Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 58
Sagan á bak við þetta pecanhnetuvínar-
brauð er að bakstur í íslenskum bakaríum
er að leggjast af. Reyndar ekki strangt til
tekið. Það er enn bakað í bakaríum en þau
eru orðin fá bakaríin sem hnoða sitt eigið
deig eða hræra það. Í langflestum bak-
aríum á Íslandi kemur vöruflutningabíll
frá Garra með tilbúið brauð og bakkelsi
sem er skellt í ofninn og síðan selt frammi
í búð. Flest vínarbrauð, kleinuhringir og
kruðerí sem seld eru á Íslandi eru hrærð
og mótuð í risafabrikkum víða í Evrópu.
Þetta pacanvínarbrauð er líkast til ættað
frá Vandermoortele, risaverskmiðju í
Belgíu sem framleiðir allt sem bakarinn
þarf til að líta út eins og bakari án þess að
vera það.
Sagan á bak við belgíska vínarbrauðið
Hollustan hefst
á gottimatinn.is
Kjúlli með silkimjúkri fyllingu
Svanhildur Gréta
Kristjánsdóttir
svanhildur@frettatiminn.is
Ó líkt flestum Íslandsvinum hefur Vematsu aldrei komið til Íslands. Vematsu
er frá Osaka í Japan og hefur
unnið sér til frægðar á Twitter.
Fyrir rúmum þremur árum fór
hann að birtast í fréttaveitunni hjá
Íslendingum. Valtýr Örn Kjartans-
son, nemandi við Mennta-
skólann í Reykjavík, var
fyrsti Íslendingurinn
sem Vematsu fylgdi á
Twitter. „Ég var ekki
virkur á Twitter en
ég man eftir að hafa
skoðað síðuna hans.
Út frá því fór hann
að fylgja öðru fólki á
vinalistanum mínum.
Hann reynir sitt besta
til að skrifa íslensku
sem er mjög fyndið. Ég
áttaði mig ekki á því fyrr
en seinna að ég hefði verið fyrsti
Íslendingurinn sem hann fylgdi og
þykir mér það mikill heiður.“
Fréttir bárust að allir þeir sem
fylgdu honum á Twitter fengju til
baka mynd af sér í formi „Vem-
anon“ karakters eftir Vematsu
sjálfan. Í dag er Vematsu búinn að
teikna yfir 700 Íslendinga. Mennt-
skælingurinn Sara Þöll Finn-
bogadóttir, besta vinkona Vematsu
á Íslandi, segir hann feimin og
mikil leynd bak
við hann. „Við
erum í góðum
samskiptum, ég
veit hvað hann
heitir og fæst
við en hann vill
ekki gefa það upp
opinberlega. Hann
er feiminn og vill
ekki sýna á sér
andlitið en Kalli,
vinur okkar, fór og
heimsótti hann í
sumar. Í byrjun
seinasta árs
sendi hann til okkar
bunka af myndum
eftir sig svolítið
eins og fótbolta-
eða Pokémon kort.
Það vildu allir fá
eintak. Við vorum
nokkur sem send-
um til hans afmælis-
gjöf í febrúar og
hann var himinlifandi.
Eftir það hefur hann sent til okkar
kortin sín sem við seljum á 89
krónur stykkið. Við erum búin að
safna 20.000 krónum á tveimur
árum sem nemur 225 seldum
kortum. Reglulega gefur hann út
nýjar kortaseríur en sú síðasta
var í þrívíddarteiknuð. Margir eru
farnir að safna Vematsu kortum. Í
jólakortinu, sem hann sendi okkur
núna, segist hann vilja koma til Ís-
lands og við vonumst til að hann
komi á þessu ári.“
Karl Ólafur Hallbjörnsson blaða-
maður er eini Íslendingurinn sem
hefur hitt Vematsu í persónu. „Það
var langþráður draumur að ferðast
til Japan og ég ákvað í heims-
reisu minni að heimsæka þennan
hulduvin minn eða vinkonu. Lengi
vel vissi ég ekki kyn Vematsu.
Hann samþykkti að hitta mig og
var spenntur fyrir því. Hann kom
mér að óvörum með grímu og hár-
kollu til að stríða mér sem allra
mest. Svo kom á daginn að hann
er giftur karlmaður og kynnti mig
fyrir eiginkonu sinni og nánasta
vinahópi. Þeim þótti mjög gaman
að mér, ljóshærðum, bláeygðum og
hávöxnum frá Íslandi. Í dag get ég
stoltur kallað hann einn af mínum
betri vinum. Frábær maður, gest-
ristinn, hreinskilinn og skemmti-
legur.“
Vematsu, dularfulli
Íslandsvinurinn
@vematsu er orðinn þekktur á meðal ungu kynslóðarinnar á Twitter. Hann
hefur teiknað yfir 700 myndir af Íslendingum en aðeins örfáir þekkja manninn.
