Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 10
Eiríkur Bergmann eirikurbergmann.com Á ytra borði hefur Danmörk löngum þótt einskonar táknmynd frjálslyndis og umburðarlyndis þar sem allskonar afkimar hafa þrifist. Frjálsar ástir óháð kynhneigð og hassneysla fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu og allir bara eitthvað svo dægilega lige­ glad. Hugtak sem flestir Íslendingar skilja sem einhvers konar jákvæða afslöppun og áhyggjuleysi en merk­ ir í raun að vera skítsama – drullu­ skítsama sé það sagt harkalega. Jeg er sgu fandedeme ligeglad með det – ekkert huggulegt við það. Fleira fer á annan veg í dönsku samfélagi en við áður töldum. Frjálslyndið hef­ ur hopað fyrir afturhaldssamri út­ lendingaandúð eins og þeir þekkja sem fylgst hafa með þróuninni í landi fyrrum herraveldis okkar. Þegar ég flutti frá Köben heim til Íslands á tíunda áratugnum vildu Danir enn sýnast umburðarlyndir en þegar ég fyrir skömmu snéri aft­ ur við í svolitla fræðidvöl heyrði það allt sögunni til. Nú flögguðu margir fordómum sínum stolti þöndu – voru alveg ligeglad með það. Í þessari grein er spurt að því hvað gerðist eiginlega í Danmörku. Eitraðir útlendingar Í rannsókn sem birt var svo snemma sem árið 2001 hélt fræðikonan Karen Wren því fram að yfir tvo fyrri ára­ tugi hafi menningarlegur rasismi, sem áður var kirfilegar falinn undir niðri, hægt og bítandi borist upp á yfirborð danskra stjórnmála svo póli­ tíkin einkenndist hreinlega af ansi þjakandi útlendingaandúð. Fordóm­ ar í garð framandi fólks féllu í frjóan svörð í Danmörku og uxu um landið á níunda áratugnum. Svo var sjálft frjálslyndið talið réttlæting þess að líta á útlendinga sem ógn við dönsk þjóðareinkenni. Nú var komin fram krafa um menningarlega einsleitni og áhersla lögð á dyggð danskra gilda sem einkum virtust þó hverfast um íhaldssöm og kristin fjölskyldu­ gildi. Við getum tekið nokkur dæmi ummæla í þessa veru. Á miðjum níunda áratugnum líkti Mogens Glistrup (sem ég geri betur grein fyrir á eftir) múslimum í Danmörku sem flúið höfðu Írak­ Íran stríðið við „dropa af arsen­ iki í tæru vatnsglasi“. Hér er strax komin hugmyndin um hina hreinu Dani og eitruðu útlendinga. Evrópu­ þingmaður Danska þjóðarflokksins (sem ég ræði einnig á eftir), Mogens Camre, sagði fyrir kosningarnar 2001 að íslam væri hugmyndafræði hins illa og að múslímar kæmu til Danmerkur í þeim tilgangi að taka landið yfir. Fyrir vikið rauk flokkur hans upp í fylgi. Kosningaherferð flokksins hafði hverfst um höfuð­ búnað múslimakvenna. Í víðbirt­ ustu auglýsingunni stóð þetta yfir mynd af slæðuklæddri konu: „Þín Danmörk? Fjölmenningarlegt sam­ félag með hópnauðgunum, kúgun kvenna og gengjaglæpum. Vilt þú það?“ Árið 2010 vildi leiðtogi Þjóðarflokksins, Pia Kjærsgaard, banna gervihnattadiska í innflytj­ endahverfum svo unnt væri að út­ hýsa sjónvarpsstöðinni Al­Jazeera. Og svo núna, skömmu fyrir nýliðin áramót, lagði talsmaður flokksins í utanríkismálum, Søren Espersen, til að Nató hæfi sprengjuárásir á borgaraleg skotmörk í Sýrlandi, einkum þar sem konur og börn héldu til. Þannig átti að sigra ISIS. Til eru dæmi þúsunda samskonar ummæla svo úr verður æði hávær hljómhviða – eiginlegt einkennis­ stef danskra stjórnmála. Framan af því tímabili sem hér er til skoðunar töldust svona um­ mæli til jaðarsjónarmiða en nú eru þau viðtekin í Danmörku. Öndverð retórík er þar vandfundin. Innflytj­ endalöggjöfin orðin sú strangasta á Vesturlöndum og víðtæk sátt um að herða hana enn frekar. Meira að segja Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn samþykkja það. Aðeins er tekist á um útfærslur. Í fræðilegri umræðu er Danski þjóðarlokkurinn óumdeilt felldur í flokk öfgafullra popúlískra þjóð­ ernishreyfinga sem að undanförnu hafa rokið fram í fylgi víða í Evr­ ópu, sá danski er raunar sá þeirra sem náð hefur mestum árangri í álf­ unni, fékk flest atkvæði allra í Evr­ ópuþingkosninunum árið 2014 með um 26,6 prósent atkvæða og varð næststæstur í þingkosningunum í fyrra þegar hann hlaut 21,1 prósent. Frá frjálslyndi til forpokunar Birna