Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 68
8 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Heilsa
Heilsuvenjur Erlu Traustadóttur – 50 ára
„Það er stutt síðan ég uppgötvaði
hvað það er ótrúlega gaman að
hlaupa. Mér finnst líka gaman að
hjóla, spila golf
eða ganga með
hundinn. Mér
leiðast líkams-
ræktarstöðvar,
en er til í flest
sem hægt er að
stunda utandyra,“
segir erla Traustadóttir, vinnusál-
fræðingur og maraþonhlaupari.
erla er fimmtug og kveðst reyna að
hreyfa sig eitthvað á hverjum degi.
Hún hjólar eða gengur yfirleitt til og
frá vinnu og mætir á hlaupaæfingar
hjá laugaskokki þrisvar í viku. „Það
er heilagur tími,“ segir hún.
Borðar þú hvað sem er eða hugsar
þú um það sem þú lætur ofan í
þig?
„Ég á rosalega erfitt með að neita
mér um góðan mat og er mikill
sælkeri. Ég trúi því að meðalhófið
sé best, en reyni auðvitað að velja
eitthvað hollt og gott.“
Hvernig er hefðbundinn morgun-
matur hjá þér?
„Það er ýmist chia-hafragrautur
með ávöxtum eða gamla góða
Cheeriosið. ef ég er í stuði er einnig
skálað í grænum djús og dagurinn
er fullkominn.“
Hvað gerir þú til að slaka á?
„Sumarbústaður tengdaforeldra
minna í Skorradal býr yfir töfra-
mætti og næst hvergi betri slökun
en þar. Þess á milli er það freyðibað
og góð bók.“
Lumar þú á einu heilsuráði sem
hefur gagnast þér vel í gegnum
tíðina?
„einfaldasta leiðin til að auka hreyf-
ingu er að nýta tímann til og frá
vinnu. Í kaupbæti mætir maður vel
vakandi og glaður í vinnu og nær að
veðra burt krefjandi vinnudag áður
en maður kemur heim.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir
áður en þú ferð að sofa?
„renni yfir það helsta á netinu og
les góða bók.“
Hefur þú sett þér einhver mark-
mið varðandi heilsuna á nýju ári?
„já markmið eru nauðsynleg til að
ná einhverjum árangri. Síðasta ár
var undirlagt af maraþonundirbún-
ingi, sem var óendanlega skemmti-
legur tími en einnig mjög krefjandi.
lítill tími gafst til að sinna öðrum
hugðarefnum, eða fjölskyldu og
vinum. Því verður árið 2016 til-
einkað aukinni samveru með þeim
sem standa mér næst og auðga líf
mitt á hverjum degi. Undirmarkmið
er svo að sjálfsögðu að koma þeim
öllum með mér út að hlaupa og hef
ég góðar vonir um að það takist
fyrir árslok.“
ára
50
Æfingarnar
heilagur tími
Líf án streitu
- lærðu að njóta lífsins
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja njóta lífsins,
lifa lífinu aðeins hægar og huga að andlegri og
líkamlegri líðan. Dvölin gefur einnig einstakt
tækifæri til að taka upp nýjar og skynsamlegar
leiðir hvað varðar hreyfingu, næringu og svefn.
Innifalið: Ljúffengur og hollur matur,
skipulögð dagskrá, hugleiðsla og jóga,
aðgangur að sundlaugum, baðhúsi
og líkamsrækt. Einnig nudd og val um
ýmsar meðferðir.
Verð á mann: 130.000 kr.
(123.500 í tvíbýli)
7 daga heilsudvöl 7. - 14. febrúar
Nánari upplýsingar í síma 483 0300 og á heilsustofnun.is
- berum ábyrgð á eigin heilsu
Meðgönguþjálfun og
þjálfun eftir fæðingu
Nánari upplýsingar er hægt
að finna á www.fullfrisk.com.
Skráningar og fyrirspurnir
í síma 661-8020 eða
dagmar@fullfrisk.com. í Sporthúsinu
Ný námskeið hefjast
11.01.16
Einnig er hægt að finna okkur á Facebook
Erla Traustadóttir vinnusálfræðingur æfði
sund í gamla daga en nú eiga hlaupin hug
hennar allan. Ljósmynd/Hari