Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 6
Undirritaður er þjónn almanna-
þjóns og getur ekki tjáð sig um
hvað sem er. Getur ekki skrifað
um pólitík. En hér eru 400 orð um
eitthvað annað en pólitík.
„Sæðisfruma gærdagsins er lík
morgundagsins.“ Þessi orð eru
höfð eftir Marcusi Aurelíusi, fyrr-
um keisara Rómaveldis og heim-
spekingi. Þau minna á hversu ævi
okkar mannanna er stutt í heildar-
samhengi þróunarsögu tegundar-
innar. Það að vera einstaklingur í
samfélagi manna er verkefnið og
tíminn til þess að ná „árangri“ í því
verkefni er takmarkaður.
Maðurinn er gleyminn. Hann
vill og hann langar. Honum finnst
og hann heldur. En í raun getur
hann aldrei átt neitt né verið viss
um neitt nema e.t.v. um það að sá
rafboðefnaflutningur og tíðni sem
heldur hjarta hans og höfði kviku
í sál hans og vitund mun vaxa,
dofna og að lokum enda.
Við höfum í gegnum aldirnar átt
með okkur samfélög um tilvistina.
Smíðað ramma – siðferðisramma,
lagaramma – strúktúrerað sam-
félögin og skilyrt hugsun og hegð-
un í gegnum tól og tæki eins og
trúarbrögð, vísindi og stjórnspeki
– og komist vel af. Eða hvað? Líf
okkar hefur lengst í árum og sam-
félög okkar tekið miklum framför-
um. En í hverju eru „framfarirnar“
í raun fólgnar? Við eigum nú raf-
magnaða og jarðefnaknúna tilveru
umvafða steypu, járni, gleri og
plasti, jú og holdi – því samskipti
eiga sér víst enn stað í gegnum
hold. Við eigum möguleika á að
komast á milli staða og samskipta-
leiðum sem fyrir nokkrum öldum
hefðu þótt óhugsandi.
Tilveran er „spanaðri“ en
nokkru sinni fyrr – tíðni okkar
lituð af háspenntu rafmagni, skjá-
lífi, tjáningu, skoðunum, nokkuð
stöðugu viðbragði við áreiti og að
því mér virðist almennum skorti á
tengingu við innsæi. En þrátt fyrir
„framfarir“ okkar þá leitum við nú
í enn ríkari mæli að upphafstíðn-
inni – tíðni náttúrunnar. Tíðni sem
við erum partur af þó oft viljum við
hefja okkur yfir hana.
Við erum spendýr í grímubún-
ingum. Grímudansleikurinn inn-
rammaður af ofangreindum mann-
gerðu römmunum en gefið líf
með mennsku okkar og menn-
ingu. Ég vann eitt sinn með
manni í vegavinnu sem sagði
mér einn sumardaginn er
ég var unglingur undir sól-
inni, að það væru í raun
einungis fjórir þættir
sem skiptu máli í lífinu.
Maðurinn var glaðvær í
tíðni sinni er hann sagði
mér, þar sem hann stóð á
hlýrabolnum í kaffiskúrn-
um, að það sem skipti máli í
lífinu væri (í þessari röð) að:
drekka, reykja, ríða og hanga.
Er hann lauk síðasta orðinu stökk
hann upp og greip með höndunum
um einn þverbitann í lofti skúrsins
og „hékk“. Af hverju að vera að
flækja þessa stuttu ferð frá sæðis-
frumu að líki um of?
Höfundur er stefnumótunarsérfræðingur
í forsætisráðuneytinu.
Hver ertu?
Snorri Sturluson.
Hvar ertu?
Brooklyn, NY.
Hvað ertu að gera?
Nákvæmlega núna er ég með
kvef og er að kenna eldri syni
mínum á gítar. Almennt séð
starfa ég við kvikmyndagerð,
auglýsingamennsku og ljós
myndun.
Hvert ertu að fara?
Ég er orðinn mjög heimakær,
enda bý ég í borg sem býður
upp á allt sem hugurinn girnist.
Ég er helst að leggja drög að því
að fara mikið á snjóbretti í vetur
og að stunda brimbrettareið af
kappi á árinu.
Hvers saknar þú?
Fjölskyldu, vina, sundlauganna,
miðnætursólarinnar.
Hvað ertu feginn að vera laus við?
Veðrið, fámennið, íslensk stjórn
mál.
Hverju vildirðu breyta?
