Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 24
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Þ að er augljóst af sölu dag-blaða um allan heim að þau eiga mjög í vök að verjast. Blómatími þeirra er liðinn. Útgáfu- fyrirtækin berjast flest í bökkum. Eigendaskipti eru tíð. Nýir eigend- ur láta blekkjast af glæstri fortíð en verða að beygja sig fyrir miskunn- arleysi sögunnar. Dagblöðin hafa ekki sömu áhrif á samfélagsumræð- una og fyrr. Þau skipta sífellt minna máli og bráðum næstum engu. Það er ekki nema hinir allra ríkustu sem geta staðið undir taprekstri hefð- bundinna dagblaða. Samfélagið á milli okkar er sam- skiptin á milli okkar. Og það voru fyrst og fremst dagblöðin sem héldu saman stórum samfélögum á Vest- urlöndum. Þau voru leikvöllur um- ræðunnar. Samfélagsleg staða blaða byggði á efnahagslegum styrk þeirra. Sumra þeirra. Auglýsingar knýja vélina sem drífur dagblaðarekstur áfram. Á auglýsingamarkaði tekur sigur- vegarinn til sín allan fenginn. Fyrir- tæki í samkeppni geta ekki neitað sér um að auglýsa hjá útbreiddasta blaðinu ef samkeppnisaðilarnir gera það. Að öðrum kosti væri fyrirtækið kerfisbundið að minnka markaðs- hlutdeild sína. Það má lesa af sögunni hvenær þessi vél fór á fullan skrið. Víðast á Vesturlöndum gerðist það strax eftir seinna stríð. Þá óx kaupmáttur og neytendamarkaður margefldist. Og þar sem auglýsendur leituðu til útbreiddasta blaðsins efldist það og gat þá boðið áskrifendum sínum betri þjónustu. Það jók aftur for- skot þess á auglýsingamarkaði, sem aftur fjölgaði áskrifendum. Á tiltölu- lega fáum árum skrúfaðist upp eitt blað á hverjum markaði og drottn- aði yfir honum. Á Íslandi kviknaði seinna á neyt- endamarkaði. Það var ekki ljóst fyrr en undir lok áttunda áratugarins að Morgunblaðið bæri höfuð og herðar yfir aðra íslenska fjölmiðla. Það var orðið meira en blað hægri manna í Reykjavík og nágrenni heldur vildi verða blað allra landsmanna. Öll önnur stórblöð á Vesturlönd- um brugðust við með svipuðum hætti. Þau reyndu að axla þá sam- félagslegu ábyrgð sem efnahags- legur styrkleiki og mikil útbreiðsla færði þeim. Þau breyttu talsmáta sínum eftir því sem fjölgaði í saln- um. Blöðin reyndu að halda utan um allt samfélagið og draga í gegnum sig vitræna umræðu. Dagblöðin fengu ekki sam- keppni að ráði fyrr en upp úr síð- ustu aldamótum. Með fréttaveitum á internetinu urðu almennar fréttir ókeypis. Þar með grófst undan dag- blöðunum. En það á fyrst og fremst við um áskriftarblöð. Lestur Fréttablaðsins hefur vissulega dregist saman undanfar- inn áratug. Að hluta til vegna minni dreifingar til þess að spara útgjöld tímabundið. Að teknu tilliti til þess getum við áætlað að lestur Frétta- blaðsins hafi fallið úr 66 prósentum þjóðarinnar í 50 prósent. Til saman- burðar hefur lestur Morgunblaðsins dregist saman úr 64 prósentum í 28 prósent. Það er ekki svo langt síð- an að áhorf á kvöldfréttir Ríkissjón- varpsins var um og yfir 40 prósent. Í dag er það rétt rúmlega 20 prósent. Og þótt notkun á internetinu aukist gríðarlega á það ekki við um notkun fólks á einstökum netmiðlum. Í sam- anburði við Fréttblaðið eru flestir netmiðlar minni en peð. Þrátt fyrir minni lestur Fréttablaðsins hefur það í dag meiri yfirburði yfir aðra miðla en það hafði fyrir tíu árum. Það hefur minnkað en aðrir miðlar hafa minnkað enn meira. Það er því mikil einföldun að lesa það úr samfélagsbreytingum umliðinna ára að pappírinn sé að láta undan netinu. Það sem hefur gerst er að almennt efni dagblaða er ekki lengur söluvara og almennt efni sjónvarpsstöðva og nets hefur látið undan, á lyklaborðinu og í far- símanum. Í þessu umhverfi hafa fríblöðin haldið mun betur í sinn notendahóp en aðrir. Það gera þau í krafti dreif- ingar. Engum fjölmiðli hefur tekist betur en Fréttablaðinu að halda í sína notendur á undanförnum árum – að undanskildum Fréttatímanum. Fréttatíminn er sá miðill sem best hefur haldið sínum lesendum. Það er markmið nýrrar ritstjórnar Fréttatímans að nýta öflugt dreifi- kerfi til að segja lesendum blaðsins sögur úr samfélaginu. Smjörþef- inn af því má sjá í þessu tölublaði. Á næstu vikum og mánuðum mun koma betur í ljós hvernig tekst til. Vonandi tekst okkur að standa und- ir þeirri samfélagslegu ábyrgð sem mikil dreifing og efnahagslegur styrkleiki færir okkur. Gunnar Smári Blöðin eru dauð – lengi lifi blöðin 24 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 FRÁ 11.30–14.30 HÁDEGIS TRÍT 2ja rétta 2.990 kr. 3ja rétta 3.790 kr. FORRÉTTUR BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA Hægelduð bleikja, yuzu mayo, truŽu mayo, stökkt quinoa, epli HREFNA Skarlottulauks-vinaigrette, stökkir jarðskokkar NAUTARIF 24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi AÐALRÉTTUR LAMBAKÓRÓNA Grillaðar lambahryggsneiðar, sveppa „Pomme Anna“ SKARKOLI Sjávargras, grænn aspas, blóðappelsínu- og lime beurre blance JARÐARBERJA YUZU-SALAT Spínat, yuzu tónuð jarðaber, parmesan kex, ristuð graskersfræ, pipar- og mynturjómaostur EFTIRRÉTTUR KARAMELLU CRANKIE Karamellumousse, pistasíu-heslihnetubotn, karamellukaka SÚKKULAÐI RÓS Súkkulaðimousse, hindberjahlaup, Sacherbotn ARPÍKÓSU MASCARPONE Apríkósuhlaup, karamellukrem, pralín, mascarponemousse, Sacherbotn ÞÚ VELUR ÚR ÞESSUM GIRNILEGU RÉTTUM Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is ÞÚ ÁTT SKILIÐ SMÁ TRÍT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.