Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 98

Fréttatíminn - 18.12.2015, Side 98
98 bækur Helgin 18.-20. desember 2015  RitdómuR SyndaRinn Ólafur Gunnarsson Yrsa hrifsar toppsætið Yrsa náði toppsætinu á Metsölulista Eymundsson þessa vikuna, en hún og Arnaldur hafa undanfarnar vikur skipst á að vera í fyrsta sæti. Í þriðja sæti er Stóri skjálfti eftir Auði Jóns- dóttur. 1 Sogið Yrsa Sigurðardóttir 2 Þýska húsið Arnaldur Indriðason 3 Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir 4 Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson 5 Mamma klikk! Gunnar Helgason 6 Stríðsárin 1938 - 1945 Páll Baldvin Baldvinsson 7 Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson 8 Og svo tjöllum við okkur í rallið Guðmundur Andri Thorsson 9 Hundadagar Einar Már Guðmundsson 10 Endurkoman Ólafur Jóhann Ólafsson Listinn er byggður á sölu í verslunum Pennans-Eymundsson dagana 9.-15. desember. metSöluliSti eymundSSon  ljóð Sölvi BjöRn SendiR fRá SéR tvæR BækuR H andritin að báðum þessum bókum voru tilbúin og eftir að ég tók þá ákvörðun að fresta útgáfu skáld- sögu sem ég hef verið að vinna í fór ég að grúska í öðru efni sem endaði með útgáfu þessara tveggja bóka,“ segir Sölvi Björn Sigurðsson þegar spurt er hví hann hafi sent frá sér tvær ljóðabækur í einu. „Þær eru það ólíkar í innihaldi og efnistökum, þótt báðar séu ljóðabækur, að mér fannst ljóðin í þeim ekki eiga heima í einni bók.“ Nafn bókarinnar 50 1/2 sonnetta vekur forvitni, leynist hálf sonnetta þarna? „Hún er reyndar rúmlega hálf,“ segir Sölvi og hlær. „Þetta byrjaði á gjörningi þar sem ég ætlaði að yrkja 101 sonnettu og sótti um hundrað þúsund króna styrk til Menning- arnætur til þess. Mér voru hins vegar veitt- ar fimmtíu þúsund krónur þannig að þá fannst mér við hæfi að hafa þær fimmtíu og hálfa til að vinna fyrir kaupinu mínu. Það var nú ærið nóg og reyndar bara heppilegt þegar á hólminn var komið að þær þurftu ekki að vera 101. Þetta var dálítill gjörn- ingur þar sem fólk gat pantað hjá mér sonn- ettur um ákveðið yrkisefni sem það hafði í huga og ég reyndi að fella það inn í formið.“ Hvers vegna valdirðu sonnettuformið, er það ekki úrelt? „Ekki finnst mér það. Það má alltaf endurnýja gamalt form. Sumt þarna er alveg eftir bókinni en annað er togað og teygt í nýjar áttir og það er alltaf gaman að gera tilraunir með svona fast form.“ Auk eigin sonnetta eru í bókinni þýð- ingar Sölva á sonnettum ýmissa frægra skálda, þarna eru þýðingar á Baudelaire, Rimbaud, Byron, Keats og Shakespeare, svo nokkrir séu nefndir. Hvers vegna eru þeir þarna. „Þessar þýðingar hafa tínst til í gegnum árin, voru ekki hluti af gjörningn- um. Baudelaire hringdi ekki og bað mig að þýða sig enda er sú sonnetta eitt fyrsta ljóðið sem ég þýddi, fyrir 20 árum eða svo. Ég notaði bara tækifærið til að hafa þess- ar þýðingar með úr því ég ákvað að safna þessu saman á bók.“ Hin bókin, Kristalsaugað – þjóðsaga, er af allt öðrum toga. Hvað segirðu mér um tildrög hennar? „Uppsprettan er þjóðsagan um Silunga-Björn sem hafði það orð á sér í fyrndinni að hafa búið ofan í vatni. Mér fannst það dálítið spennandi tveggja heima hugmynd. Og það óræða, eða dulræna í þeirri hugmynd er partur af þeim dulræna blæ sem bókin tók á sig. Einhvern veginn komu þessar myndir til mín í þeirri óræðu sýn og röðuðu sér svona einkennilega upp. Ég leyfði því bara að vera, þannig að and- rúmsloftið og myndirnar gætu kannski á endanum fært einhverjum þessa sýn ef hann hefði nennu til að kafa á djúpið.