Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 110

Fréttatíminn - 18.12.2015, Page 110
 Í takt við tÍmann Edda konráðsdóttir Óhrædd við að ganga í strákafötum Edda Konráðsdóttir er 23 ára Breiðhyltingur sem starfar sem verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Hún lærði viðskiptafræði í Háskóla Íslands og fór mikinn í félagsstörfum á námsárunum. Edda stundar jóga og drekkur kokteila en borðar ekki kjöt. Staðalbúnaður Það fer rosalega mikið eftir skapi og árstíðum hvernig ég klæði mig. Ég enda samt oftast í stíl- hreinum, svörtum fötum þó ég reyni að lífga upp á þetta með einni og einni flík. Ég hef unnið í JÖR og verið viðloðin fyrirtækið frá því búðin opnaði svo fatastíllinn mótast svolítið af því, ég er til dæmis alltaf í JÖR kápunni minni og chelsea boots. Annars er ég ekki mikið að einblína á ákveðnar búðir eða hvort þær eru ætlaðar konum eða körlum. Ég hef til dæmis keypt svolítið af herrafötum á mig sjálfa í Húrra Reykjavík og í GK. Ég hef gaman af því leika mér að unisex stíl. Hugbúnaður Ég fer svolítið í jóga. Það er líkamsræktin mín. Svo er ég í nokkrum klúbbum. Það er til dæmis voða fínt að fara í gufuklúbbinn einu sinni í viku. Ég hef verið að dúlla mér við að sauma í frítíma mínum og svo finnst mér gaman að teikna og mála með mömmu minni. Ég fer nú ekki mikið út að skemmta mér en mér finnst næs fá mér kokteil á Bar Ananas. Ég er hrifin af vel útlítandi kokteilum og þar er suð- ræn stemning eins og maður sé í útlöndum. Ef ég fer á djammið fer ég oftast á Prikið. Ég er með Net- flix en ég hef ekki mikinn tíma til að horfa á þætti. Núna er ég að horfa aftur á Arrested Development. Það er gott að geta gripið í þá eða Seinfeld. Vélbúnaður Ég er með nýjan iPhone 6s plús, risastóran til að geta verið enn óðari á samfélagsmiðlunum en áður. Ég er mest á Snapchat og Twitter (@eddakon). Ég er að verða of óþolinmóð fyrir Instagram og Facebook. Ég fíla íslenska Twittersamfélagið, þar er fullt af flottu fólki og mikil gróska. Þar hef ég kynnst fullt af fólki, til dæmis stelpunum í matar- klúbbnum mínum. Ég fæ flestar mínar fréttir af Twitter. Ég er reyndar rosa mikið í símanum og er til dæmis alveg Calendar-óð. Ég set allt í Google Calendar. Það er nefnilega mikilvægt að hafa allt í röð og reglu – svona upp að vissu marki. Aukabúnaður Ég er pescetarian, grænmetisæta sem borðar fisk. Ég fékk meiri áhuga á elda- mennsku eftir að ég hætti að borða kjöt og er til dæmis dugleg að búa til mitt eigið pestó og hummus. Mér finnst gaman að gera allskonar tilraunir og fusion og er mikill matgæðingur. Ég dröslast um á hálfbiluðum Opel. Það er yfirleitt spennandi rússíbanareið að koma í bíl- túr með mér. Þegar ég á lausa stund reyni ég að staldra aðeins við og hitta fjölskylduna mína, til dæmis ömmu. Það er mikilvægt. Maður má ekki gleyma sér alveg í vinnu og áhugamálum en ég viðurkenni að ég geri það oft. Uppáhalds- staðurinn minn er lík- legast bústaðurinn í Grímsnesi en þar var ég mikið með fjölskyldunni þegar ég var lítil. Þar er gott að kúpla sig aðeins út. Lj ós m yn d/ H ar i HIN FAGRA OG FORNA ALBANÍA PÁSKAFERÐ 19. – 30. MARS ALBANÍA WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Innifalið: Flug, hótel í London, hótel með hálfu fæði í Albaníu, öll keyrsla í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. VERÐ 229.900.- (per mann i 2ja manna herbergi) Tólf bráðskemmti- legir grínistar stíga á svið í Tjarnarbíó á sunnudaginn klukkan 20. Margir þeirra eru þaulreynd- ir uppistandarar sem hafa haldið eigin sýn- ingar, komið fram í sjónvarpi og ferðast um heiminn til að breiða út gleðiboð- skapinn. Kvöldið verður alþjóðlegt þar sem gestir fá ekki aðeins að hlýða á ís- lenskt grín – heldur einnig kanadískt og ástralskt. Kynnir kvöldsins verður enginn annar en Þór- hallur Þórhallsson, sem hefur skemmt landsmönnum hvort sem er á sviði, í útvarpi eða á sjón- varpsskjám. Einnig hefur hann hitað upp fyrir erlendar (jóla) stjörnur og má þar helst nefna Jon Lajoie og Pablo Francisco. Þórhallur var einnig Fyndnasti Maður Íslands árið 2007. Jólagrínið verður um tveggja klukku- stunda sýning og fram koma Ari Eldjárn, Þorsteinn Guðmundsson, Bylgja Babýlons, Jó- hannes Ingi Torfa- son, Helgi Steinar Gunnlaugsson, Snjó- laug Lúðvíksdóttir, Bjarni Töframaður, Jonathan Duffy, Þórdís Nadía, York Underwood og Hug- leikur Dagsson. Miðaverð er 3.500 krónur. Athugið að einungis er ein sýn- ing svo fjöldi miða er takmarkaður. Hægt er að kaupa miða fyrirfram á midi. is og á tjarnarbio. is. Miðasala hússins opnar klukkan 19.  Uppistand vEisla á sUnnUdagskvöld Jólagrín í Tjarnarbíói ... gestir fá ekki aðeins að hlýða á ís- lenskt grín – heldur einnig kanadískt og ástr- alskt. 110 dægurmál Helgin 18.-20. desember 2015
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.