Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 56
María Einarsdóttir Erna Sóley ÁsgrímsdóttirUna Torfadóttir Erna Sóley, María og Una stelpurnar@frettatiminn.is E ins og lengi hefur verið talað um er einelti mikil ógn við þroska og vel- líðan ungs fólks og þess vegna hefur verið unnið markvisst í að útrýma því. En það eru til fleiri en ein tegund niður- lægingar og neikvæðra sam- skipta meðal unglinga en bara „hefðbundið“ einelti. Grín sem gengur of langt og vinátta sem byggist á gagnkvæmri vanvirð- ingu eru hlutir sem við sjáum daglega. Á meðan kennarar og skóla- stjórnendur tala um einelti og státa sig af lágum prósentutöl- um eru margir krakkar að upp- lifa hundsun, niðurlægingu og kaldhæðnislegar athugasemdir sem falla samt ekki undir skil- greiningar eineltis og finnst þeir ekki mega kvarta. Það er kominn tími á að við tökumst á við þessi vandamál í stað þess að dvelja við úreltar hugmyndir um einelti. Við erum farin að venjast samskiptum þar sem er hægt að láta út úr sér ótrúlegustu hluti, nánast án afleiðinga. Við báðum fimm krakka í tíunda bekk að rifja upp atvik þar sem þeim fannst þeir niðurlægðir. Svörin segja allt sem segja þarf. Úreltar hugmyndir um einelti Hagaskólanemendurnir Erna Sóley Ásgrímsdóttir, María Einarsdóttir og Una Torfadóttir telja að endur- hugsa þurfi hugtakið einelti. Þær stöllur vöktu athygli með siguratriði sínu í hæfi- leikakeppninni Skrekk.  Lára Debaruna Árnadóttir: „Ég hef oft fengið óþægilegar spurningar sem tengjast því að ég er ættleidd frá Indlandi. Þegar ég var að vinna hópverkefni um Indland í áttunda bekk kom skólabróðir minn með látum upp að mér, þóttist skjóta úr byssu um allt herbergið og sagði „Lára, dóu foreldrar þínir í stríðinu?“ Þetta kom illa við mig þar sem ég veit ekkert um kynforeldra mína og þeir eru mitt einkamál.“  Garðar Árni Garðars- son: „Ég hef verið niðurlægður á netinu í hópspjalli þar sem mér var sagt að ég væri ógeðslegur og að manneskjan fengi krabbamein þegar hún heyrði mig tala – svipað hefur gerst nokkrum sinnum.“  Tryggvi Pálsson: „Gamall vinur minn baktalaði mig mikið eftir að við hættum að vera vinir, hann talaði um löngu liðna hluti og sumt sem gerðist aldrei. Ég frétti af því í gegnum annan vin minn að í hans bekk hafi verið miklar umræður um hvort ég væri leiðinlegur eða skemmtilegur. Það var frekar niðurlægjandi og hefur haft áhrif á samskipti mín við aðra í bekknum hans.“  Kristín Ögmundsdóttir: „Það kemur stundum fyrir, án þess að þeir viti af, að vinir mínir segja niðurlægj- andi hluti. Við krakkarnir vorum á Búllunni og vinur minn byrjaði bara að segja að ég væri feit í andlitinu, gæti ekki gert neitt og sagði allskonar kjaftæði upp úr þurru sem ég gat ekkert svarað fyrir.“  Embla Líf Guð- mundsdóttir: „Ég var að halda upp á afmælið mitt og var búin að mála mig mjög fínt, að mér fannst, og svo er ég spurð af vini mínum hvort að það sé Halloween hjá mér því ég líti út eins og pandabjörn.“ Næsta mál á dagskrá Gunnar V. Andrés- son er einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins og fagnar hálfrar aldar starfs- afmæli á árinu. Á vef Fréttatímans má skoða nokkrar af eftirminnilegustu fréttaljósmyndum hans. „Ég hef verið með myndavél á maganum öll þessi ár og er genginn upp að hnjám,“ segir Gunnar. „Upp úr stendur tvímæla- laust eldgosið í Vest- mannaeyjum sem er stærsti og merki- legasti atburður sem mín kynslóð fjöl- miðlafólks hefur komist í tæri við.“ Á ferlinum hefur Gunnar fylgst með fréttnæmum at- burðum úr návígi og keppst við að vera fyrstur á staðinn þegar mikið liggur við. Ljósmyndir hans af ógleymanlegum augna- blikum hafa birst í hinum ýmsu fjölmiðlum. Sú fyrsta birtist á forsíðu Tímans árið 1966 en undanfarinn áratug hefur Gunnar verið ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis. Á fréttavakt í fimmtíu ár Myndasýning Gunnars er á frettatiminn.is 56 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.