“ Kristalsaugað er myndskreytt af Sölva sjálfum og sex ára dóttur hans og stemn- ingin í myndunum rímar vel við dularfulla stemningu ljóðanna. „Þetta var svona fjöl- skylduverkefni. Mér fannst bókin alveg mega við þessari myndskreytingu og jafn- vel þurfa á því að halda. Myndirnar auka á þennan óræða blæ sem ríkir í ljóðunum.“ Sölvi segir jólavertíðina vera mun ró- legri þegar menn séu með ljóðabækur en skáldsögur og hann hafi notið þess að vera í hægari takti en oft áður. Strax eftir ára- mótin taka síðan áframhaldandi skáldsögu- skrif við, vill hann upplýsa um hvað sagan er? „Þetta er ættarsaga úr nútímanum með smá ævintýri í bland. Þjóðfélagssaga sem segir af atburðum með sterku plotti, þann- ig að það er smá spenna í þessu líka.“ Ekki skáldævisaga samt, verða ekki allir að skrifa þær? „Langt frá því, en það kemur örugglega að því einhvern tíma að maður skrifi eina slíka. Eru ekki allir að því núna? Maður verður að fylgjast með.“ Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Vann fyrir kaupinu sínu Þjóðleikhúsið hefur tryggt sér réttinn á barnabókinni Mömmu klikk! eftir Gunnar Helgason sem kom út í haust. Bókin hefur notið gríðarlegra vinsælda og er nú í fyrsta sæti á sölulistum barnabóka. Mamma klikk! fjallar, að sögn Símonar Birgissonar, dramatúrgs hjá Þjóðleik- húsinu, á hjartnæman og drepfyndinn hátt um alvarlegt málefni og er ætluð allri fjölskyldunni til lestrar. Leikgerð upp úr bókinni verður unnin í Þjóðleikhús- inu á árinu en stefnt er á að verkið rati á fjalir Þjóðleik- hússins veturinn 2016 – 2017. Mamma klikk! verður leikrit Það er brjálað að gera í prentverkinu þessa dagana því vinsælustu bækur vertíðarinnar eru sumar komnar í þriðju prentun. Meðal annarra bóka sem slíkra vinsælda njóta má nefna Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, Dimmu eftir Ragnar Jónasson og Þína eigin goðsögu eftir Ævar Þór Benediktsson. Ýmsum þykir eflaust undarlegt að metsölubækur þeirra Yrsu og Arnaldar séu ekki prentaðar oftar en einu sinni en ástæðan er einfaldlega sú að útgefendur gera ráð fyrir roksölu á þeim bókum og eru þær því prentaðar í risaupplögum strax í fyrstu prentun. Auður, Ragnar og Ævar í þriðju prentun Ólafur Gunnarsson er einstakur í íslenskri rithöfundastétt. Sögur hans eru breiðar og umfangsmiklar og þar er allt undir; mannskepnan birtist í öllum sínum breyskleika, enginn er alvondur eða algóður og einfaldar lausnir fyrirfinnast ekki. Oft eru trúarleg stef undirliggjandi, það er tekist á um hinstu rök tilverunnar, spurt um sekt og sakleysi og ekki síst um fyrirgefninguna. Getur Guð fyrirgefið nasistum? Og ef Guð getur það ekki hvernig á þá aum mannskepnan að fyrirgefa öðrum? Syndarinn er sagður sjálfstætt framhald síðustu skáldsögu Ólafs, Málarans, en hún er þó í beinu framhaldi, hefst sama kvöld og Málar- anum lýkur og væntanlega er erfitt fyrir lesendur sem ekki hafa lesið Málarann að átta sig á hvað er í gangi til að byrja með. Hér er það þó ekki hinn misheppnaði listmálari Davíð Þorvaldsson sem er í for- grunni, þótt