Fréttatíminn - 18.12.2015, Síða 64
Troðfull verslun af
nýjum vetrarvörum
Brim er fjölskyldufyrirtæki sem rekur tvær verslanir á Laugavegi 71 og í Kringlunni. Brim er tísku-
og lífsstílsverslun þar sem boðið er upp á yfir 20 vinsæl merki. Þó svo að Brim hafi verið þekktast
í gegnum tíðina sem verslun fyrir þá sem stunda hvers kyns brettaíþróttir þá býður verslunin upp
á fjölbreyttan tískufatnað fyrir börn og fullorðna.
V erslun Brims á Laugaveg-inum lítur kannski ekki út fyrir að vera stór í snið-
um, en í kjallaranum er stórt rými
sem er nú troðfullt af splunkunýj-
um vetrarvörum. Meðal merkja
sem eru fáanleg í Brimi eru Billa-
bong, Element, 686, Hydroponic
og Hoppipolla. „Flex buxurnar frá
Element hafa verið afar vinsælar,“
segir Björn Ólafsson, einn eigenda
Brims, en um er að ræða buxur úr
teygjuefni og segir Björn að karl-
menn séu nú að uppgötva töfra flex
efnisins, sem konur hafi vitað af í
fjölda ára. „Buxurnar koma í mörg-
um litum og eru úr sterku efni, svo
liturinn helst vel milli þvotta.“
Fyrir jólin er einnig að finna gríð-
arlegt úrval af fallegum prjónapeys-
um og skyrtum í Brimi. Bandaríska
snjóbrettamerkið 686 er einnig
áberandi í Brim um þessar mund-
ir. 686 framleiðir vandaðan snjó-
brettafatnað sem er afar vinsæll í
Bandaríkjunum og í Evrópu. „Við
höfum verslað við 686 í níu ár og
aldrei fengið eina gallaða vöru frá
þeim,“ segir Björn. Verslanir Brim
verða opnar til klukkan 22 öll kvöld
fram að jólum og til klukkan 23 á
Þorláksmessu.
Unnið í samstarfi við
Brim
Verslun Brims við Laugaveg 71 er full af fallegum vetrarvörum fyrir börn og fullorðna.
Verslanir Brims á
Laugaveginum og
í Kringlunni verða
opnar til klukkan
22 öll kvöld fram
að jólum, og til
klukkan 23 á Þor-
láksmessu. Myndir/
Hari
Laugavegi 54
S. 552 5201
Peysur og
ponsjó á
5000kr
Flottar jólagjafir
hokuspokus.is
Laugarvegur 43 - 101 Reykjavík - S. 551-2475
Hókus Pókus
Laugavegi 69
101 Reykjavík
Iceland
KROLL · LAUGAVEGI 49
64 Aðventan í miðbænum
Helgin 18.-20. desember 2015