Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 52

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 52
versta sem getur gerst? Ef maður hugsar um það, þá er ekkert sem getur gerst. Annað en það að ein- hverjir verða fúlir, en það stendur stutt yfir,“ segir Kristófer. „Það sem ég gerði fyrir tveimur árum var að ég sleppti því að fara á samfélagsmiðlana í nokkra daga því ég vildi ekki sjá viðbrögðin. Sem ég hefði ekki átt að gera því viðbrögðin voru svo góð,“ segir hann og hlær. „Maður fer út í þetta ævintýri með það fyrir augum að maður getur aldrei gert öllum til geðs. Ef maður reynir það þá mun það mistakast. Maður fær fleiri til þess að hlæja ef maður er bara trúr sínu gríni og sinni sannfæringu. Ég tel mjög líklegt að einhver hópur, sem vill fá hárbeitt pólitískt skaup sem sting- ur á einhverjum kýlum, verði fyrir vonbrigðum,“ segir hann. „Þeir sem hafa gaman af hefðbundnum skets- um þar sem gert er grín að þjóðinni sjálfri verða sáttir.“ Sköpunargleðin fær að njóta sín Martröð þeirra sem vinna að skaup- inu er að eitthvað markvert gerist milli jóla og nýárs, sem ekki verð- ur hægt að koma fyrir í skaupinu sjálfu. Kristófer segist þó hafa smá tíma upp á að hlaupa ef eitthvað óvænt gerist. „Það er erfitt ef það gerist. Sérstaklega þar sem fjár- munir eru naumt skammtaðir í áramótaskaupið,“ segir hann. „Það er í rauninni lygilegt hvað það er verið að gera gott skaup fyrir litla fjármuni. Þá er gott að finna fyrir því að öllum þykir vænt um skaupið og all- ir vilja vera með í því, svo það leggja allir mikið á sig til þess að láta þetta ganga upp. Leikarar vilja vera í skaupinu, allavega einu sinni,“ segir hann. „Síðustu vikurnar er maður samt á nálum um að ekkert gerist í þjóðfélaginu. Helst má ekkert gerast sem ekki er hægt að leysa á einfaldan hátt.“ Kristófer hefur verið lengi í þessum bransa og unnið mikið fyrir sjónvarp. Hann leikstýrði hinum vinsælu þáttum um Fólkið í blokkinni og á þessu ári gerði hann sketsa- þættina Drekasvæðið sem sýndir voru á RÚV. „Ég hef verið mikið í auglýsingum á þessu ári og svo eru leikin verkefni með hinum og þessum í þróun, sem lítið er hægt að segja meira frá á þessu stigi,“ segir hann. „Þau malla í kerfinu og verða vonandi að veruleika á næstu tveimur árum. Það sem er skemmtilegast að gera er að leikstýra leiknu efni, en maður verður að hafa þolin- mæði sökum þess að það líður oft langur tími á milli og slíkt. Það er mjög gaman að fá tækifæri til þess að gera skaupið því mað- ur getur leikið sér með mörg mismunandi form í einu,“ segir Kristófer. „Allar tegundir gríns, í bland við smá spennu og tónlistar- myndbönd. Maður fær mikið að leika sér, svo það er skemmtilegt að leyfa sköpunar- gleðinni að njóta sín.“ Allir vilja gott skaup Handritsskrifin að skaupinu gengu vel en þó voru sumir ekki alltaf sammála. „Hópur- inn var mjög þægilegur og við tjáðum okkur mikið um allar hugmyndir frá byrjun,“ segir Kristófer. „Ég held að enginn hafi móðg- ast í ferlinu og á endanum voru allir sáttir. Auðvitað var fólk stundum ósammála um grín enda á það að vera þannig. Það var aðal- lega svekkelsi að geta ekki gert betur og meira vegna tímamarka eða slíkt. Það eru samt allir sáttir við lokaútgáfuna og það er spenna fyrir þessu. Við notum marga leik- ara eins og venjulega og í handritshópnum eru frábærir leikarar sem ég nota mikið,“ segir Kristófer. „Þarna verða líka andlit sem fólk hefur séð áður í skaupinu og verða að vera. Það eru allir til í að leika í skaupinu. Skaupið er sameign okkar allra og það vilja allir að það sé gott. Meira að segja fólkið sem elskar það að rakka það niður. Innst inni þá langar það í gott skaup,“ segir Kristófer Dignus leikstjóri. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Það er í rauninni lygilegt hvað það er verið að gera gott skaup fyrir litla fjármuni. Þá er gott að finna fyrir því að öllum þykir vænt um skaupið og allir vilja vera með í því, svo það leggja allir mikið á sig til þess að láta þetta ganga upp. Leikarar vilja vera í skaupinu, allavega einu sinni. Lokalagið með Steinda og Agli Ólafssyni Það hefur skapast sá siður á undanförnum árum að ljúka áramótaskaupinu á tónlistaratriði og í ár verður engin breyting á. Það er Steindi Jr. sem semur lagið, í samvinnu við tónlistarhópinn StopWaitGo, og er það enginn annar en söngvar- inn Egill Ólafsson sem syngur lagið að þessu sinni og spilar stóran þátt í laginu. „Hann er Alpha- Male númer eitt á Íslandi,“ segir Kristófer. „Þetta lag hefur alla burði til þess að verða smellur í byrjun nýs árs.“ Það sem ég gerði fyrir tveimur árum var að ég sleppti því að fara á sam- félagsmiðlana í nokkra daga því ég vildi ekki sjá viðbrögðin. Sem ég hefði ekki átt að gera því viðbrögðin voru svo góð.“ Ljósmynd/Hari 52 viðtal Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.