Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 64
4 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 Heilsa „Ég forðast sem mest unnar vörur og kjöt. Ég kaupi aldrei kjöt nema ég virkilega þurfi þess. Ég ætl- aði að verða græn- metisæta en gafst upp – það var of erfitt,“ segir Kjartan oddason, 25 ára hönnuður hjá Maurum. Kjartan borðar mikið af fiski, græn- meti og ávöxtum. „og rauðrófum. Það var einu sinni tilboð á rauð- rófum í Krónunni og ég lifði á þeim í viku.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „Ætli það sé ekki oftast skyr.“ Kjartan stundar ekki neina mark- vissa líkamsrækt en hann gengur hins vegar til og frá vinnu. Í frítíma sínum finnst honum gaman að vera með vinum og dunda sér við tæki og tækni. Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég hlusta á tónlist. eða breyti öllu nálægt mér. Ég umturna íbúðinni minni einu sinni eða tvisvar í viku. Það eru ekki ýkjur. Ég hef alltaf verið svona. ef ég er órólegur þá fer ég og breyti öllu. Það er alltaf betri mögu- leiki sem maður verður að finna.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Það er örugglega facebook- rúnturinn. sem er mjög slæmt. Ég var einmitt að ræða það um daginn hvað maður þyrfti að fara að hætta þessu.“ Lifði á rauðrófum í viku Kjartan Oddason – 25 ára ára 25 Tilboðsverð kr. 109.990,- Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 137.489,- Vitamix TNC er stórkostlegur. Mylur alla ávexti, grænmeti, klaka og nánast hvað sem er. Býr til heita súpu og ís. Til í  órum litum, svörtum, hvítum rauðum og stáli. Besti vinurinn í eldhúsinu Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is Kjartan Oddason gengur til og frá vinnu og passar vel upp á mataræði sitt. Ragnheiður Helgadóttir – 30 ára „Ég reyni að fara milli tvisvar og þrisvar í viku í reebok fitness, það fer eftir vinnu og annríki í náminu,“ segir ragnheiður Helgadóttir, 30 ára nemi í tóm- stundafræði. Borðarðu hvað sem er eða hugsarðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég hef aldrei þurft að hugsa mikið um hvað ég læt ofan í mig en ég reyni að halda skyndibitanum í lág- marki.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „ab-mjólk með múslí eða hafra- grautur.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „set góða tónlist í eyrun, þannig næ ég fullkominni slökun.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Ég hef tamið mér það hugarfar að hugsa vel um sjálfa mig, bæði andlega Mestu skiptir að vera ánægður með sjálfan sig og líkamlega. Öll hreyfing er góð. en það sem skiptir mestu máli er að vera ánægður með sjálfan sig, því þú skapar þína eigin hamingju.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Bursta tennurnar.“ Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? Ef svo er, hvernig? „já, ég er duglegri að hreyfa mig en ég var.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „Ég ætla að halda áfram að fara í ræktina í fasta tíma tvisvar í viku til þess að fá smá hreyfingu. en fyrst og fremst rækta sjálfa mig og njóta lífsins.“ Ragnheiður Helgadóttir hefur aldrei þurft að hugsa mikið um hvað hún borðar, en reynir að halda skyndibita í lágmarki. Ljósmynd/Hari Æfi meira eftir að ég hætti á sjónum Heilsuvenjur Ragnars Kristjáns Jóhannssonar – 35 ára „Ég Hef reynt að hafa þá venju síðustu árin að fara alla vega fimm sinn- um á viku í ræktina. Ég æfi í reebok fitness, oftast er ég bara að lyfta og tek létt „cardio“. svo spila ég fótbolta tvisvar sinnum í viku,“ segir ragnar Kristján jóhannsson, sjómaður og sölumaður hjá gÁP. ragnar var lengi háseti og neta- maður á frystitogurum en starfar nú í hjólabúð. sem starfsmaður í hjólabúð hefur hann ekki farið var- hluta af hjólaæðinu sem gengið hefur yfir landsmenn. eða hluta þeirra að minnsta kosti. „Ég hjóla á sumrin. Maður fylgir flæðinu,“ segir hann. Borðarðu hvað sem er eða hugs- arðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Maður reynir nú að hafa þetta kjúkling, fisk, sætar kartöflur og skyr en maður leyfir sér alveg ef mann langar í eitthvað.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „Ég borða skyr eða hafragraut.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „eins og þetta hefur verið gefst nú ekki mikill tími til þess. Ég er í fjarnámi í stýrimannaskólanum og sest oftast niður fyrir framan skóla- bækurnar. en svo reynir maður líka að hitta vinina.“ Lumar þú á einu heilsuráði sem hefur gagnast þér vel í gegnum tíðina? „Það er að ætla sér ekki of mikið. Margir ætla sér allt í einu en svo gerist ekkert. Þetta snýst ekki alltaf bara um janúar. Hefur heilsurækt þín breyst með árunum? „já, fyrir 10-15 árum gerði ég voða lítið. Þá var ég bara á sjónum og þetta kom af sjálfu sér. Maður finnur alveg fyrir því núna að þurfa að halda líkamanum liðugum. Ég spilaði körfubolta og fótbolta þegar ég var yngri, alveg þangað til ég fór á sjóinn 17 ára.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „Bara það sama og verið hefur. Halda áfram að hreyfa sig, passa mataræðið og njóta þess að vera til.“ ára 30 ára 35 Ragnar Kristján mætir í ræktina fimm sinnum í viku og spilar þar að auki fótbolta tvisvar í viku. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.