Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 56

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 56
J óhannes Sveinsson Kjarval fæddist á bænum Efri Ey í Meðallandi árið 1885, en kirkjubók og hans eigin móður bar ekki alveg saman um fæðingar- daginn. Þannig taldi presturinn hann hafa fæðist þann 15. október en sjálfur hélt Kjarval lengi upp á afmæl- isdag sinn þann 7. nóvember. Listgáfa Kjarvals kom snemma í ljós í uppvexti hans á Borgarfirði eystra en tilsögn í myndlist hlaut hann í Reykjavík eftir að hann fluttist þangað árið 1902 og fyrstu einkasýningu sína hélt hann þar árið 1908. Hann fór utan til náms árið 1911 og bjó erlendis við nám og störf í fullan áratug. Fyrst dvaldi hann í Lundúnum en fór síðan til náms í Kaupmannahöfn, fyrst í undirbúningsnám en var síð- an á Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Hann sneri aftur til Íslands árið 1922 og bjó þar síðan, ef undan er skilin dvöl hans í París árið 1928. Ef nefnd eru „Kjarvalsverk“ sjá allir fyrir sér lands- lagsverk hans þar sem myndefnið er byggt upp af kúb- ískum einingum og oft með kynjaverum á sveimi. Þessi miklu verk vann hann á stöðum ferðum um landið þar sem hann bjó í tjaldi eða hjá bændum og málaði úti, jafnt fjarlægan fjallahring sem það sem næst honum stóð. Hann bjó sér til sína eigin goðsögukenndu verur sem runnu saman við náttúrutúlkun hans og oft eru lesnar sem túlkun hans á þjóðtrú og íslenskum ævintýrum. En bak við málverkin var annar Kjarval, hinn síteikn- andi og sískapandi listamaður. Skissur hans og riss endurspegla ævintýralegt ímyndunarafl og frjóan huga í óheftri og frjálslegri tjáningu. Hann rissaði gjarnan hugmyndir sínar á þann pappír sem hendi var næstur, hvort heldur það voru sendibréf, umslög, sígarettuöskj- ur, servíettur eða víxileyðublöð. Hinar miklu og tíðu bréfaskriftir Kjarvals við aðra birta mynd af manni sem er einstaklega mikilvægur í augum samferðarmanna sinna, er einskonar þjóðar- eign. En um leið birta bréf Kjarvals sjálfs mann sem er óhátíðlegur, léttur og kátur. Hann sendir til að mynda Sigurði Nordal afmæliskveðju þann 22. febrúar 1956 með orðunum „Þú átt afmæli í dag, Gamli í dag.“ Og ritar undir: „Bless Jonný“. Kjarval þótt einstaklega bóngóður og því er urmull af skeytum til hans frá fólki sem biður hann um að- stoð í formi málverks, peninga eða að hann kaupi fyrir fólk stórt og smátt sem það vanhagar um. Barn skrifar honum því: „Kæri Kjarval minn! Ég er lasin og langar til að biðja þig um að gefa mér aur fyrir appelsínu. Dódó“ Og margir urðu til að skrifa honum innblásin aðdáenda- bréf, á borð við þetta: „Oft hefir mig langað til að stanza yður, þegar ég hef mætt yður á götu í Reykjavík, og þakka yður fyrir það, sem hefir hrifið mig í list yðar. ... Hvers vegna get ég grátið þegar ég sé hraunbreiðu og víðan fjallahring málaðan af Kjarval. Af því að myndir yðar eru lifandi verur, þær hafa sál, og stundum sjáum við í þeim okkar eigin sál. ... Þér eruð túlkur íslenzku þjóðarsálarinnar.“ Kæri Kjarval Í ár eru liðin 130 ár frá fæðingu Jóhannesar Sveinssonar Kjarval. Á þessu afmælisári kemur út vegleg bók um teikningar hans og pár í um- sjón listfræðinganna Æsu Sigurjóns- dóttur og Kristínar G. Guðnadóttur. Í bókinni, Út á spáss- íuna, er í fyrsta sinn birt úrval af gríðarlega umfangs- miklu safni Kjarvals af margs konar skrifum og teikningum sem varpa nýju ljósi á list hans og líf. „Gáðu að þér í sortanum.“ Uppkast að afmæliskveðju til Tómasar Guðmundssonar. Með kærleik og virðingu Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Þorsteinn Elísson lí i | í i | Metal design Stefán Bogi Stefánsson gull-og silfursmiður Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS! www.veidikortid.is 56 bækur Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.