Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 8
FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 ÞÚ FINNUR RÉTTA RÚMIÐ HJÁ OKKUR ÚTSAL A KO M D U O G G E R Ð U F R Á B Æ R K A U P A L LT A Ð 60%A F S L ÁT T U R Lyftan #1 Friðgeir Trausti Helgason er staddur í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassa- gerðinni á Laugarnesi. Á ferða- laginu upp fjórar hæðir hússins útskýrir Friðgeir hvernig leið hans í lífinu getur aðeins legið upp á við. „Ég var svo mikil fyllibytta, var búinn að drekka mig í ræsið. Ég hafði náð þeim tíma- punkti að komast ekki lengur upp með að vera svona fullur í vinnunni. Þá einfaldlega hætti ég að vinna til að geta drukkið allan daginn. Botninn var árið 2004 þegar ég var heimilislaus í Los Angeles á „Skid Row“ þar sem allt heimilslausa liðið er. Ég fór eins langt niður og hægt er að komast án þess að drep- ast. Eftir þetta lá leiðin aðeins upp á við. Toppurinn var þegar ég hætti að drekka brennivín og keyrði um víðáttur Banda- ríkjanna, með gömlu Pentax myndavélina mína og nóg af filmum í skottinu. Að lenda í ævintýrum, hitta fólk og borða góðan mat.“ Friðgeir Trausti Helgason. Mynd/Spessi Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Það var nú ástin sem dró mig hing- að,“ segir argentínski víngerðarm- aðuinn Arturo Santoni Rouselle sem hefur verið með annan fótinn á Íslandi í 16 ár. Ég sá Grétu, konuna mína, fyrst í Bólivíu fyrir tuttugu árum þar sem ég vann við að fram- leiða vín. Síðan höfum við verið óað- skiljanleg. Með annan fótinn hér og hinn í Argentínu og reyndar líka í Prag þar sem Gréta var í framhalds- námi í sellóleik.“ Arturo segir vínrækt því miður ekki koma til greina í kuldanum á Íslandi en það sé margt sem hafi togað þau Grétu í Hafnarfjörðinn þar sem þau hafa komið sér vel fyrir með dætrum sínum, þeim Salóme og Perlu. „Ég hef unnið við hitt og þetta síðan við ákváðum að setjast að á Íslandi fyrir fimm árum. Núna sé ég um vínið, sem vínlistana og er vínþjónn hér á Bryggjunni Brugg- húsi. Ég kem frá einu mesta vínhér- aði Argentínu, Mendoza, og margir í minni fjölskyldu hafa unnið við eitthvað sem tengist vínrækt. Þetta er það sem ég hef mest gaman af.“ „Ég kom hingað fyrst í lok nóvem- ber árið 1999 og ætlaði ekki að trúa þessu myrkri hérna og ég er enn að venjast því. Mér er alveg sama um kuldann og hef aldrei kvartað yfir honum, það er ekkert mál að fara bara í peysu,“ segir Arturo sem fer allra sinna ferða á hjóli, allan árs- ins hring. Það besta við Ísland er kyrrðin og náttúran. Heiðmörk, Mosfellsdalur, Reykjadalur og á Helgafellssvæðið eru staðir sem við fjölskyldan erum dugleg að njóta.“ „Auk myrkursins tók mig líka tíma að skilja hvað Íslendingar eru lokaðir. Íslendingar eru ekki jafn félagslyndir og Argentínumenn og það er það sem ég sakna helst, óvæntir hittingar og uppákomur. Það gerist sjaldan eitthvað óvænt hér og stundum finnst mér eins og Íslendingum líði best einir, kannski vegna þess að það er svo stutt síðan borgir fóru að myndast hér, síðan fólk bjó hvert á sínum bæ. Í Arg- entínu getur þú alltaf átt von á því að einhver banki upp á og þá er að sjálfsögðu dregið fram kíló af kjöti og byrjað að grilla. Ef engin ansar bankinu þá ferðu bara til næsta vin- ar ef þig langar í félagsskap. Það hafa allir tíma fyrir hvern annan í Argentínu.“ Saknar þess óvænta Argentínski víngerðarmaðuinn Arturo Santoni Rouselle er enn að venjast vetrarmyrkrinu á Íslandi. Mynd/HarI Hörður Jóhannesson, Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason á fyrsta degi Sigríðar Bjarkar í starfi. Myndin er fengin af Facebook síðu lögreglunnar. Átök innan lögreglunnar um svartar og hvítar skyrtur Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu fengu undanþágu frá reglu- gerðum um einkennisbúninga til að klæðast öðruvísi skyrtum en almennir lögreglumenn. Í reglugerð um ein- kennisbúninga lögreglunnar var árið 2012 skotið inn sérstakri málsgrein. Málsgreinin tilgreinir að „yfirmönnum lögreglu væri heimilt að nota hvíta einkennisskyrtu með almennum lög- reglufatnaði.“ Árið 2007 var nýr einkennisfatnaður lögreglumanna tekinn í notkun en ríkislögreglustjóri hafði unnið að inn- leiðingunni í tvö ár. Fyrir þann tíma voru bláar skyrtur með almennum ein- kennisbúningum lögreglunnar. Þegar búningunum var breytt fengu allir lögreglumenn svartar skyrtur. Aðeins eru hvítar skyrtur með hátíðarbúningi lögreglunnar sem afar sjaldan er not- aður. Sú sérkennilega undantekning virðist hafa verið gerð hjá lögreglu- stjóranum á höfuðborgarsvæðinu, að yfirmenn klæddust hvítum skyrtum. Þótti það aðgreina þá með afar skýrum hætti og var því öllum ljóst að þeir gegndu ábyrgðarstöðu á lögreglustöð- inni. Óvitað er hver átti frumkvæðið að þessu. Innanríkisráðherra þess tíma, Ögmundur Jónasson, skrifaði undir breytingu reglugerðarinnar og samþykkti undanþáguna. Meðal lög- reglumanna sem Fréttatíminn ræddi við, þótti þessi hefð yfirmannanna kjánaleg. Á fyrsta degi Sigríðar Bjarkar Guð- jónsdóttur í starfi, 1. september 2014 sem lögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu, birtist hún í svartri skyrtu, eins og flestir lögreglumenn notuðu. Á móti henni tóku hvítklæddir yfirmenn. Svo virðist sem yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi farið að klæðast svörtum skyrtum fljótlega eftir lögreglustjóraskipti. -þt Innflytjandi vikunnar 8 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.