Vemanon kort eftir Vematsu á 89 krónur.
Karl
Ólafur.
Þetta verður sturlun
„Þetta þýðir að ég mun fá góð-
an tíma til að fara djúpt í mína
starfsgrein í stóru og metnaðar-
fullu húsi. Maður er alltaf dálítið
tættur þegar maður er að vinna
í lausamennsku en nú mun ég
sem listamaður geta sett hlutina í
betri fókus,“ segir leikskáldið og
þýðandinn Salka Guðmundsdóttir
sem í vikunni var valin til að starfa
sem leikskáld Borgarleikhússins á
næsta leikári. Alls sóttu 39 manns
um starfið en áður hafa Auður
Jónsdóttir, Jón Gnarr, Kristín
Marja Baldursdóttir og Tyrfingur
Tyrfingsson verið staðarleikskáld.
Alltaf verið með Bretlandsblæti
„Ég hef verið að skrifa og líka
þýða mjög mikið síðustu árin en
fyrsta verkið mitt, Súldarsker, var
einmitt frumsýnt fyrir fimm árum.
Ég hef mest verið að vinna með
sjálfstæðum leikhópum síðustu
ár,“ segir Salka sem lærði leiklist-
arfræði í Wales og skapandi skrif í
Glasgow. „Ég hef alltaf verið með
einhverskonar Bretalandsblæti
og langaði þess vegna að prófa að
búa þar. Svo vissi ég að það væri
frekar framsækinn skóli í Wales
þannig að ég dreif mig þangað og
svo langaði mig að prófa að búa
í Glasgow og var mjög hrifin af
borginni,“ segir Salka.
Upptekin af litlum samfélögum
„Það sem ég er helst upptekin af
eru lítil samfélög í hvaða mynd
sem þau birtast. Og því hvað við-
mið geta orðið brengluð í litlum
hópum og litlum samfélögum,
hvað það er hægt að skrumskæla
tilveruna og hvernig eitthvað getur
orðið viðtekinn sannleikur. Í Old
Bessastaðir erum við að fjalla um
það hvernig það er hægt að láta
næstum hvað sem er falla að sín-
um eigin hugmyndum og reglum,“
segir Salka en Old Bessastaðir
er hennar nýjasta verk og verður
frumsýnt í Tjarnarbíói í febrúar.
Aðspurð segir Salka áhorfendur
mega búast við áhugaverðu verki
þar sem þrjár konur muni brillera.
„Þetta verður sturlun.“ -hh
Meðal verka Sölku Guðmundsdóttur má nefna Súldarsker, Hættuför í Huliðsdal
og Old Bessastaði sem verður sýnt í Tjarnarbíó í febrúar. Hún þýddi líka Hver er
hræddur við Virginíu Woolf?, eftir Edward Albee sem fer á svið í næstu viku.
„Við erum á förum, annaðhvort
hættum við eða flytjum,“ segir
verslunarkonan Erla Wigelund
sem hefur selt kvenmannsföt í
Laugarnesinu í meira en hálfa
öld. „Við erum með rosalega fína
útsölu, mjög góðar vörur á 30-
50% afslætti. Við erum með mjög
fínar úlpur en erum náttúrulega
þekktar fyrir dönsku buxurnar,
þær hafa alltaf mokast út hjá
okkur. Okkar vörur koma mest
frá Danmörku og Þýskalandi en
við höfum aldrei selt neitt breskt
drasl,“ segir Erla sem á eftir að
sakna sinna mörgu fastakúnna.
„Við höfum alltaf verið með mikið
af fastakúnnum, sérstaklega utan
af landi því við erum með svo góða
þjónustu. Við höfum alltaf sent
föt út á land sem fólk getur mátað
heima hjá sér og bara borgað svo í
heimabankanum.“ -hh
Verðlistinn flytur eftir 51 ár
Erla Wigelund segist aldrei hafa selt neitt breskt drasl.
Björk Guðmundsdóttir.
Aðeins ein kona
verið aðalnúmerið
Síðastliðinn mánudag tilkynnti
Coachella, ein vinsælasta tón-
listarhátíð í heimi, dagskrána fyrir
hátíðina í apríl. LCD Soundsystem
og Clavin Harris verða aðalnúm-
erin á hátíðinni. Í 17 ára sögu
Coachella hefur aðeins ein kona
verið aðalnúmerið á hátíðinni og
var það Björk Guðmundsdóttir
árin 2002 og 2007. Aðrir listamenn
sem koma fram: A$AP Rocky, Sia
Ice cube, Disclosure, Ellie Gould-
ing og Major Lazor. - sgk
58 |
fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016