Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 54

Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 54
Verðugur sess þess gráa Þ Það kennir margra grasa í jólabókafóðinu nú, eins og endranær. Á ritstjórn Frétta- tímans berast margar bækur til kynn- ingar eða til gagnrýnanda, skáldsögur, ljóðabækur, ævisögur og barnabækur, auk fjölmargra bóka um samfélagið fyrr og nú, menn og málefni. Inn á milli má finna bækur um sérhæfð áhugamál, bæk- ur um bíla og flugvélar, eða jafnvel mjög sérhæfð, eins og traktora. Slík bók barst ritstjórninni fyrir þessi jól. Margt gott má segja um blaðamenn þessa ágæta blaðs, raunar flest, en þó verður að viðurkenn- ast að áhugi þeirra á dráttarvélum er takmarkaður, ef nokkur. Því barst bókin fljótt á borð undirritaðs vegna pistils sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum í kjölfar þess að Bjarni Guðmundsson á Hvann- eyri skrifaði um gráar Ferguson dráttar- vélar sem mörkuðu upphaf vélvæðingar víða til sveita en engin ein gerð dráttar- véla hefur notið viðlíka vinsælda og gráni gamli. Í pistlinum lýsti ég kynnum mín- um af gráa Fergusoninum sem strákur í sveit fyrir margt löngu, merkilegum grip sem ólíkt skemmtilegra var að keyra en elta beljurassa víða um grundir, moka flórinn, raka eða rifja, með fullri virðingu þó fyrir þeim ágætu störfum til sveita. Dætur mínar gáfu mér Ferguson-bók Bjarna í afmælisgjöf árið sem hún kom út og síðar eignaðist ég forláta Ferguson bolla, fagurlega myndskreyttan með þeim gamla gráa við heyvinnslu og annað al- mennt brúk. Gott er að drekka morgunte úr því væna postulíni eftir að kona mín ákvað að draga úr kaffidrykku en fá sér te í staðinn. Það hefur þýtt mjög aukna tedrykkju af minni hálfu, sem ágætt er. Það vegur upp á móti eilífu kaffiþambi í vinnunni. Nýja traktorabókin er myndabók, þar sem getur að líta flesta traktora frá upp- hafi þessara þarfatækja, enda heitir hún Traktorar í máli og myndum. Þar er farið í gegnum sögu þessara mögnuðu tækja sem umbyltu landbúnaði heimsins á 20. öld. Í bókinni er fjallað um ríflega 450 traktora af öllum stærðum og gerðum og mennina á bak við tækin, sem ýmist unnu saman eða tókust harkalega á, eins og þeir kappar og uppfinningamenn, sá írski Ferguson og ameríski Ford. Slíka bók er gaman að skoða þótt hún verði tæpast tekin með í rúmið, svo stór og þung er hún. Þarna má kynnast göml- um og nýjum græjum, stórum og smáum. Áhugi minn á traktorum er hins vegar ekki almennur. Ég tek ekki sérstaklega eftir traktorum á götum úti, gröfum né öðrum slíkum apparötum. Áhuginn er frekar sagnfræðilegur og þá helst bundinn við gamla traktora þar sem grái Fergusoninn er í öndvegi. Ég hef heldur ekki hug á að eignast trak- tor enda hef ég ekkert við slíkt tól að gera, jafnvel ekki gamlan grána. Ég kann auk þess ekkert á vélaviðhald eða viðgerðir, hvað þá að gera upp gamlar búvélar. Ég skil hins vegar þá sem slíkt stunda og ég þykist vita að til sé áhugamannafélag um gamla Fergusoninn – og jafnvel fleiri drátt- arvélar, auk þess sem menn aka á traktors- dögum að sumarlagi í heiðursfylkingu, líkt og þeir gera sem fornbíla halda, Bjúkka, Kadillakka og aðrar slíkar gersemar gull- aldar bílanna. Bjarni Guðmundsson hefur raunar skrif- að merka bók um annan frumherja meðal traktora, hinn rauða Farmall Cub og aðra bræður hans frá International Harvester. Farmall Cub kynntist ég ekki, enginn slíkur var þar sem ég var sumardrengur í sveit hjá góðu fólki í Skálmardal í Múla- sveit, sem nú tilheyrir sameinaðri Reyk- hólasveit, enda Múlasveitin löngu komin í eyði. Þangað kom hins vegar stærri Inter- national Harvester dráttarvél til viðbótar við gráa Fergusoninn meðan ég gegndi þar smalastörfum. Nýi traktorinn, rauður og glansandi þegar hann kom, var allur kraftalegri en Fergusoninn, dísilknúinn í stað bensínvélar þess gráa, með öflug ámoksturstæki og fleira sem vel nýttist bændum. Okkur sumarstrákunum þótti enn skemmtilegra að keyra þann nýja, enda hægt að gefa inn með fótgjöf í stað handgjafar Fergusonarins. Það auðveldaði gírskiptingar að geta sleppt olíugjöfinni í stað þess að rykkjast áfram á fullri hand- gjöf þess gráa þegar skipt var. Í minningunni lifir grái Fergusoninn þó fremur en rauði frændinn. Hann var traktorinn sem við strákarnir fengum að keyra fyrst, raunar fyrsta reynsla okkar borgardrengjanna af fullorðinsheimi. Þess vegna skildi ég vel hálfrar aldar gamlan draum tveggja vina sem þeir létu rætast á liðnu sumri. Þeir kölluðu sig vini Ferguson og óku hringinn í kringum landið á tveimur Massey Ferguson trak- torum. Annar þeirra var traktorinn sem þeir unnu á í sveitinni fyrir 50 árum. Þeir ætluðu sér hálfan mánuð í hringferðina og styrktu um leið gott málefni með fram- taki sínu. Ferðin gekk vel og vöktu þeir athygli hvar sem þeir komu á sínum hæg- fara farartækjum. Minningar þeirra voru þær sömu og hjá okkur Gústa í sveitinni, sem skiptumst á að reka og sækja kýrn- ar – og keyra Fergusoninn í Skálmardal. Gústi, Ágúst Ingi Jónsson, blaðamaður og lengst af fréttastjóri Morgunblaðsins, deilir æskuminningum mínum um Fergu- soninn gráa líkt og á við hjá fyrrgreindum æskufélögum sem lögðu í hringferðina. Ólíklegt þykir mér þó að við Gústi end- urtökum afrek þeirra enda veit ég lítt um afdrif Skálmardals-Grána en annar trak- torinn sem fyrrgreindir félagar óku hring- veginn var sá sami og þeir unnu á í sinni sveit. „Það kom aldrei annað til greina,“ sögðu þeir við upphaf ferðarinnar í sumar, „en að fara á traktornum okkar.“ Sá var, að þeirra sögn, af gerðinni Massey Ferguson, tegund 35X. Engin frekari deili kann ég á þeirri gerð dráttarvéla – enda er sagn- fræðilegur áhugi minn á dráttarvélum að- eins bundinn forvera þessa Massey Fergu- son, þeim herskipsgráa Ferguson – sem vissulega fær sinn verðuga sess í nýju trak- torabókinni. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 54 viðhorf Helgin 18.-20. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.