Engu fyrir mig persónulega,
en ef ég fengi að vera einráður
í einn dag með ofurmennska
galdraorku myndi ég afvopna
heiminn og skipta kökunni jafnt
milli jarðarbúa. Það er til miklu
meira en nóg fyrir okkur öll í
þessum heimi. Það eina sem
stendur í vegi fyrir því að allir
sitji við sama borð er eigingirni
okkar og óttinn við að missa
spón úr aski okkar.
Hvað getum við lært?
(Þ.e Íslendingar)
Íslendingar eru að drepast
úr því hafa rétt fyrir sér (ég
er ekkert undanskilinn). Það
mikilvægasta sem ég hef lært á
síðustu árum er að ég vil miklu
frekar vera hamingjusamur en
að hafa rétt fyrir mér (e: I’d rat
her be happy than right).
Hvernig ræktar maður tengsl
yfir landamæri?
Skype, Facebook, tölvupóst
ur, ljósmyndir, vídeó, síminn
o.s.frv.
Hvað slitnar ekki, hvað slitnar?
Fjölskyldutengsl og traust vina
sambönd eru það sem stenst
tímans tönn. Svo get ég líka allt
af hlustað á Rokk í Reykjavík,
Purrkinn, S.H. Draum, Utan
garðsmenn og lesið Laxness og
aðra höfuðsnillinga Íslands, sú
taug er römm. Allt annað slitnar
í sjálfu sér, ég hef litla nostalgíu
fyrir því sem ég ólst upp við og
reyni að lifa sem mest í núinu
og njóta þess sem lífið hefur
upp á að bjóða. Manni lærist að
það sem skiptir máli í lífinu er
ekki hvar maður er, hvað maður
á eða hvað maður er að gera.
Það er mikilvægast að vera sátt
ur við sjálfan sig og aðra menn,
og konur auðvitað.
I’d rather be happy...
Snorri segir Íslendinga vera að drepast úr því að hafa rétt fyrir sér.
T il skoðunar er að flytja í Marshall-húsið á Granda í Reykjavík en það er í eigu
nágrannanna, f iskvinnslufyrir-
tækisins HB Granda. Þreifingar
um að mynda menningarhús með
fjölþættri myndlistarstarfsemi hafa
staðið yfir í tvö ár. Hugmyndin er
að skapa framúrstefnulegan og
óháðan vettvang fyrir listamenn.
Marshall-húsið dregur nafn sitt
af Marshall-aðstoðinni sem Ís-
lendingar þáðu frá Bandaríkjun-
um á eftirstríðsárunum. Það var
byggt sem fiskimjölsverksmiðja
og á langa sögu. Ný starfsemi bæri
áfram nafn hússins. Húsið er ein-
staklega glæsilegt með fallegum
gluggum á alla kanta og hefur verið
tekið í gegn að undanförnu.
Á fyrstu hæð hússins er fyrir-
hugað að opna veitingastað. Kling
og Bang og Nýló fengju hvort sína
hæðina og efst í húsinu héldi Ólaf-
ur Elíasson til.
Arkitektarnir Ásmundur Hrafn
Sturluson og Steinþór Kári Kára-
son, arkitektar hjá Kurt og Pí, hafa
lagt drög að útfærslu hugmynd-
anna. Að mati forsvarsmanna Nýló
er mikil þörf á aukinni myndlistar-
tengdri starfsemi í miðbænum en
Nýló missti húsnæði sitt við Skúla-
götu fyrir tveimur árum og flutti
í Breiðholtið. Kling og Bang hélt
síðast til á Hverfisgötu en missti
húsnæðið í sumar og hefur leitað
að nýjum stað síðan.
Ólafur Elíasson rekur stúdíó
í Berlín með tæplega hundrað
starfsmönnum en hann er meðal
listamanna í umboðsgalleríinu i8 í
Reykjavík. Hugmyndin er að Ólaf-
ur hafi vinnustofu og opið sýning-
arrými í Marshall-húsinu.
Að mati hlutaðeigandi eru áform-
in til góðs fyrir alla með margvís-
legum samlegðaráhrifum. Telja
þau starfsemina auka aðdráttar-
afl Grandasvæðisins en auk þess
sé brýn þörf á að hlúa vel að gras-
rótarstarfsemi listamanna og sjálf-
stæðum listamannareknum rým-
um.
Marshallhúsið á
Granda fyllt af list
Tíðni
Áform eru uppi um að Nýlistarsafnið, galleríið Kling & Bang og listamaðurinn Ólafur Elíasson fari
undir sama þak í gömlu fiskverkahúsi HB-Granda. Ef af verður mun húsið fyllast af nýrri list.
Marshall-húsið stendur yst á Granda í Reykjavík. Mynd/Hari
Póskort
Bandaríkin
Utan hringsins
Héðinn Unnsteinsson
6 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016