Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 18.12.2015, Qupperneq 32
Vatnsmýrin væri gott svæði fyrir unga fólkið Þegar Trausti Valsson mætti hippaandanum í Berlín árið 1967 hurfu ætlanir hans um nám í arkitektúr eins og dögg fyrir sólu. Hugsunin um að vistvæn borg geti bætt líf okkar til hins betra dró ungan hugsjónamanninn í hin nýju og spennandi skipulagsfræði. Síðar varð hann fyrsti Íslendingurinn til að verða doktor í skipulagsfræði og til að kenna þau við HÍ. Nú þegar Trausti undirbýr starfslok hefur hann miðlað fræðunum í 12 bókum og 150 ritgerðum og nú síðast í sjálfsævisögulegri bók. Hann segir Íslendinga vera ansi óskipulagða, það sjáist einna best á deilum um Landspítalann, og hann harmar þróun miðbæjarins sem í dag sé fyrir ofurríkt fólk og hótel. É g lauk stúdentsprófi árið frá MR árið 1967 og þá hafði ég fyrir löngu ákveðið að ég skyldi verða arkitekt. Ég taldi mig hafa góðan listrænan grunn en svo þegar ég kom til Berlínar í nám þá var hippabyltingin að skella á og hún breytti öllu,“ segir Trausti Valsson sem nýlega gaf út ævisögulega bók þar sem fókusinn er á starfsferilinn Trausti Valsson var fyrsti Íslendingurinn til að mennta sig í skipulagsfræðum. Hann fagnar sjötugsafmæli á næsta ári og mun sama ár hætta kennslu við HÍ. Aðspurður segir hann tilhugsunina um starfslok vera að venjast, mest af öllu hlakki hann til að vera laus við alla rútínu. „Ég er ekki komin með neitt plan fyrir næsta ár og þannig á það að vera, ekkert fastbundið. Ég á fjögur barnabörn og að eyða meiri tíma með þeim er það eina sem er komið á dagskrána.“ Trausti fór snemma að velta fyrir sér áhrifum hlýnandi loftslags á borgarskipulag og þetta er fyrsta kortið til að sýna mögulegar afleiðingar á Reykjavík. Kortið birtist í bókinni Land sem Auðlind, árið 1993. Land sem líklegt er að tapist er rauðleitt. Árið 2004 var Trausti gestakennari við Berkley háskólann þar sem hann stýrði kúrs um áhrif lofstlagsbreytinga á borgir og tveimur árum síðar gaf hann út bókina How the World will change with Global warming, sem er fyrsta ritið til að taka loftslags- breytingar til greina í borgarskipulagi. Framhald á næsti opnu Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á auglysingar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri auk lausadreifingar um land allt. Dreifing með Fréttatímanum á bæklingum og fylgiblöðum er hagkvæmur kostur. Ert þú að huga að dreifingu? en Trausti var fyrsti Íslendingurinn til að læra skipulagsfræði og síðar kenna hana við Háskóla Íslands. Byltingarandinn í Berlín „Þegar ég mætti í arkitektaskólann í Berlín var að hann undirlagður af veggspjöldum þar sem á stóð: „Arkitektar hættið að teikna og byrjið að hugsa!“ Þetta vakti undr- um mína því ég var þarna kominn til að teikna en ég tók fljótlega eftir því að námið snerist fyrst og fremst um að endurhugsa gömul konsept og brjótast undan áþján eldri kyn- slóðarinnar, sem var nasistakyn- slóðin,“ segir Trausti sem auk þess lærði það snemma að pólitík snert- ir alla fleti samfélagsins. „Við hjónin vorum þarna með litla dóttur okkar sem fékk pláss á barnaheimilinu á háskólasvæðinu, en það var byggt í opnum anda því börnin áttu að vera alin upp í bylt- ingaanda. Börnin máttu til dæmis ekki kalla foreldrana mömmu og pabba, heldur bara eftir skírnar- nöfnum. Ég varð fyrir miklum áhrifum af þessu öllu og fann hjá mér þörf til að breyta þjóðfélaginu og sá að til þess væri betra að vera skipulagsfræðingur en arkitekt því skipulagsfræðin snýst að miklu leyti um lífsstíl og hipparnir vildu annarskonar lífsstíl.“ Trausti segir það hafa verið ákveðið sjokk að koma svo aftur til Reykjavíkur fjórum árum síðar. „Mig rak í rogastans því ég sá borg- ina auðvitað með alveg nýjum aug- um og ég ætlaði hreinlega ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá Breiðholtið. Það var nákvæmlega eins og það sem skipulagsfræðin í Berlín hafði afneitað, þ.e hrað- brautavæðingunni og svefnhverf- unum. Aðaláherslan í náminu hafði verið á þéttari byggð og grænni lífs- stíl, eins og er í umræðunni núna á Íslandi.“ 32 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.