Karen Einarsdótt- ir fatahönnuður segir umræðuna um innflytj- endur löngu komna út í öfgar. Sjálf bjó hún hátt í tuttugu ár í fjöl- menningarsamfélaginu á Vesterbro þar sem fæstir eru hræddir við innflytj- endur. Hún segir marga Dani vilja halda í gömlu Danmörku þó þróunin verði óhjákvæmilega alltaf í aðra átt. Danmörk í dag er allt annar heimur en sú Danmörk sem ég upplifði þegar ég flutti hingað,“ segir Birna Karen Einarsdóttir fatahönnuður sem hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í ríflega tuttugu ár. „Stundum fær maður bara gæsahúð yfir því sem er að gerast hérna. Margir Danir virðast vilja halda í einhverja hugmynd um Danmörku sem er ekki lengur til og verður aldrei til aftur hvað sem gerist, því þróunin er bara í aðra átt. Fólk hefur kannski verið allt of góðu vant í mörg ár því velferðarkerfið er svo svakalega gott. Að mínu mati ætti einhver hluti af þessu góðu velferðarkerfi að fara í bjóða fólk velkomið og hjálpa því að aðlagast dönsku samfélagi. Ég væri alveg til í að borga tannlæknagjöldin mín sjálf ef hluti skattanna færi í að hjálpa flótta- mönnum og ég veit að margir eru því sam- mála,“ segir Birna sem býr núna í Fredriksberg en bjó áður í 18 ár í miðbænum, á Vesterbro. „Á Vesterbro vandist ég fjöl- menningarsamfélagi þar sem kaupmennirnir koma allsstaðar að og besta vinkona mín er til dæmis af annarri kynslóð inn- flytjenda frá Írak. Hópurinn sem kýs þessa flokka er óupplýstur og þekkir ekki borgina, og fólkið sem þetta fólk kýs á þing er fólk sem er algjörlega vanhæft, maður fær illt í magann við að heyra það tala. Persónulega þekki ég ekki eina manneskju sem kýs Danska þjóðarflokkinn.“ „Annað sem fólk er orðið þreytt á hérna er hversu mikið mál sem tengjast innflytjendum eru ýkt í fjölmiðlum. Hér eru endalaus gengjaslagsmál og byssubar- dagar milli hvítra Dana og rann- sóknir sýna að innbrot eru miklu frekar framin af Dönum en samt er eitt og eitt mál sem tengjast innflytjendum blásin upp.“ -hh Vilja Danmörku sem er ekki til Úrslit þingkosninga 1973-2011: 1973 15,9 % Framsóknarflokkurinn (Fremskridtpartiet) Danski þjóðarflokkurinn (Dansk folkeparti) 1975 13,6 % 1988 9,0 % 1994 6,4 % 2001 12,0 % 1998 7,4 % 2007 13,9 %1979 11,0 % 1981 8,9 % 1984 3,6 % 1977 14,6 % 1987 4,8 % 2005 12,3 % 2011 12,3 % 2015 21,1 % 1990 6,4 % 1998 2,4 % Til að skýra þá þróun verðum við að þræða okkur í gegnum forsöguna. Tvívíð sjálfsmynd Fyrir utan skammvinna tíð Kal­ marsambandsins á árunum 1397 til 1523 tókust á miðöldum tvö heimsveldi á um yfirráðin á norður­ slóðum; danska konungsveldið og það sænska. Fram á sautjándu öld var Danmörk yfirþjóðlegt heims­ veldi í fjölmenningarlegu ríki sem náði yfir æði víðfemt landsvæði; frá Skáni í Svíþjóð nútímans, upp um Noreg, út til okkar í norðvestur eyj­ unum í Atlantshafi, niður til Slés­ víkur og Holstein í Þýskalandi og meira að segja yfir til sumra norður­ eyjanna sem nú tilheyra Bretlandi. Í þessu volduga herveldi konungs voru Danir klárt og kvitt herraþjóð­ in sem ríkti yfir undirsettu fólki í öðrum löndum ríkisins. Úr þessum aðstæðum þróaðist tvívíð þjóðarsjálfsmynd þar sem skilið var á milli innra mengis etn­ ískra Dana og svo annarra hópa ríkisins í ytri lendum sem ekki voru álitnir tilheyra hinni dönsku herraþjóð. Hollusta Dana var ann­ ars vegar við kónginn í yfirríkinu öllu en einnig við föðurlandið sem afmarkaði hinn innri kjarna þjóð­ arinnar. Úr varð togstreita sem við greiningu á dönskum stjórnmálum skiptir enn í dag sköpum að skilja. Svo skrapp ríkið saman í stöð­ ugum hernaðarósigrum yfir all­ langan tíma. Fyrst tapaðist Skánn til Svíþjóðar upp úr miðri sautjándu öld, Noregur hvarf sömuleiðis til samstarfs við Svía árið 1814 og svo tóku við langvinn stríð um Slesvík og Holstein sem bæði hurfu inn í Þýskaland í nokkrum skrefum. Loks hljóp Ísland úr skaftinu á með­ an Danir voru enn hersetnir nasist­ um í seinna stríði – eftir voru aðeins Grænland og Færeyjar til að næra sjálfsmynd Dana sem herraþjóðar. Mynd/NordicPhotos/GettyImages 10 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.