hann komi vissulega mikið við sögu, heldur erkióvinur hans sjálfútnefndi snillingurinn Illugi Arinbjarnar sem í upphafi sögu er að sýna verk sín í sjálfu MoMa í New York við mikla hrifningu og tilheyrandi uppslátt í blöðum. Ekki eru þó allir jafn hrifnir og gamall kósakki sem viðstaddur er opnun sýningarinnar kallar listmálarann lygara og setur punktinn yfir i-ið með því að kveikja í sér inni í sýn- ingarsalnum. Saga þessa gamla kósakka verður svo kveikjan að næstu myndaröð málarans, myndaröð sem ekki vekur jafn mikla hrifningu. Syndarinn er feikilega umfangsmikil skáldsaga, hér er rokkað milli áratuga eins og ekkert sé og síðari heimsstyrjöldin miðpunktur sögunnar þótt Illugi og co séu að stunda sínar syndir á síðustu árum níunda áratugar síðustu aldar. Þegar til sögunnar er kvaddur íslenskur rithöfundur í Kaupmannahöfn á stríðsár- unum sem gengur til liðs við nasista er lesandinn farinn að velta því fyrir sér hvert höfundur sé eigin- lega að fara, hvort sagan sé ekki að losna á saum- unum og lenda út í móa. Svo reynist auðvitað ekki vera, til þess er Ólafur alltof flinkur sögumaður, og hann dregur alla þræði saman að lokum með glæsi- brag eins og hans er von og vísa. Hann er ekki lærisveinn Dostojevskís fyrir ekki neitt. Persónusköpun Ólafs er kapítuli út af fyrir sig. Hann er lítið fyrir það að skapa einhverja meðaljóna, hér eru allir „larger than life“, stór- brotnir í öllum sínum mistökum, kannski einum of stórbrotnir – og á það jafnt við um kvenpersónur og karla. Lesandinn á dálítið erfitt með að „kaupa“ þetta fólk hvað þá að samsama sig því eða finna til samúðar og því hafa örlög þess ekki nein djúpstæð áhrif á hann. Sem er synd þar sem sagan er sterk og veltir upp mörgum mikilvægum spurning- um, ekki síst um ritun mannkynssögunnar sem, eins og allir vita, er alltaf skrifuð af sigurvegurunum og sleppir því sem varpar skugga á þá sjálfa. Ólafur Gunnarsson gefur ekki mikið fyrir þá söguritun og sú ósk er heitust í brjósti lesanda sem leggur frá sér Syndarann að lestri loknum að hann haldi áfram að segja okkur til syndanna – við þurfum á því að halda. -fb Hinn íslenski Dostojevskí  Syndarinn Ólafur Gunnarsson JPV-útgáfa 2015 Gunnar Helga- son er leikari að mennt og kann væntanlega vel við sig í Þjóð- leikhúsinu. Ævar Þór er á mikilli siglingu og Þín eigin goðsaga er komin í þriðju prentun. Stóri skjálfti Auðar Jónsdóttur er í þriðja sæti. Sölvi Björn Sigurðsson sendi nýlega frá sér tvær ljóðabækur í einu: 50 1/2 sonnettu og Kristalsaugað – þjóðsögu. Sonnetturnar urðu til sem hluti af gjörningi á Menningarnótt og Kristalsaugað byggir á þjóðsögunni um Silunga-Björn. „Baudelaire hringdi ekki og bað mig að þýða sig enda er sú sonnetta eitt fyrsta ljóðið sem ég þýddi, fyrir 20 árum eða svo,“ segir Sölvi Björn. Ljósmynd/Hari Sumt þarna er alveg eftir bókinni en annað er togað og teygt í nýjar áttir og það er alltaf gaman að gera til- raunir með svona fast form.“ Jólaskeiðin 2015 Framleidd af Verslun Guðlaugs A Magnússonar samfleytt síðan 1946. Smíðuð úr 925 sterling silfri, 24kt gylling. Guðlaugur A. Magnússson Skólavörðustíg 10 101 RVK / S. 562 5222 / www.gam.is Hin eina sanna Verð: kr. 17.900 - Jólaskeiðin fæst eingöngu í verslun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.