Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 38
Ert þú frumkvöðull og langar til að læra af starfandi frumkvöðli erlendis? Þá gæti Erasmus for Young Entrepreneurs (EYE) verið fyrir þig • Markmiðið er að auðvelda frumkvöðlum og fyrirtækjum að deila reynslu, þekkingu og styrkja tengslanet milli landa. • Styrkur er veittur í samræmi við lengd dvalar og dvalarland. • Dvölin getur varað í einn til sex mánuði. Kynntu þér málið á www.erasmus-entrepreneurs.eu Nánari upplýsingar veitir Mjöll Waldorff, verkefnisstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: mjoll@nmi.is Frábær aðstaða fyrir byrjendur og lengra komna í Tennishöllinni Fjölbreytt námskeið að hefjast í Tennishöllinni sem sérsniðin eru að þörfum einstaklinga. Unnið í samstarfi við Tennishöllina. Tennis er íþrótt sem nýtur sívaxandi vinsælda hér á landi. Í Dalsmára í Kópavogi er Tennishöllin staðsett og býður hún upp á frábæra aðstöðu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Það má með sanni segja að Tennis- höllin hafi eitthvað upp á að bjóða fyrir alla. „Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að fara af stað núna fljótlega. Það eru 4-5 á hverju námskeiði og við sérsníðum þau í raun að þörfum einstaklinganna og eftir því hvenær lausir tímar eru í húsinu,“ segir Jónas Páll Björns- son, framkvæmdastjóri Tennis- hallarinnar. Hann segir að farið sé í undirstöðuatriði íþróttarinnar, en fljótt sé farið í leiki og reynt að hafa kennsluna lifandi. Nemendur fá því mikið út úr kennslunni, þeir læri mikið og fái góða hreyfingu. Einnig er fjölbreytt barnastarf í Tennishöllinni þar sem sex íþrótta- félög bjóða upp á barnastarf, það eru Tennisfélag Kópavogs, Tennis- félag Garðabæjar, Tennisdeild BH í Hafnarfirði, Fjölnir, Víkingur og Þróttur. Börn allt frá 5 ára aldri geta komið og spilað „míní tennis“. „Við erum einnig með opna kvennatíma sem eru mjög góð leið til að kynnast öðrum tenniskonum. Þá erum við einnig með opna tíma fyrir mismunandi getustig. Og svo ef að mótherjinn klikkar á mætingunni þá erum við með boltavél á staðnum sem hægt er að nýta,“ segir Jónas. Hann segir íþróttina mikið fjölskyldu- sport þar sem allir geta verið með, til að mynda eru þau með sérstök fjöl- skyldutilboð sem veitir 25% afslátt af verði fastra tíma. Jónas segir mjög lifandi starf vera í Tennishöllinni og að á síðasta ári hafi til dæmis verið haldin fimm alþjóðleg mót í húsinu. Það sé því mikil þörf á að stækka Tennishöllina vegna vaxandi eftirspurnar. Skráningar á námskeið fara fram á www.tennishollin.is Jónas Páll Björnsson og hans fólk í Tennis- höllinni í Kópavogi bjóða upp á frábæra aðstöðu auk þess sem byrjendanámskeiðin eru sérsniðin að þörfum hvers og eins. Ljósmynd/Hari 38 | fréttatíminn | HElGiN 8. JaNúar-10. JaNúar 2016 auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.