefnt er að því að bæta við nokkrum sýningum í viðbót hérlendis á næstu vikum. „Það hefur sýnt sig margoft að svona myndir geta skipt sköpum fyrir svona málefni og ég veit að þessi mynd á eftir að bjarga mannslífum. Og hún á vonandi líka eftir að verða til þess að málstaður- inn fái það fjármagn sem þarf til að finna lækningu. Og ég trúi að hún eigi eftir að gera það því allir sem hafa horft á hana verða mjög snortnir og öll sú gagnrýni sem ég hef fengið hefur staðfest hvað þetta er áhrifarík mynd. Ég var alveg frá byrjun búin að sjá fyrir mér hvernig hún yrði byggð upp og er virkilega ánægð með útkomuna.“ Mikið álag að klára verkið Eftir þetta tveggja ára ferli sem gerð myndarinnar hefur verið segir Ágústa það óneitanlega vera skrítna tilfinningu að landa loks fullgerðri mynd. „Þetta hefur verið mjög tilfinningaríkt ferli, ekki síst því við Sunna erum orðnar svo nánar. Lokaspretturinn við klipp- inguna var mjög erfiður og því fékk ég Sigurgeir Arinsson klippara til liðs við mig,“ segir Ágústa en þau tvö hafa nú stofnað nýtt fram- leiðslufyrirtæki, Baróns. „Við Sigurgeir náðum að gera þetta og að gera þetta vel. Álagið síðustu mánuðina var það mikið að ég hef aldrei upplifað annað eins. Við fundum að við vinnum það vel sam- an að við yrðum að fara saman í næsta verkefni. Við erum tilbúin að fara af stað í næsta verkefni, erum með nokkrar hugmyndir í gangi og ætlum að gera eitthvað mjög gott saman. Við vitum að okkur eru allir vegir færir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hvað er AHC? Sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur en aðeins 800 einstaklingar eru greindir með hann í heiminum. Talið er að um 8000-80.000 einstaklingar beri hann án þess að vita af því og hafa því verið ranglega greindir. Sjúkdómurinn lýsir sér með síendurteknum lömunarköstum þar sem einstaklingurinn lamast öðru megin líkamans. Einnig fylgja köstunum krampar í útlimum, augntif og flogaveiki ásamt því að köstin geta valdið heilaskemmdum. AHC hefur mikil áhrif á daglegt líf sjúklings þar sem hvers kyns áreiti kemur köstunum af stað. Síða samtakanna: http://www.ahc.is/ Sjá má myndir af Sunnu og fjölskyldu á Youtube Hvað er sér- stakt við AHC?  Sjúkdómurinn er flest allir aðrir taugasjúkdómar bundnir í einn sjúkdóm  Hægt er að meðhöndla sjúkdóminn því orsök hans fannst árið 2012 í Bandaríkjunum  Meðferð við þessum sjúkdómi getur hjálpað milljónum manna með aðra taugasjúkdóma Ágústa Fanney og Sara Rut eiga von á sínu fyrsta barni í febrúar. Þær lærðu báðar kvikmyndagerð í Los Angeles. viðtal 29 Helgin 18.-20. desember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.